Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 20
20 fimmtudagur 18. maí 2017VÍKURFRÉTTIR   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ KL. 20 Í kvöld eru árlegir vortónleikar Eldeyjar, kórs eldri borgara á Suður- nesjum, eða „krúttkórs“ Arnórs B. Vilbergssonar. Tónleikarnir fara fram í Kirkjulundi og er aðgangseyrir er 1000 kr. en enginn posi er á staðnum. Það fá allir góða stund og gleði í sálu við að sjá og heyra Eldey syngja. Verið öll velkomin.  SUNNUDAGUR 21. MAÍ KL. 11 Þennan morgun ætlum við að vera með helgistund og sunnudagskóla í Hvalsneskirkju. Gefa fróðleik um þennan merka helgidóm, um sr. Hallgrím Pétursson sem þar þjónaði. Biblíusaga og bæn eru fastir liðir eins og venjulega. Boðið verður uppá kaffisopa og kökubita. Þangað til við hittumst á Hvalsnesi megið þið leggja í bæn að við fáum blítt og gott veður svo við getum snætt utandyra. Vonumst til að sjá ykkur öll, eldri sem yngri.  Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu og skipulag í miðbæ Reykjanesbæjar og má þar nefna reiti við Fischershús og Hafnargötu 12. Þá hefur verslun við Hafnargötuna dalað á sama tíma og straumur ferðamanna hefur verið að aukast. Þá kviknar sú spurning hvernig miðbæ íbúar vilja. Hvar er miðbærinn? Að vissu leyti hefur hann færst til þar sem verslun og þjónusta hefur færst nær gömlu bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur. Þá er Reyk- janesbær orðið stórt bæjarfélag og áhersla hefur að undanförnu verið lögð á íbúakjarna utan við miðbæ eins og á Ásbrú og í Innri Njarðvík. Nú er hugsanlega tækifæri til þess að líta inn að miðjunni þar sem ímynd sveitarfélagsins er sköpuð og þorpið verður til. Reynslan hefur sýnt að miðbær er alltaf hluti af elstu byggð og tengist sterkt verslun sem hefur verið á Hafnargötunni og við þekkjum það flest að þangað leitum við þegar við ferðumst erlendis. En spurningin er, hvernig er hægt að styrkja þessa miðju svo úr verði raunverulegur miðbær? Við fengum þrjá aðila með ólík sjónarhorn til þess að ræða mótun miðbæjar en það eru arkitektinn Jón Stefán Einarsson, Eydís Henze, íbúi í gamla bænum, og Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Jón Stefán Einarsson Arkitekt Miðbærinn er sam- eiginlegt verkefni okkar allra ■ Jón Stefán Ein- arsson starfar hjá Batteríinu og vinnur nú að hönnun við u p p b y g g i n g u á Laugarvegsreitnum í Reykjavík sem er eitt umfangsmesta verkefni við þéttingu byggðar sem um getur í miðborg Reykjavíkur. Hann segir mikilvægt að horft sé á miðbæinn sem heilsteypt verkefni og að þar búi verðmæti. „Miðbær eða miðja verslunar, þjón- ustu og menningar er nauðsynlegur hluti af umhverfi manneskjunnar, þar sem við erum í grunninn félagsverur og byggjum samfélag okkar á sam- skiptum, hvort sem um er að ræða vörur, þekkingu eða skemmtun. Ekki ólíkt forfeðrum okkar sem settust saman við eldstæðið og mynduðu grunninn.” Verður miðbær ekki bara til af sjálfu sér? „Í upphafi var mótun hans tilviljunar- kennd, þar sem byggingar voru reistar í kringum verslunarmiðju. Í dag erum við kominn aðeins lengra, þar sem skipulag umhverfis okkar er unnið út frá margþættu kerfi eins og land- skipulagsstefnu í svæðiskipulagi, aðal- skipulagi og að lokum deiliskipulagi. Tilgangurinn með þessari þróun, er að vanda vel til verka með því að gefa ólíkum aðilum tækifæri til að hafa áhrif á mótun umhverfis síns. Sumir segja lítið varið í miðbæinn- hvað segir þú? „Sem heimamaður verð ég að segja að miðbærinn er mér mjög kær og að vissu leyti er hann