Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabla- did.is, s. 512 5439 , Kópavogskirkja mun taka stakkaskiptum annað kvöld kl. 18.00 þegar kveikt verður á tilkomumiklu verki Steinunnar Eldflaugar sem varpað verður á kirkjuna. Steinunn lætur ekki þar við sitja og býður gestum með sér í geimferð í kirkjunni sjálfri þar sem kannaðar verða óravíddir geimsins með tónlist og töfrandi upplifun sem enginn verður svikinn af. Hljóð- og ljósagjörningur Stein- unnar fer fram kl. 19-19.30 á Safnanótt. Menningarhúsin í Kópavogi taka höndum saman á Safnanótt og bjóða upp á afar fjölbreytta og spennandi dagskrá. Húsin standa þétt og margt að sjá fyrir gesti sem gera sér ferð þangað. Kópavogsbær hefur auk þess látið hanna glæsilega lýsingu við Menningarhúsin, sem verður tendruð í tilefni Safnanætur. Geimurinn og furður hans koma víðar við sögu en í Kópa- vogskirkju. Á Bókasafni Kópavogs verður Star Wars þema, boðið upp á þrautabraut í anda myndanna og söguhetjur Stars Wars etja kappi og keppa um hylli gestanna. Stjörnu- Sævar mætir á svæðið og ræðir um geimverur en auk hans eru Jón Gnarr og Gunni Helga meðal gesta. Nýtt og gamalt frá Sigtryggi Í Salnum verður Sigtryggur Baldursson í aðalhlutverki. Sig- tryggur mun fara yfir sinn langa og fjölbreytta feril með dyggri aðstoð Jóns Ólafssonar á tónleikum og er aðgangur að sjálfsögðu ókeypis eins og á aðra viðburði Safnanæt- ur. Sigtryggur er bæjarlistamaður Kópavogs og hann verður einnig með atriði í Sundlaug Kópavogs á Sundlauganótt á laugardag ásamt ManKan dúettinum. „Við ManKan menn verðum með tónlistar- gjörning sem ber heitið Undir með vitund, og þar freistum við þess að búa til sérstaka upplifun í sundlauginni sem verður upp- hituð, með tónlist, myndvörpum og neðansjávarhátalara sem gerir fólki kleift að hlusta ofan í vatninu líka,“ segir Sigtryggur. Náttúrfræðistofa sýnir fjöl- breytileg stjörnulaga dýr í tilefni dagsins og býður til rannsóknar- seturs og umfjöllunar um plast í sjó. Þar verður sjónum einnig beint að neyslu og sóun, sér í lagi fatasóun. Héraðsskjalasafnið setur upp örsýningu um Kópavogs- fundinn og fullveldið og býður auk þess upp á áhugaverðan fyrirlestur um sauðfjárbúskap í Kópavogi og nágrenni. Þar verða einnig sýnd og fjallað um forvitnileg myndskeið úr Kópavogi frá seinni hluta 20. aldar. Í Molanum, menningarhúsi ungmenna, verða stuttmyndir á dagskrá sem eiga það sameiginlegt að hafa verið gerðar í Molanum. Selfies í Gerðarsafni Í Gerðarsafni verður boðið upp á leiðsagnir um nýopnaða ljós- myndasýningu, Líkamleiki og boðið upp á spennandi smiðjur tengdar henni; einnig verður boðið upp á teiknismiðju og verkefni sem tengjast sjálfum (selfies). Garðskálinn í Gerðarsafni sér um að allir verði vel nærðir á meðan á hátíðinni stendur og býður upp á spennandi taco- matseðil fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Undir lok Safnanætur verður hægt að setjast niður í huggulegheitum í Garð- skálanum undir góðri dj-tónlist við allra hæfi. Ljósadýrð í Kópavogslaug Á laugardeginum 3. febrúar hefst Sundlauganótt og mun ljósadýrðin Star Wars þema verður á Bókasafni Kópavogs og söguhetjur myndanna etja kappi. Steinunn Eldflaug mun breyta Kópavogskirkju í geimskip á Safnanótt með mögnuðu ljósalistaverki og bjóða gestum með sér í geimferði í kirkjunni. Mikil stemming hefur löngum myndast á Sundlauganótt í Kópavogi eins og sjá má á þessari mynd frá í fyrra. Framhald af forsíðu ➛ Vetrarhátíð í Kópavogi Safnanótt 2. febrúar Kl. 18.00 Ný lýsingarhönnun á torginu við Menningarhúsin vígð Kl. 18.30 Kveikt á tilkomumikilli ljósvörpun á Kópavogskirkju Kl. 19.00 Dj. flugvél og geimskip í Kópavogskirkju: Tónlist og töfrar Kl. 18-23 Bókasafn – Star Wars ratleikur Gerðarsafn – Líkamleiki Náttúrufræðistofa – Stjörnulaga lífverur Héraðsskjalasafn – Örsýning um Kópavogsfundinn og fullveldið Garðskálinn – Taco-kvöld Kl. 18.00 og 21.00 Héraðsskjalasafn – Myndskeið úr Kópavogi frá seinni hluta 20. aldar Kl. 18.15 Bókasafn – Gunni Helga leiðir ævintýra- og stjörnuritsmiðju fyrir börn Kl. 18.00 Gerðarsafn – Kvik strik teiknileikur fyrir alla fjölskylduna Kl. 18.00 Náttúrufræðistofa – Rannsóknarstofa og hugleiðingar um plast- mengun Kl. 19.00 Bókasafn – Föndurstofa, perlur og fleira Kl. 19.00 Bókasafn – Skylmingakappar etja kappi í anda Star Wars Kl. 19.00 Bókasafn – Leystu þrautirnar í Star Wars Kl. 19.30 Gerðarsafn – Sjálfsmyndasmiðja Kl. 20.00 Bókasafn – Eru til aðrar geimverur? spyr Stjörnu-Sævar í spjalli sínu við gesti Kl. 20.00 Héraðsskjalasafn – Erindi um sauðfjárbúskap í Kópavogi og nágrenni Kl. 20.30 Molinn – Fjórar stuttmyndir gerðar í Molanum Kl. 20.30 og 21.30 Gerðarsafn – Líkamleiki, leiðsögn með sýningarstjóra Kl. 21.00 Náttúrfræðistofa – Hugleiðingar um fatasóun og fleira með Stefáni Gíslasyni Kl. 21.00 Salurinn – Bæjarlistamaðurinn Sigtryggur Baldursson og Jón Ólafsson Kl. 22.00 Bókasafn – Jón Gnarr les upp úr og segir frá nýrri bók sinni Þúsund kossum Kl. 22.00 Gerðarsafn – dj. í Garðskálanum Sundlauganótt í Kópavogslaug 3. febrúar Kl. 19.00 Aqua Zumba Kl. 20.00 Between Mountains Kl. 21.00 Sigtryggur og ManKan – Tónlistar- og ljósagjörningur ofan og neðan vatns vera við völd í Kópavogslaug frá kl. 19-22. Tanya frá Heilsuskólanum í Kópavogi leiðir aqua zumba undir dúndrandi tónlist og diskóljósum, hinn glæsilegi tónlistarhópur Be- tween Mountains, sem bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2017, treður upp og botninn í hátíðina slær bæjarlistamaðurinn Sig- tryggur Baldursson í slagtogi með ManKan í gjörningnum Undir með vitund í innilauginni. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . F E B R ÚA R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 0 -7 D 3 4 1 E E 0 -7 B F 8 1 E E 0 -7 A B C 1 E E 0 -7 9 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.