Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 54
Þrátt fyrir að vera komnar langt eru konur enn ekki að kom- ast í efstu stöður innan vísindageirans svo bar- áttan heldur áfram. Lilja Kjalarsdóttir er nýráðin rannsókna- og þróunarstjóri hjá KeyNatura og SagaMedica. MYND/EYþór Lilja Kjalarsdóttir er nýráðin rannsókna- og þróunarstjóri hjá KeyNatura og SagaMe- dica en hún er með doktorspróf í sameindalíffræði og er með mikla reynslu úr líftæknirannsóknum. „Ég var mikið í íþróttum hér áður fyrr og spilaði meðal annars fótbolta með meistaraflokki kvenna í Stjörnunni,“ segir Lilja og bætir við: „Ég hafði alltaf miklu meiri áhuga á fæðubótarefnum heldur en liðsfélagarnir mínir og stúderaði mikið hvað ég ætti að borða til að ná sem mestu út úr líkamanum í kringum leiki. Hugsandi til baka þá var ég kannski aðeins á undan minni samtíð, en þetta er eðlilegur hluti af því að vera íþróttamaður í dag. Ég hætti svo í boltanum þegar ég fór í doktorsnám við UTSW í Dallas til að rannsaka sykursýki týpu 2. Eftir námið hélt ég rann- sóknum á sykursýki áfram en færði mig til Duke University í Norður- Karólínu og ætlaði að vera áfram í Bandaríkjunum.“ Þær áætlanir breyttust þegar Lilju var boðin staða rannsóknar og þróunarstjóra hjá líftæknifyrirtækinu Genís. „Ég vann þar í gegnum þróunar- ferli, uppskölun og loks markaðs- setningu á fyrstu vörunni svo þessi tími hjá Genís var mikill skóli fyrir mig.“ Um áramótin tók svo nýtt ævin- týri við hjá Lilju þegar að hún tók við stöðu rannsóknar- og þróunar- stjóra stöðu hjá KeyNatura og SagaMedica. „Ég mun vera með puttana í mörgu hjá báðum fyrirtækjum allt frá framleiðslu til vöruþróunar og klínískra rannsókna. Bæði fyrirtæki eru nú þegar komin með öflugar vörur sem seljast vel, svo sem AstaCardio og AstaLýsi frá KeyNatura og SagaPro og Voxis frá SagaMedica en við ætlum ekki að hætta þar. Við erum á fullu í rann- sóknum og vöruþróunum og erum m.a. að vinna að spennandi blóð- fitulækkandi fæðubótarefni frá KeyNatura sem mun bráðlega fara í klínískar prófanir. Síðan erum við líka að þróa efni til inntöku fyrir húð sem mun fara inn á hinn ört stækkandi næringarsnyrtivöru (e. nutricosmecutical) markað. Þar er Astaxanthin með stórt hlut- verk því það verndar húðina gegn UV geislum sólarinnar sem valda ótímabærri öldrun húðar.“ Lilja segir gaman að koma inn á vinnustað með svo öflugan hóp kvenna. „Sjöfn er auðvitað ein af þessum konum sem hafa rutt veginn fyrir okkur hinar svo það er sérstaklega ánægjulegt að fá að læra aðeins af henni. Þrátt fyrir að vera komnar langt eru konur enn ekki að komast í efstu stöður innan vísindageirans svo baráttan heldur áfram. Ég er einmitt ein af stofnmeðlimun Samtaka kvenna í vísindum (SKVÍS) sem stendur m.a. fyrir því að efla tæki og tól kvenna til að komast í hærri stöður.“ Landsmenn hafa tekið vel á móti vörum KeyNatura. „AstaCardio, AstaEnergy og AstaLýsi hafa virki- lega átt erindi við landsmenn en AstaCardio er uppselt í bili. Lýsið okkar inniheldur síldarlýsi frá sam- starfsaðilum okkar í Margildi, en síldarlýsið hefur unnið til bragð- verðlauna á erlendri grundu. Þá þekkja flestir til SagaPro vörunnar og vinsælu hálsbrjóstsykranna Voxis. Voxis línan er að þróast og hafa nú glænýjar vörur bæst í hópinn en það eru hálsmixtúrur í tveimur bragðtegundum. Núna erum við á fullu að vinna að vöru- þróun sem passar fyrir erlenda markaði og munum við kynna þær vörur á næstu misserum.