Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 14
Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri „miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjald- miðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athug- uðu máli. Fjölmargir fjárfestar hafa grætt á uppgangi rafræna gjaldmiðilsins undanfarna mánuði. Greindi Fréttablaðið frá því fyrr í vikunni að félagið Skipti- mynt hefði opnað fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmynt á borð við Bitcoin. Er því í fyrsta sinn hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Fjármálaeftirlitið tekur fram að Bitcoin fylgi lögmálum spákaup- mennsku. Engar reglur gildi á markaði með slíka mynt, markaðir með Bitcoin þurfi ekki starfsleyfi og lúti auk- inheldur ekki eftirliti stofnunarinnar. – kij Varar við rafmyntum Líklegt má telja að Samkeppniseftir- litið setji kaupum Haga á Olís ann- ars vegar og N1 á Festum hins vegar umfangsmikil og margþætt skil- yrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytis- markaðinum. Þetta er mat Eggerts B. Ólafssonar, lögfræðings hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Samkeppnisráð- gjöf. „Það er næsta víst að Samkeppn- iseftirlitinu er mjög umhugað um að samsteypuáhrif og aukin sam- þætting á matvörumarkaði og elds- neytismarkaði verði ekki til þess að torvelda aðgang nýrra keppinauta að þessum mörkuðum,“ segir hann. Samkeppnisyfirvöld muni líklega meðal annars endurskoða og jafn- vel fella niður innan tiltekins tíma undanþágu vegna samrekstrar Olís og N1 á Olíudreifingu, sem sér um birgðahald og dreifingu fyrir olíu- félögin tvö. Eins og greint var frá í vikunni telur Samkeppniseftirlitið að kaup Haga á Olís raski samkeppni að öðru óbreyttu. Verða þau þannig ekki samþykkt skilyrðalaust. Í til- kynningu Haga til Kauphallarinnar kom fram að stjórn félagsins hefði samþykkt að ganga til sáttavið- ræðna við eftirlitið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppnis- legu vandamál sem um ræðir. Samkeppniseftirlitið hefur auk þess til skoðunar samruna N1 og Festar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunn- ar og Elko, en búist er við að niður- staða eftirlitsins liggi fyrir á öðrum fjórðungi ársins. Líkt og kunnugt er ógilti eftirlitið kaup Haga á Lyfju síðasta sumar með þeim röksemdum að kaupin myndu leiða til „skaðlegrar sam- þjöppunar“ á mörkuðum fyrir- tækjanna, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Taldi eftirlitið jafnframt ekki að tillögur Haga að skilyrðum væru til þess fallnar að afstýra þeim samkeppnishömlum sem annars myndu stafa af sam- runanum. Stjórnendur Haga höfðu meðal annars lýst sig reiðubúna til þess að hrófla ekki við staðsetningum verslana Lyfju á landsbyggðinni og selja verslanir Heilsuhússins og heildverslunina Heilsu. Veldur yfirvöldum áhyggjum Eggert telur ólíklegt að örlög sam- runa Haga og Olís verði þau sömu og í tilfelli Haga og Lyfju. Hins vegar sé viðbúið að skilyrðin sem félögin þurfi að gangast undir til að Sam- keppniseftirlitið telji að samkeppn- isröskunum sé eytt verði umfangs- mikil og margþætt. Hann útskýrir að það sé ekki síður staðan á eldsneytismarkað- inum en dagvörumarkaðinum sem valdi samkeppnisyfirvöldum áhyggjum. „Í skýrslu sinni um eldsneytis- markaðinn frá árinu 2015 benti Samkeppniseftirlitið á að á öllum stigum íslenska eldsneytismark- aðarins ríkti fákeppni og að olíu- félögin hefðu möguleika til þess að hafa áhrif á framboð og gæði á hverju stigi markaðarins. Taldi Samkeppniseftirlitið að sterkar vísbendingar væru um að olíufélögin samhæfðu hegðun sína í smásölu bifreiðaeldsneytis. Auk þess væri mikil samþjöppun, hegð- un neytenda og aðgangshindranir uppskrift að því að einstök olíufélög gætu nýtt sér einhliða markaðsstyrk sinn,“ nefnir Eggert. Breyting til batnaðar Hann segir að hvað höfuðborgar- svæðið varði, þá virðist ljóst að staðan á eldsneytismarkaðinum hafi breyst til batnaðar eftir komu bandaríska risans Costsco til lands- ins á síðasta ári. „Það er þó mikil- vægt að Costco verði ekki gert erfitt um vik að því er varðar innkaup á eldsneyti til endursölu. Olíufélögin þrjú eiga jú meðal annars alla olíu- tankana.“ Hvað landsbyggðina áhrærir segir Eggert að Samkeppniseftirlitið vilji ekki að Hagar – í krafti sinnar sterku markaðsstöðu – tengi saman við- skipti með eldsneyti og dagvöru á þann hátt sem hindri aðgang að landsbyggðarmörkuðum umfram það sem þegar er.