Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 18. maí 2017VÍKURFRÉTTIR REYKJANESBÆR Miðasala við innganginn og á hljomaholl.is Vilja ná til ungra vélhjólakappa ■ Bifhjólaklúbburinn Ernir stendur fyrir forvarnardegi við félagsheim- ili sitt á Ásbrú nk. laugardag kl. 10. Markmið dagsins er að vera með for- varnir og fræðslu um öryggismál. „Nú eru hjólin að koma út á göturnar eftir veturinn og því skiptir það miklu máli að vera með fræðslu um for- varnir á þessum tímapunkti,“ sagði Óskar Húnfjörð formaður Arna. „Við leggjum mikla áherslu á að ná til ungl- inga og þeirra sem eru á minni hjól- unum og benda þeim á að búnaður- inn skiptir máli. Allir eru velkomnir sem áhuga hafa á mótorhjólum og ég vil hvetja þá til að taka félaga sína með sér,“ sagði Óskar. Lögreglan á Suðurnesjum og Bruna- varnir Suðurnesja taka þátt í deginum. Þá styðja VÍS, Íslandsbanki, og Inn- ness viðburðinn. Víkurfréttir er sam- starfsaðili klúbbsins á Forvarnardeg- inum. Klúbburinn hefur það markmið að auka öryggi hjólafólks og vilja klúbb- meðlimir sýna gott fordæmi og reyna að ná til yngri hópanna sem vafalaust verða hjólamenn framtíðarinnar. Sjúkraflutningamenn sýna viðbrögð við komu að slysi bifhjólamanns og sett verður upp æfingabraut þar sem hægt er að æfa akstur á hjólunum. Sýnt verður nýjasta öryggisvestið fyrir hjólamenn. Í hádeginu verður boðið upp á grill- aðar pylsur og gos í boði Atlantsolíu. „Þetta verður skemmtilegt og fræð- andi fyrir alla sem vilja koma til okkar á laugardaginn sagði,“ Óskar að lokum. Háskólalestin í Sandgerði ●● Nemendur●Grunnskólans●í●Sandgerði●sóttu●meðal● annars●námskeið●í●japönsku●og●vindmyllusmíði Háskólalestin staldraði við í Grunn- skólanum í Sandgerði síðasta föstudag. Þar var boðið upp á ýmis námskeið í Háskóla unga fólksins fyrir nemendur í elstu bekkjum. Í boði voru námskeið í blaða- og fréttamennsku, eðlisfræði, efnafræði, japönsku, jarðfræði, leik að hljóði, leyndardómum miðalda- handrita, stjörnufræði, tómstunda- og félagsmálafræði og vindmyllusmíði. Vísindaveislu var slegið upp í skól- anum á laugardag þar sem allir voru velkomnir. Rannsóknasetur Há- skóla Íslands í Sandgerði tók þátt í veislunni en gestir gátu skoðað kynja- verjur úr hafdjúpunum, spreytt sig á alls kyns þrautum, tækjum og tólum, kynnt sér japanska tungu, ferðast um himingeiminn í stjörnutjaldinu, kynnst undrum efnafræðinnar, prófað vindmyllusmíði og gert ýmis konar óvæntar uppgötvanir. Háskólalestin hefur heimsótt hátt í 30 staði víða um land frá því að henni var ýtt af stað á aldarafmælisári Háskóla Íslands árið 2011. Lestin brunar nú um landið sjöunda árið í röð. Með viljann að vopni er allt hægt ●● Már●Gunnarsson●sló●í●gegn●í●auglýsingu●Lottó Keflvíkingurinn Már Gunnarson lék á dögunum í auglýsingu Lottó, sem er í grunninn byggð á hans eigin ævi, en Már er blindur. „Ég fæddist með betri sjón en ég er með núna en henni fór versnandi með aldrinum. Ég fór að finna það svolítið að ég gæti ekki tekið þátt í öllu því sem aðrir voru að gera, íþróttum og öðru. Ég gat ekk- ert farið í fótbolta eða körfubolta þó ég hefði viljað það.“ Undanfarin ár hefur Már æft sund af miklu kappi, sett fjölda Íslandsmeta og keppt fyrir Íslands hönd á stórmótum. Már lítur hins vegar ekki á sjónskerð- inguna sem fötlun og segir allt hægt með viljann að vopni. „Maður þarf bara að hafa mikinn áhuga og metnað fyrir því sem maður er að gera,“ segir Már sem hefur spilað á píanó í tíu ár og segist lifa fyrir það að semja og spila sín eigin lög. fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 Stilltu á Hringbraut

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.