“ Mikilvægt að efla framgang kvenna í vísindum Lilja Kjalarsdóttir, doktor í sameindalíffræði, er rannsókna- og þróunarstjóri SagaMedica og KeyNatura og einn stofnmeðlima Samtaka kvenna í vísindum, SKVÍS. Sjöfn er framkvæmdastjóri Key- Natura og SagaMedica. Öflugur hópur kvenna starfar hjá SagaMedica og KeyNatura. Frá vinstri: Halla Jónsdóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir, Lilja Kjalars- dóttir, Gunnur Sveinsdóttir og Jenný Björk þor- steinsdóttir. Á myndina vantar Jónu Björk Viðarsdóttur. Sjöfn Sigurgísladóttir er framkvæmdastjóri KeyNatura og SagaMedica. Hún er með doktorspróf í matvælafræði og lærði í Kanada, Noregi og Íslandi. Sjöfn býr að mikilli reynslu sem stjórn- andi en hún hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Ocean Ecopark hjá Bluerise AG í Hollandi, for- stjóri Matorku, forstjóri Matís og forstöðumaður matvælasviðs Holl- ustuverndar ríkisins. Hún er einnig núverandi stjórnarformaður Matís. Eftir að Sjöfn tók við sem framkvæmdastjóri hafa fyrir- tækin SagaMedica og KeyNatura hafið formlegt samstarf sín á milli, en fyrirtækin starfa bæði á sviði framleiðslu og sölu náttúruvara úr íslenskum hráefnum til heilsu- bótar. Ávinningur samstarfsins felst í samnýtingu á þverfaglegri þekkingu starfsmannanna á sviði rannsókna og framleiðslu. Jafnframt er mikill ávinningur í samnýtingu á sóknarfærum á erlendum markaði en SagaMedica hefur á síðustu árum stóraukið tengsl og sóknarmögu- leika á erlendum mörkuðum og selur nú þegar vörur sínar í Norður- Ameríku, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð. Hún segir viðskiptaþróun fyrir- tækjanna byggja á að nýta heima- markaðinn á Íslandi til að byggja upp vörumerki og þróa nýjar vörur sem seldar eru til stærri kaupenda erlendis. „Meginmarkmiðið er að selja vörurnar á erlenda markaði.“ „KeyNatura er líftæknifyrirtæki sem hóf starfsemi sína árið 2014 og sérhæfir sig í ræktun þörunga sem framleiða náttúrulega andoxunar- efnið Astaxanthin,“ segir Sjöfn. „Astaxanthin er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og mikill áhugi er á virkni efnisins en það eru fleiri hundruð ritrýndra greina sem fjalla um lífvirkni þess og heilsubætandi áhrif.“ SagaMedica hefur frá stofnun verið leiðandi fyrirtæki í íslenskum náttúruvöruiðnaði en sérstaða félagsins felst einkum í nýtingu íslensku hvannarinnar í fæðubótar- efni. Hún segir fyrirtækin hafa öflugan hóp starfsmanna sem hefur byggt upp fyrirtækið á síðastliðnum árum, þróað framleiðsluferlið sem verið er að sækja um einkaleyfi á, rannsakað lífvirkni, þróað öflugar vörur og eflt söluna. „Það er gaman að segja frá því að hlutfall milli karla og kvenna í báðum fyrirtækjum er jafnt. Ég tel það vera lykilatriði til þess að viðhalda breidd og ekki skemmir að mórallinn er líka betri í kjölfarið. Við erum með alveg frábæran hóp af kláru fólki með mjög fjölbreyttan starfsbakgrunn og mismunandi námsbakgrunn bæði úr bók og iðn- námi. Það eru sérstök gleðitíðindi að upplifa það hvað konur eru að sækja sterkt inn á vísinda og fram- leiðslusviðið og við erum með mjög öflugan hóp kvenna hjá okkur. Lilja Tækifærin felast í öflugum hópi starfsmanna Sjöfn Sigurgísladóttir er doktor í matvælafræði og framkvæmdastjóri KeyNatura og SagaMedica. Hún segir fyrirtækin leggja áherslu á að ráða færar konur til starfa enda sé jafnt hlutfall karla og kvenna í starfsmannahópnum og telur það lykilatriði í að viðhalda breidd og starfsánægju. Kjalarsdóttir var að koma fersk inn, Halla Jónsdóttir stýrir rannsóknar- verkefnum KeyNatura, Gunnur Sveinsdóttir er öflug í framleiðslunni og gæðamálunum og síðan erum við með Jennýju Björk Þorsteinsdóttur sem er í framleiðslunni og sér um rannsóknir tengdar framleiðslu- þróun. Nýlega bættist Jóna Björk Viðarsdóttir við markaðs- og sölu- teymið en hún er með masterspróf í næringarfræði.“ 20 KYNNINGArBLAÐ 1 . F E B r úA r 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RKoNur í ATVINNuLíFINu 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 0 -C 2 5 4 1 E E 0 -C 1 1 8 1 E E 0 -B F D C 1 E E 0 -B E A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.