Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 4
SÆLKERAMATUR
Súrkál fyrir sælkera eftir Dagnýju Hermannsdóttur
hefur að geyma fróðleik um hvernig gerja á grænmeti
ásamt fjölda gómsætra uppskrifta.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Veitumál Halldór Halldórsson og
Marta Guðjónsdóttir, varamenn
Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orku-
veitu Reykjavíkur, segja margt hafa
farið úrskeiðis við að koma upp-
færðum upplýsingum til almenn-
ings varðandi gerlamengun í neyslu-
vatni er upp kom grunur um slíkt
fyrr í þessum mánuði.
„Ljóst er að skerpa þarf á verk-
ferlum um tilkynningaskyldu til
almennings þegar um umhverfis- og
eða mengunarslys er að ræða,“ segir
í bókun Halldórs og Mörtu í fundar-
gerð stjórnar OR. Fréttatilkynningar
hafi ýmist komið of seint eða voru
með röngum upplýsingum. „Þegar
mengun af þessu tagi kemur upp
sem snertir meira og minna alla
borgarbúa væri réttast að boða til
blaðamannafundar og upplýsa um
málið.“ – gar
Ræða átti gerla á
fjölmiðlafundi
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.
Fréttablaðið/anton brink
Viðskipti Árið 2015 bjuggu 57 pró-
sent einstaklinga á aldrinum 20-24
ára í foreldrahúsum. Hlutfallið hefur
hækkað umtalsvert síðustu ár en
árið 2004 bjuggu rétt um 50 prósent
einstaklinga á þessum aldri hjá for-
eldrum sínum.
Greiningardeild Arion banka
segir í nýrri skýrslu um húsnæðis-
markaðinn, sem kynnt var í gær, að
tölurnar frá 2015 séu nýjustu tiltæku
upplýsingarnar en færa megi rök
fyrir því að fjölgað hafi í þessum hóp
síðustu tvö ár þar sem húsnæðisverð
hefur hækkað skarpt. Á móti kemur
að hlutfall fyrstu kaupa hefur farið
hækkandi.
„Við teljum líklegt að aldur fyrstu
kaupenda hafi hækkað og því hafi
fjölgun fyrstu kaupa frekar áhrif á
eldra aldursbilið, það er að segja
25-29 ára. Eftirspurn á húsnæðis-
markaði frá einstaklingum undir 22
ára er því að einhverju leyti tempruð,“
segir í skýrslunni.
Greiningardeildin segir að hús-
næðisverð hafi hækkað verulega
umfram undirliggjandi þætti í öllum
hverfum Reykjavíkur á síðasta ári.
Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð
hækki enn. Hækkunin verði um 6,6
prósent í ár, svo verði hún 4,1 prósent
á næsta ári og 2,3 prósent árið 2020.
Greiningardeildin bendir á að útlit
sé fyrir að undir lok spátímans muni
raunverð húsnæðis lækka á milli ára.
Það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2010
sem raunverð húsnæðis lækkar.
Greiningardeildin segir að íbúðum
á landinu öllu hafi fjölgað um 1.700
á síðasta ári. Byggja þurfi hátt í níu
þúsund íbúðir á landinu fram til árs-
loka 2020 til að framboð haldi í við
fólksfjölgun. Í nýrri greiningu Íbúða-
lánasjóðs segir reyndar að íbúðum
þurfi að fjölga um 17.000 til ársins
2020. Erna Björg Sverrisdóttir, sér-
fræðingur hjá Greiningardeildinni,
segir að útskýra megi muninn með
því að í tölum þeirra sé ekki tekið
tillit til þarfarinnar sem þegar hefur
safnast upp.