hrífandi, en hann hefur vantað athyglina í stækkandi byggðafélagi, sem er eðlilegt þar sem fókusinn getur ekki verið á öllum stöðum í einu. Kannski er það kostur, þar sem við höfum enn möguleika á að móta hann inná við en við verðum að athuga að við erum uppi á tímum þar sem hlutirnir geta breyst hratt. Ekki fyrir alltof löngu var miðbærinn nán- ast aðeins staður þeirra sem bjuggu í bæjarfélaginu, en með auknum fjölda innlendra gesta og ferðamanna hefur miðbærinn aukið verðmæti sitt sem skapar mikið sóknarfæri fyrir bæjar- félagið.“ Hvað áherslur voru lagðar í þéttingu byggðar í þeim verkefnum sem þú hefur komið að? „Ég myndi segja að við værum mest spenntir að finna tengingar við ein- kenni staðarins og gera þeim hátt undir höfðu. Ekki endilega að gera nákvæmar eftirlíkingar af því sem var, heldur móta nýjar byggingar eða byggðamynstur sem tekur mið af því umhverfi sem fyrir er og sögu staðarins. Það er nefnilega svo margt skemmtilegt sem er hægt að nýta aftur sem minnir á rómantík eldri mið- bæja.“ Hver eru helstu mistökin sem gerð eru í miðbæjarskipulagi? „Ég myndi telja að það sé skilnings- leysi á verðmæti staðarins, rangur fókus og feimni við skilmála er varðar upplifun staðarins sem er undirstaða hönnunar td. staðarandi, umlyking, mannlegur skali og margbreytileiki.“ Hver er sérstaða miðbæjarins í Keflavík og hvernig á að skipuleggja hann? „Hólmsbergið og elsti hluti bæjar- ins, gamli bærinn, er mikilvægur sem hluti staðarímyndar Reykjanesbæjar, það er að segja menningarlegri sér- stöðu bæjarins og íbúa hans. Hann er sameiginlegt verkefni okkar allra, hann er miðjan í bæjarfélaginu okkar en ekki staður sumra. Setja þarf saman þverfaglegan hóp ráðgjafa sem vinnur með íbúum og öðrum hagsmunaðilum í að móta stefnu og markmið til að styrkja miðbæinn. Nú er verið að skipu- leggja litla reiti sem er varhugavert ef heildarmynd er ekki til staðar. Við þurfum að hafa stefnu um það hvað miðbærinn okkar á að gera og setja okkur markmið, eftir það er hægt að hleypa einstökum aðilum inn en að mínu mati tekur Aðalskipulag ekki nógu vel á þessu. Við viljum þétta byggð en við viljum ekki bara standa uppi með eitthvað sem er þétt heldur eitthvað sem er hluti af okkar sam- félagi og við getum séð okkur í. Mið- bærinn er eitthvað sem tilheyrir okkur öllum, hann skapar ásýnd okkar og gefur okkur karakter.“ Eydís Henze Íbúi í gamla bænum Við viljum ekki vera sólblóm í skuggabeði ■ E y d í s H e n z e flutti fyrir nokkru í gamla bæinn þar sem hún býr með eiginmanni sínum Guðmundi Bjarna S i g u r ð s s y n i o g f j ór u m b ör n u m . Hún segir staðarblæinn þar einstak- an og ævintýralegan enda búi þar fólk sem hefur það að lífsviðurværi sínu að hugsa út fyrir kassann. Hvernig miðbæ vilt þú sjá? og af hverju? „Ég vil að sjálfsögðu sjá öflugri og meira lifandi miðbæ og mig grunar að allir sveitungar mínir deili þeirri skoðun með mér. Við þekkjum það vel þegar við ferðumst til annarra bæja, innanlands eða utan, hvað það er gaman að vera á miðbæjarsvæði þar sem hlutir gerast. Þar sem hægt er að setjast niður og fylgjast með mann- lífinu. Systir mín sem hefur lagt stund á kandídatsnám í ferðamálafræðum við Kaupmannahafnarháskóla talar oft um staði sem viðburðarríka og hins vegar staði með viðburðum. Við- burðarríkir staðir eiga það alla jafna sameiginlegt að vera hannaðir þann- ig að fólk geti auðveldlega safnast saman, ungir jafnt sem aldnir og í kjölfarið myndast ákveðnar forsendur til þess að menningin vaxi. Staðir með viðburði hafa