Fréttablaðið - 01.02.2018, Side 14

Fréttablaðið - 01.02.2018, Side 14
Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri „miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjald- miðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athug- uðu máli. Fjölmargir fjárfestar hafa grætt á uppgangi rafræna gjaldmiðilsins undanfarna mánuði. Greindi Fréttablaðið frá því fyrr í vikunni að félagið Skipti- mynt hefði opnað fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmynt á borð við Bitcoin. Er því í fyrsta sinn hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Fjármálaeftirlitið tekur fram að Bitcoin fylgi lögmálum spákaup- mennsku. Engar reglur gildi á markaði með slíka mynt, markaðir með Bitcoin þurfi ekki starfsleyfi og lúti auk- inheldur ekki eftirliti stofnunarinnar. – kij Varar við rafmyntum Líklegt má telja að Samkeppniseftir- litið setji kaupum Haga á Olís ann- ars vegar og N1 á Festum hins vegar umfangsmikil og margþætt skil- yrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytis- markaðinum. Þetta er mat Eggerts B. Ólafssonar, lögfræðings hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Samkeppnisráð- gjöf. „Það er næsta víst að Samkeppn- iseftirlitinu er mjög umhugað um að samsteypuáhrif og aukin sam- þætting á matvörumarkaði og elds- neytismarkaði verði ekki til þess að torvelda aðgang nýrra keppinauta að þessum mörkuðum,“ segir hann. Samkeppnisyfirvöld muni líklega meðal annars endurskoða og jafn- vel fella niður innan tiltekins tíma undanþágu vegna samrekstrar Olís og N1 á Olíudreifingu, sem sér um birgðahald og dreifingu fyrir olíu- félögin tvö. Eins og greint var frá í vikunni telur Samkeppniseftirlitið að kaup Haga á Olís raski samkeppni að öðru óbreyttu. Verða þau þannig ekki samþykkt skilyrðalaust. Í til- kynningu Haga til Kauphallarinnar kom fram að stjórn félagsins hefði samþykkt að ganga til sáttavið- ræðna við eftirlitið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppnis- legu vandamál sem um ræðir. Samkeppniseftirlitið hefur auk þess til skoðunar samruna N1 og Festar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunn- ar og Elko, en búist er við að niður- staða eftirlitsins liggi fyrir á öðrum fjórðungi ársins. Líkt og kunnugt er ógilti eftirlitið kaup Haga á Lyfju síðasta sumar með þeim röksemdum að kaupin myndu leiða til „skaðlegrar sam- þjöppunar“ á mörkuðum fyrir- tækjanna, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Taldi eftirlitið jafnframt ekki að tillögur Haga að skilyrðum væru til þess fallnar að afstýra þeim samkeppnishömlum sem annars myndu stafa af sam- runanum. Stjórnendur Haga höfðu meðal annars lýst sig reiðubúna til þess að hrófla ekki við staðsetningum verslana Lyfju á landsbyggðinni og selja verslanir Heilsuhússins og heildverslunina Heilsu. Veldur yfirvöldum áhyggjum Eggert telur ólíklegt að örlög sam- runa Haga og Olís verði þau sömu og í tilfelli Haga og Lyfju. Hins vegar sé viðbúið að skilyrðin sem félögin þurfi að gangast undir til að Sam- keppniseftirlitið telji að samkeppn- isröskunum sé eytt verði umfangs- mikil og margþætt. Hann útskýrir að það sé ekki síður staðan á eldsneytismarkað- inum en dagvörumarkaðinum sem valdi samkeppnisyfirvöldum áhyggjum. „Í skýrslu sinni um eldsneytis- markaðinn frá árinu 2015 benti Samkeppniseftirlitið á að á öllum stigum íslenska eldsneytismark- aðarins ríkti fákeppni og að olíu- félögin hefðu möguleika til þess að hafa áhrif á framboð og gæði á hverju stigi markaðarins. Taldi Samkeppniseftirlitið að sterkar vísbendingar væru um að olíufélögin samhæfðu hegðun sína í smásölu bifreiðaeldsneytis. Auk þess væri mikil samþjöppun, hegð- un neytenda og aðgangshindranir uppskrift að því að einstök olíufélög gætu nýtt sér einhliða markaðsstyrk sinn,“ nefnir Eggert. Breyting til batnaðar Hann segir að hvað höfuðborgar- svæðið varði, þá virðist ljóst að staðan á eldsneytismarkaðinum hafi breyst til batnaðar eftir komu bandaríska risans Costsco til lands- ins á síðasta ári. „Það er þó mikil- vægt að Costco verði ekki gert erfitt um vik að því er varðar innkaup á eldsneyti til endursölu. Olíufélögin þrjú eiga jú meðal annars alla olíu- tankana.“ Hvað landsbyggðina áhrærir segir Eggert að Samkeppniseftirlitið vilji ekki að Hagar – í krafti sinnar sterku markaðsstöðu – tengi saman við- skipti með eldsneyti og dagvöru á þann hátt sem hindri aðgang að landsbyggðarmörkuðum umfram það sem þegar er.