Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 21
21fimmtudagur 18. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR FJÁRMÁLASTJÓRI IGS Öflugur einstaklingur óskast í starf fjármálastjóra hjá IGS.  IGS er alþjóðlegt flugþjónustufyrirtæki í eigu Icelandair Group og skiptist starfsemin í flugafgreiðslu, flugeldhús og fragtafgreiðslu.   Starfslýsing • Daglegur rekstur fjármálasviðs • Ábyrgð á fjárstýringu og greiðsluflæði • Mánaðarleg fjárhagsuppgjör í samstarfi við Fjárvakur • Greiningarvinna og umsjón með upplýsingum til stjórnenda • Kostnaðareftirlit • Undirbúningur og umsjón með rekstraráætlunargerð • Virk þátttaka í stefnumótun • Önnur tilfallandi verkefni sem snúa m.a. að innleiðingu nýrra kerfa og samningagerð Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði fjármála • Reynsla af fjárhagsuppgjörum, kostnaðareftirliti og gerð rekstrar­ áætlana • Færni í greiningum og notkun upplýsingatækni • Jákvætt viðhorf, færni í samskiptum og metnaður til að ná árangri í starfi • Góð íslensku­ og enskukunnátta Umsóknir Fjárvakur Icelandair Shared Services mun sjá um úrvinnslu umsókna. Fjárvakur er dótturfélag Icelandair Group og hefur sérhæft sig í umsjón fjármála fyrir meðalstór og stór fyrirtæki frá árinu 2002.  Umsóknir skal fylla út á heimasíðu Fjárvakurs www.fjarvakur.is undir Laus störf fyrir 29. maí. Nánari upplýsingar gefur mannauðsstjóri Fjárvakurs, Halldóra Katla Guðmundsdóttir, halldora@fjarvakur.is. Öllum umsóknum er svarað og farið er með þær sem trúnaðarmál. IGS ATVINNA þessu lífræna ferli eða hugmyndinni um viðburðarríka staði þá sjáum við strax að þetta eru þau svæði sem ferðamenn hafa í rauninni merkt sem miðbæ og heimamenn líka. Smábáta- höfnin og Duus húsin eru þarna sem menningarmiðstöðvar. Það er grasbali þar sem hátíðarhöld fara fram. Fólk fer á Ungó og fær sér ís. Hvers vegna? Sjórinn trekkir að og sú uppbygging sem hefur átt sér stað á svæðinu virkar að einhverju leyti. Mér er fyrimunað að skilja ástæður þess að við ætlum að draga í land og fylla SBK-reitinn af pínulitlum íbúðum. Líkurnar á því að sú íbúasamsetning sem myndast þar muni leggja eitthvað af mörkum í uppbyggingu miðbæjar eru nær engar. Fólk staldrar stutt við í litlum íbúðum og umgengst svæðið í takt við það. Hví ekki íburðarmeira hús- næði sem fólk býr lengi í, það tengist svæðinu og verður virkara í uppbygg- ingu? Eða blönduð byggð þjónustu og íbúðahúsnæðis? Þannig geta reitirnir tveir kallast á og myndað heildstæðan kjarna við Duus svæðið og sjóinn. Ég tala nú ekki um ef bílaumferð er beint annað á sumrin. Það er vel þekkt stað- reynd að ef þú vilt hindra mannlíf, verslun og uppbyggingu í miðbæ þá skaltu hafa bílaumferð. Ef þú vilt efla mannlif, verslun og uppbyggingu í miðbæ skaltu afmarka bílaumferð. Getum við svo ekki bara farið að tala saman hérna, íbúar, ýmsar fagstéttir, hagsmunaaðilar og stjórnendur í sveitarfélaginu? Lýðræði er líka sam- talið, ekki bara að gefa fólki kost á að svara já eða nei við spurningu og kynna þær hugmyndir sem eru á teikniborðum þeirra sem ráða og sem svo má koma með athugasemdir við. Svo er tónninn bara oft, eða það er a.m.k. mín skynjun: „Sorrí, athuga- semdirnar eru ekki nógu góðar“ eða „Sorrí, það voru bara 4% bæjarbúa sem greiddu atkvæði í ráðgefandi sýndarkosningu.“ Hverjir kunna líka að gera marktækar athugasemdir við skipulagsbreytingum? Og ef lífið gerist hjá manni á þeim tíma þá er allt bara vonlaust og þér að kenna að það sé ekki íbúalýðræði, þú ert ekki nógu virkur. Þetta er vanvirðing við íbúa sem hafa ákaflega fá raunveruleg tækifæri til að móta framtíð sveitar- félagsins. Sveitarfélagið hefur ekki nógu skýra sýn á hvernig samfélag við viljum byggja upp. Við þurftum svo- lítið að byrja upp á nýtt þegar Kaninn og kvótinn fóru. Þá verða ákvarðanir oft illa ígrundaðar og í einhverri ör- væntingu áttum við að verða Detroit Íslands með ég veit ekki hvað margar gerðir af mengandi stóriðju við bæjar- dyrnar og miðbæ í Krossmóa. Það vita það allir sem hafa ræktað garð að ef þú ert ekki með réttan gróður fyrir rækt- unarskilyrðin í þínum garði þá eyðir þú tíma þínum og peningum í að berjast við að halda lífi í hálfdauðum plöntum sem aldrei verður eitthvað úr. Gefst svo upp að lokum og hellu- leggur draslið. Mér finnst við Kefl- víkingar vera að átta okkur á því að við viljum ekki vera sólblóm í skuggabeði í Sunny Kef.