ekki þessa lífrænu hvata til að þroska menninguna og mannlífið - það þarf sífellt að stýra allri menningu. Mér finnst Reykja- nesbær vera gott dæmi um það síðara: Hér er ógrynni af söfnum. En það eru fáir á ferli og menningarstarfið hefur því ekki eins lífrænan farveg og ella. Við höfum engin torg, ekk- ert eiginlegt miðbæjarsvæði sem er laust við bílaumferð. Síðasta sumar fórum við fjölskyldan til Ítalíu og þar iðaði allt af mannlífi, meira að segja í litlu fjallaþorpunum því þar voru torg eða piazza. Það voru veitingahús við torgin en líka bekkir þannig að fólk gat tyllt sér og börnin hlupu um og léku sér. Það var dásamlegt og maður hafði á tilfinningunni að allt gæti gerst, hvað úr hverju. Öflugri miðbær getur veitt svo mörgum meiri gleði og við getum verið stoltari af umhverfinu okkar. Sem sálfræðinemi verð ég að slá því föstu að þau rök fyrir slíkri uppbyggingu eru góð og gild. Meiri gleði takk!“. Hvers vegna valdir þú þessa stað- setningu þegar þú keyptir þér hús, af hverju viltu búa í þessu hverfi? „Það eru svo ótal margar ástæður fyrir því og þar held ég að þær flest- ar vegi jafn þungt. Sem íbúi í gamla bænum ertu í návígi við allt nema þennan misheppnaða miðbæ sem átti að byggja upp í Krossmóanum. Mér finnst yndislegt að heyra í fólki seint á laugardagskvöldi vera að rölta áleiðis á skemmtistaði bæjarins, að vera svona mikill hluti af Ljósanætur- hátíðinni og að vita af bæði ferða- mönnum og heimamönnum rölta hérna um og virða fyrir sér húsin og söguna. Möguleikarnir á menningar- tengdri uppbyggingu hérna eru líka svo margir og ég bíð alltaf spennt eftir að eitthvað meira gerist í þeim málum, að svæðið opnist meira og að það myndist alvöru miðbæjarkjarni hérna. Og svo leikur enginn vafi á því að hérna í gamla bænum býr rétta fólkið, bæði til að taka þátt í menn- ingartengdri uppbyggingu en líka fólk sem mun njóta hennar og elska að hafa þetta líf í kringum sig. Ég hef aldrei á ævinni kynnst svona hverfi og vissi hreinlega ekki að þau væru til á Íslandi, staðblærinn í hverfinu er ævintýralegur. Það er kannski líka vegna þess að hérna er svo mikið af fólki sem hefur það að lífsviðurværi sínu að hugsa út fyrir kassann, hugsa upp nýja nálgun og lausnir, vera skap- andi. Svo er það sagan í hverfinu og ég held að það sé einhver taug innra með mér sem vil þakka Keflavík fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér þegar ég flutti hingað sem unglingur og þess vegna vil ég taka þátt í að varðveita og þróa söguna. Svo er líka betra veður hérna og þeir greinilega vissu það sem námu hérna land að þetta væri besti bletturinn. Engir aukvisar sem voru hér á ferð.“ Hvað finnst þér að bæjaryfirvöld eigi að hafa í huga við skipulag? „Fyrst og fremst að hafa skipulags- vinnuna þverfaglegri. Við það eru mun meiri líkur á að hægt verði að sameina ólík sjónarhorn og þarfir gesta og íbúa. Á undanförnum árum og áratugum hafa hugfræði og aðrir angar sálfræðinnar komið mjög sterkir inn í hönnun og skipulag umhverfis. Upplifun er t.d. alveg jafn mikilvægur hluti skipulags og allir aðrir þættir. Ef við tölum t.d. um uppbyggingu á SBK-reit og Fischers-reit þá verð ég að játa að mér finnst vanta heildræna framtíðarsýn. Ef við skoðum það útfrá Hvernig miðbæ? Unnar hafa verið tillögur að skipulagi Fischersreits- ins þar sem m.a. er gert ráð fyrir hóteli, veitinga- rekstri og menningarstarfsemi en stefnt er að opinni hönnunarsamkeppni um reitinn. Fimmtudagskvöld kl. 20:00

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.