“ Samkeppnisyfirvöld muni horfa heildstætt á málið og líta til þess að samruni N1 og Festar stendur auk þess fyrir dyrum. Dagvörumarkað- urinn og bensínmarkaðurinn séu fákeppnismarkaðir og því sé ekki ólíklegt að yfirvöld muni nýta tæki- færið, ef svo má segja, til þess að ýta úr vegi aðgangshindrunum og setja báðum samrununum ýmis skilyrði í þeim tilgangi. kristinningi@frettabladid.is Á von á umfangsmiklum skilyrðum Hagar undirrituðu kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Olís í apríl á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið hyggst ekki leggja blessun sína yfir samrunann án skilyrða. Fram undan eru viðræður milli eftirlitsins og Haga. FréttaBlaðið/antOn Brink Tryggi sjálfstæði Olís sem keppinautar Að mati Eggerts mun Samkeppn- iseftirlitið líklega setja kaupum Haga á Olís einhver stjórnunarleg skilyrði til þess að tryggja sjálf- stæði Olís sem keppinautar á eldsneytismarkaðinum. „Slík skilyrði gætu til dæmis kveðið á um að stjórnarmenn séu óháðir, líkt og gert var þegar fjár- festingarsjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, keypti Skeljung.“ Í umræddu máli voru kaupin leidd af framtakssjóðnum SÍA II, í rekstri Stefnis, en meðal hluthafa voru lífeyrissjóðir, aðrir stofnana- fjárfestar og einkafjárfestar. Í ákvörðun Samkeppniseftir- litsins var tekið fram að vaxandi eignarhlutur lífeyrissjóða í sam- keppnisfyrirtækjum kallaði á um- ræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi. Hætta væri á því að óskýrt eignarhald og takmarkað eigendaaðhald í atvinnufyrir- tækjum gæti leitt til röskunar á samkeppni. Af þeim sökum taldi eftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar og setja samrunanum ýmis stjórnunarleg skilyrði. Í því sambandi má benda á að lífeyrissjóðir eiga um 55 pró- senta beinan hlut í Högum, 53 prósenta hlut í N1 og 39 prósent í Skeljungi, en síðarnefndu félögin tvö eru helsti keppinautar Olís á eldsneytismarkaði. Ákveðið verður á næstu dögum hvort loðnukvótinn verði aukinn á þessari vertíð. Þorsteinn Sig- urðsson, sviðsstjóri uppsjávarlíf- ríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að mælingum rannsókna- skipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar sé lokið. Eru skipin nú á heimleið. „Nú er unnið að sameiningu gagnanna og strax í kjölfarið taka reikningarnir við. Það getur ýmis- legt komið upp sem tefur vinnuna og get ég því ekki svarað því á þess- ari stundu hvenær niðurstöðurnar verða gerðar opinberar,“ segir Þor- steinn. Allt kapp sé lagt á að hraða vinnunni og ættu niðurstöður mælinganna að liggja fyrir á allra næstu dögum. Áðurnefnd rannsóknaskip, ásamt grænlenska veiðiskipinu Polar Amaroq, hafa undanfarna daga mælt stærð loðnustofnsins. Hafrannsóknastofnun hefur þegar upplýst að bráðabirgðaniður- stöður bendi til svipaðs magns kynþroska loðnu og búast mátti við samkvæmt mælingum á stærð stofnsins síðasta haust. Stofnunin tekur þó fram að skekkjumörk í mælingunni séu óvenju mikil en of snemmt sé að draga ályktanir um áhrif þess á endanlega ráðgjöf sem gefin verður. Útgerðir loðnuskipa hafa þegar veitt nálægt helmingi af 126 þús- und tonna upphafskvótanum og er hlutfallið á milli 60 og 70 prósent hjá nokkrum skipum. Útgerðirnar hafa flestar dregið úr sókn á meðan ákvörðunar sjáv- arútvegsráðherra er beðið, enda er ekki mikið eftir að upphaflegum loðnukvóta. Er þess nú beðið með óþreyju hvort kvótinn verði auk- inn og þá hversu mikið. – kij Útgerðir bíða frétta af loðnumælingum Vogunarsjóður heimsþekkta auð- jöfursins George Soros hefur skort- selt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafn- gildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskipta- miðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hluta- bréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun við- komandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félag- inu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku bætti vogunar- sjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunar- sjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016. – kij Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Sérfræðingur í sam- keppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. George Soros. Samkeppniseftir- litinu er umhugað um að samsteypuáhrif og aukin samþætting á mat- vörumarkaði og eldsneytis- markaði verði ekki til þess að torvelda aðgang nýrra keppinauta að þessum mörkuðum. Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samkeppnis- ráðgjöf markaðurinn 1 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f I M M T U D a G U r14 f r é T T I r ∙ f r é T T a b L a ð I ð 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 0 -7 3 5 4 1 E E 0 -7 2 1 8 1 E E 0 -7 0 D C 1 E E 0 -6 F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.