“ Eysteinn Eyjólfsson Formaður umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjanesbæjar Þétting byggðar og líf í miðbæinn ■ Eysteinn segir það vera keppikefli sitt á þessu kjörtí- imabili að tryggja íbúum Reykjanes- bæjar sem mesta og besta aðkomu að skipulagsmálum – og segist þeirrar skoðunar að því fleiri sem koma að því að móta bæ- inn okkar til framtíðar, því betra. Hefur verið unnin heildræn stefna um miðbæinn og hvaða áherslur liggja til grundvallar? „Við höfum nýlokið við endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar sem hófst á íbúaþingi í september 2015 þar sem hugmyndir íbúanna, m.a. um þéttingu byggðar, gáfu Umhverfis- og skipulagsráði tóninn inn í skipulags- vinnuna. Vinnutilaga var síðan lögð fyrir fyrir íbúafund í sumarbyrjun 2016 og auglýst var eftir athuga- semdum síðasta haust sem stýrihópur vann síðan úr með góðri hjálp starfs- manna USK og annarra fagmanna og lagði til fyrir bæjarstjórn sem sam- þykkti. Ekki komu hugmyndir fram við endurskoðun aðalskipulagsins um að breyta skipulagsáherslum miðbæjar- ins okkar en á síðasta kjörtímabili var deiliskipulag samþykkt fyrir Grófar- svæðið og smábátahöfnina sem m.a. gerði ráð fyrir áframhaldandi upp- byggingu DUUS húsanna. Uppbygg- ingin hefur haldið áfram og Gamla búð við Keflavíkurtúnið er taka á sig sína fyrri mynd. Næsta skrefið að mínu mati ætti að vera að fara í fornleifauppgröft á tóftunum á Kefla- víkurtúninu og gera í framhaldinu vandaða umgjörð um þær.“ Hvernig sjá bæjaryfirvöld fyrir sér uppbyggingu á þessum reit? „Endurbygging Fishershúss hefur líka ekki farið framhjá neinum en það verður glæsilegra með hverjum degi. Auk þess er verið að rífa fiskverkunar- hús frá miðri síðustu öld á reitnum en þess gætt að hrófla ekki við sögulegum minjum eins og steingarðinum sem H.P. Duus reisti. Metnaðarfullar hug- myndir hafa verið reifaðar um upp- bygggingu á þjónustu- og menningar- tengdri starfsemi á Fisherstorfunni í húsum sem taki mið af byggarstíl Gamla bæjarins í gömlu Keflavík þar fyrir ofan. Mér hugnast þær hug- myndir vel og tel að lóðareigandi, Reykjanesbær, ætti að standa fyrir opinni hönnunarsamkeppni um reit- inn og tryggja að þar þrífist fjölbreytt menningar- og þjónustustarfsemi. Sem kunnugt er þá hafa einkaaðilar sem eiga lóðina að Hafnargötu 12 áform uppi um að byggja þar íbúðir. Þeir fengu leyfi hjá USK að setja í auglýsingu hugmyndir sínar um upp- byggingu á lóðinni að því gefnu að þeir héldu kynningarfund fyrir íbúa. Miklar og margar athugasemdir bárust frá íbúum og ráðið hafnaði í kjölfarið tillögunum. Í framhaldinu þá setti USK nánari deiliskipulags- skilmála fyrir lóðina sem tóku mið af athugasemdunum frá íbúum og opin- berum stofnunum. Fram eru komnar nýjar tillögur sem gera ráð fyrir bygg- ingarstíl í samræmi við aðra byggð í nágrenninu og helmingi færri íbúðir og hafa þær verið auglýstar. Sem fyrr hvet ég sem flesta bæjarbúa að skoða tillöguna á reykjanesbaer.is og senda inn athugasemdir. Ég er þeirrar skoðunar að bygg- ing smærri íbúða í hóflega magni á þessum reit í samræmi við ríkjandi byggðamynstur komi til móts við óskir um þéttingu byggðar og færi líf í miðbæinn. Íbúðauppbygging á þessum reit rími líka vel við upp- byggingu menningar- og þjónustu á Fisherstorfu og við Keflavíkurtúnið. Samhliða þessu væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi og reisa lágræsta dælistöð fyrir holræsakerfið í Bakka- lág við miðbik Keflavíkurinnar sem nýst gæti einnig sem svið á Ljósnótt og öðrum hátíðum. Svo fikrum við okkur upp Hafnargötuna og höldum áfram að flikka upp á hana og taka auðu svæðin á henni í fóstur og glæða hana lífi.“ Hafnargata 12 þar sem áður var aðalrútubílastöð Keflavíkur og helsta samgöngumiðstöð milli Kefla- víkur og Reykjavíkur. HEFUR ÞÚ BRENNANDI ÁHUGA Á AÐ LÆRA MATREIÐSLU? Ef svo er þá erum við hjá MENU veitingum að leita eftir nemum í matreiðslu Allar nánari upplýsingar í símum 4214797 & 7829682 eða johann@menu4u.is Erum einnig að leita eftir aðstoðarfólki í eldhús okkar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.