“ Samkeppnisyfirvöld muni horfa heildstætt á málið og líta til þess að samruni N1 og Festar stendur auk þess fyrir dyrum. Dagvörumarkað- urinn og bensínmarkaðurinn séu fákeppnismarkaðir og því sé ekki ólíklegt að yfirvöld muni nýta tæki- færið, ef svo má segja, til þess að ýta úr vegi aðgangshindrunum og setja báðum samrununum ýmis skilyrði í þeim tilgangi. kristinningi@frettabladid.is Á von á umfangsmiklum skilyrðum Hagar undirrituðu kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Olís í apríl á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið hyggst ekki leggja blessun sína yfir samrunann án skilyrða. Fram undan eru viðræður milli eftirlitsins og Haga. FréttaBlaðið/antOn Brink Tryggi sjálfstæði Olís sem keppinautar Að mati Eggerts mun Samkeppn- iseftirlitið líklega setja kaupum Haga á Olís einhver stjórnunarleg skilyrði til þess að tryggja sjálf- stæði Olís sem keppinautar á eldsneytismarkaðinum. „Slík skilyrði gætu til dæmis kveðið á um að stjórnarmenn séu óháðir, líkt og gert var þegar fjár- festingarsjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, keypti Skeljung.“ Í umræddu máli voru kaupin leidd af framtakssjóðnum SÍA II, í rekstri Stefnis, en meðal hluthafa voru lífeyrissjóðir, aðrir stofnana- fjárfestar og einkafjárfestar. Í ákvörðun Samkeppniseftir- litsins var tekið fram að vaxandi eignarhlutur lífeyrissjóða í sam- keppnisfyrirtækjum kallaði á um- ræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi. Hætta væri á því að óskýrt eignarhald og takmarkað eigendaaðhald í atvinnufyrir- tækjum gæti leitt til röskunar á samkeppni. Af þeim sökum taldi eftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar og setja samrunanum ýmis stjórnunarleg skilyrði. Í því sambandi má benda á að lífeyrissjóðir eiga um 55 pró- senta beinan hlut í Högum, 53 prósenta hlut í N1 og 39 prósent í Skeljungi, en síðarnefndu félögin tvö eru helsti keppinautar Olís á eldsneytismarkaði. Ákveðið verður á næstu dögum hvort loðnukvótinn verði aukinn á þessari vertíð. Þorsteinn Sig- urðsson, sviðsstjóri uppsjávarlíf- ríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að mælingum rannsókna- skipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar sé lokið. Eru skipin nú á heimleið. „Nú er unnið að sameiningu gagnanna og strax í kjölfarið taka reikningarnir við. Það getur ýmis- legt komið upp sem tefur vinnuna og get ég því ekki svarað því á þess- ari stundu hvenær niðurstöðurnar verða gerðar opinberar,“ segir Þor- steinn. Allt kapp sé lagt á að hraða vinnunni og ættu niðurstöður mælinganna að liggja fyrir á allra næstu dögum. Áðurnefnd rannsóknaskip, ásamt grænlenska veiðiskipinu Polar Amaroq, hafa undanfarna daga mælt stærð loðnustofnsins. Hafrannsóknastofnun hefur þegar upplýst að bráðabirgðaniður- stöður bendi til svipaðs magns kynþroska loðnu og búast mátti við samkvæmt mælingum á stærð stofnsins síðasta haust. Stofnunin tekur þó fram að skekkjumörk í mælingunni séu óvenju mikil en of snemmt sé að draga ályktanir um áhrif þess á endanlega ráðgjöf sem gefin verður. Útgerðir loðnuskipa hafa þegar veitt nálægt helmingi af 126 þús- und tonna upphafskvótanum og er hlutfallið á milli 60 og 70 prósent hjá nokkrum skipum. Útgerðirnar hafa flestar dregið úr sókn á meðan ákvörðunar sjáv- arútvegsráðherra er beðið, enda er ekki mikið eftir að upphaflegum loðnukvóta. Er þess nú beðið með óþreyju hvort kvótinn verði auk- inn og þá hversu mikið. – kij Útgerðir bíða frétta af loðnumælingum Vogunarsjóður heimsþekkta auð- jöfursins George Soros hefur skort- selt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafn- gildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskipta- miðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hluta- bréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun við- komandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félag- inu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku bætti vogunar- sjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunar- sjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016. – kij Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Sérfræðingur í sam- keppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. George Soros. Samkeppniseftir- litinu er umhugað um að samsteypuáhrif og aukin samþætting á mat- vörumarkaði og eldsneytis- markaði verði ekki til þess að torvelda aðgang nýrra keppinauta að þessum mörkuðum. Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samkeppnis- ráðgjöf markaðurinn 1 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f I M M T U D a G U r14 f r é T T I r ∙ f r é T T a b L a ð I ð 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 0 -7 3 5 4 1 E E 0 -7 2 1 8 1 E E 0 -7 0 D C 1 E E 0 -6 F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.