Í skýrslunni segir að einstaklingum
22 ára og eldri hafi fjölgað um rúm-
lega 8.000 árið 2017. Útlit sé fyrir að
fólksfjölgun verði nokkuð hröð á
næstu árum. Hversu hröð hún verði
muni ráðast að miklu leyti af inn-
flutningi vinnuafls, sem aftur ræðst
af efnahagsástandinu. Hröð fólks-
fjölgun kunni að leiða til tímabund-
innar umframeftirspurnar á hús-
næðismarkaði sem aftur muni þrýsta
verðinu upp. jonhakon@frettabladid.is
Vísbendingar um að unga fólkið
búi lengur hjá mömmu og pabba
Hlutfall ungs fólks sem býr enn í foreldrahúsum hefur hækkað undanfarin ár. Húsnæðisverð hækkaði í
öllum hverfum á síðasta ári. Dregur úr verðhækkunum næstu ár og árið 2020 gæti orðið raunlækkun.
Greiningardeild arion banka segir að íbúðum hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. að mati deildarinnar vantar 9.000
íbúðir til ársins 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Ólíklegt sé að markmiðið náist. Fréttablaðið/GVa
Erna björg
Sverrisdóttir
lÖGReGlumál Lögreglu var gert við-
vart um meint kynferðisbrot starfs-
manns ungmennaheimilis í Reykja-
vík árið 2015. Þetta var haft eftir
móður brotaþola í kvöldfréttum
Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Rannsókn á máli mannsins hófst
í janúar þrátt fyrir að kæra á hendur
honum hafi borist í ágúst á síðasta
ári. Hann hefur setið í gæsluvarð-
haldi frá 19. janúar grunaður um
að hafa brotið kynferðislega gegn
barni um árabil. Frá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu hafa þau svör
fengist að rannsókn hafi ekki hafist
fyrr vegna manneklu og annríkis.
Brot þau sem maðurinn er kærð-
ur fyrir eiga að hafa átt sér stað
á árunum 2004 til 2010. Var það
annar þáttur í drætti lögreglunnar
en lögreglan mat það svo að önnur
mál væru meira aðkallandi.
Móðir kæranda segir að hún
hafi gert lögreglu viðvart um málið
árið 2015 og að þá hafi hún einn-
ig getið starfsvettvangs mannsins.
Hún hafi ekki getað kært málið þar
sem sonur hennar var þá orðinn
sjálfráða. Samkvæmt heimildum
Stöðvar 2 var barnaverndar-
yfirvöldum einnig gert viðvart um
meint brot mannsins. Það var árin
2002 og 2008.
Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá
því að öll mál kynferðisbrotadeild-
ar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, sem eru til rannsóknar,
verði yfirfarin á nýjan leik vegna
málsins. – jóe
Móðir lét lögreglu vita af meintum brotum árið 2015
Mörgum þykir rannsókn hafa farið
seint af stað. Fréttablaðið/EYÞÓr
utanRíkismál Árni Páll Árnason,
fyrrverandi ráðherra og formaður
Samfylkingarinnar, hefur verið
ráðinn varaframkvæmdastjóri
skrifstofu Uppbyggingarsjóðs EES
í Brussel, að tilnefningu íslenskra
stjórnvalda. Hann mun fara með
samskipti við EES/EFTA-ríkin,
Noreg, Ísland og Liechtenstein,
og viðtökuríkin fimmtán. EFTA-
ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn
ýmsar umbætur og uppbyggingu í
þeim aðildarríkjum ESB sem lakar
standa í efnahagslegu tilliti og eru
styrkþegaríki sjóðsins öll í Suður-
og Austur-Evrópu.
Árni Páll er lögmað-
ur með sérhæfingu í
Evrópurétti og hefur
starfað að Evrópu-,
viðskipta og varnar-
málum hjá utanríkis-
ráðuneytinu. Hann
tekur við stöðu
v a r a f r a m -
kvæmdastjóra
í Brussel í dag.
– sks
Árni Páll til EES
Árni Páll
Árnason
1 . f e b R ú a R 2 0 1 8 f i m m t u D a G u R4 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð
0
1
-0
2
-2
0
1
8
0
5
:0
0
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
0
-7
8
4
4
1
E
E
0
-7
7
0
8
1
E
E
0
-7
5
C
C
1
E
E
0
-7
4
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
3
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K