Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 18. maí 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 Hringbraut 99 - 577 1150 Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00. Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarks- verði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi. APÓTEK SUÐURNESJA KYNNIR NÝJAR HÚÐVÖRUR FRÁ BIO MIRACLE 30% KYNNINGARAFSLÁTTUR Framkvæmdir við gatnagerð í Vogum hafnar ●● Forseti●bæjarstjórnar●tók● fyrstu●skóflustunguna Hafnar eru framkvæmdir við gatna- gerð á miðbæjarsvæðinu í Vogum, en samið var við Jón og Margeir ehf. í Grindavík. Mörg ár eru síðan síðast var unnið að gatnagerð nýs hverfis í Vogunum. Ingþór Guðmundsson, forseti bæjar- stjórnar, tók fyrstu skóflustunguna. Að henni lokinni tók hann einn- ig fyrstu skóflustunguna í gröfu, en Ingþór hefur meðal annars réttindi á stórvirkum vinnuvélum. Verklokin verða seint í sumar og lóðum undir einbýlishús, parhús og fjölbýlishús úthlutað. Fjórar nýjar götur á svokölluðu mið- bæjarsvæði í Vogum hafa fengið nöfn. Göturnar munu bera nöfnin Skyggnisholt, Breiðuholt, Lyngholt og Keilisholt. Umhverfis- og skipulags- nefnd Voga hefur samþykkt tillögu Oktavíu Ragnarsdóttur um nöfnin. Gatnagerðin í nýju hverfi í Vogum er hafin. Myndin var teknin sl. mánudag með flygildi. VF-mynd: Hilmar Bragi Skólamatur ehf. mun áfram sjá um hádegismat í grunnskólum Reykjanesbæjar Í vikunni var undirritaður samn- ingur á milli Reykjanesbæjar og Skólamatar ehf. um framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunn- skóla Reykjanesbæjar að undan- gengnu útboði sem Ríkiskaup hafði umsjón með. Undirritunin fór fram í Njarðvíkurskóla á matmálstíma. Tvö tilboð bárust, annað frá ISS Ís- land ehf. að upphæð kr. 624.832.598.- og hitt frá Skólamat ehf. að upphæð kr. 567.171.765. Kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar var kr. 658.148.291. Samningurinn er til 3 ára með mögu- leika á framlengingu 2 x 1 ár eða að hámarki til 5 ára. Ávinningur af þessu útboði miðað við 3 ára samning er því kr. 90.976.526.- eða um 14%. Bæði tilboðin voru undir kostnaðaráætlun. Skólamatur ehf. var með eldri samn- inginn og mun því áfram sinna grunnskólum í Reykjanesbæ og hefur samstarfið gengið mjög vel á undan- förnum árum. Höfnuðu 320 milljóna króna tilboði í Ramma ●● áður●komið●tilboð●upp●á●340●milljónir● sem●ekki●tókst●að●fjármagna Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað kauptilboði í Seylubraut 1 í Innri Njarðvík. Um er að ræða húsnæði sem kennt er við Ramma og hýsir í dag safngeymslur Byggðasafns Reykjaness og slökkviliðsminja- safn. Brunabótamat hússins er 444,6 milljónir króna en fasteignamatið 175 milljónir króna. Tilboðið hljóðaði upp á 320 milljónir með skilyrðum. Því var hafnað, m.a. á grundvelli skilyrða, segir í svari Reykjanesbæjar við fyrirspurn blaðsins. Fyrr hafði til- boð upp á 340 milljónir borist í eignina, en kaupin náðu ekki í gegn vegna erfiðleika við fjármögnun. Fjórir aðilar hafa sýnt eigninni áhuga, sem nú er til sölu hjá öllum fasteignasölum í Reykjanesbæ. Heildarstærð hússins er liðlega 4000 fermetrar. Húsið er í þremur fastanúmerum sem eru iðnaðar- hús upp á 1044,5m², iðnaðar- hús og sérhæfð bygging samtals 2879,1m², þar af 260m² milliloft. Skrifstofa samtals 168m². Húsið verður selt sem ein fasteign. Húsið er á 14.490m2 leigulóð á frábærum stað við Reykjanesbrautina. Í aug- lýsingu fyrir fasteignina er sagt: „Húnæðið er tilvalið fyrir m.a. stórmarkað, byggingavöruverslun eða bílaleigu. Staðsetningin er með besta auglýsingagildi sem hægt er að fá í Reykjanesbæ, allir sem koma og fara úr landinu aka fram hjá húsinu“. Frá undirritun og handsali samningsins í Njarðvíkurskóla. F.v. Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamatar (standandi), Axel Jónsson eigandi Skólamatar, Fanney Axelsdóttir mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, ásamt nemendum í Njarðvíkurskóla. Seinkun á tölvu- leikjanámi Keilis ●● Menntamálaráðuneytið●ekki● áhugasamt Ekki stendur lengur til að bjóða upp á nám á tölvuleikjabraut hjá Keili á Ásbrú í haust. Stefnt hafði verið að opnun tölvuleikjabrautarinnar undan- farna mánuði, en um er að ræða þriggja ára nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og átti námið að hefjast í haust. Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis, sagði í samtali við Morgunblaðið að menntamálaráðu- neytið hefði ekki verið jafn áhugasamt um námsbrautina og atvinnulífið og væntanlegir nemendur. Þá segir hann einnig að um 40 manns hafi lýst yfir áhuga á því að hefja nám við náms- brautina, en að óvíst sé nú á hvaða mið það fólk rói, en þetta nám er ekki í boði í öðrum framhaldsskólum landsins. Til að bregðast við eftirspurn fyrirtækja um menntað fólk innan geirans, sem og áhuga ungs fólks á náminu, höfðu starfs- menn Keilis, í samstarfi við CCP og aðra tölvuleikjaframleiðendur á Íslandi, ásamt Samtökum leikjaframleiðenda og alþjóð- legum skólum í tölvuleikjagerð unnið að þróun námsins. Arnbjörn segir það áhyggjuefni að kerfið þurfi að taka sér langan tíma til að svara erindum, einn- ig að starfsemi tölvuleikjafyrirtækja sé mjög vaxandi atvinnugrein en þau vanti hins vegar starfsfólk, sem nú komi í vax- andi mæli frá útlöndum. „Atvinnulífið er í stöðugri framþróun og verður sífellt kvikara. Á meðan virðist kerfið enn vera svifaseint og lengi að bregðast við nýjum kröfum og þörfum atvinnulífsins.“ Fimmtudagskvöld kl. 20:00 Seylubraut 1, gamli Rammi, er fremst á myndinni. „Staðsetningin er með besta auglýsingagildi sem hægt er að fá í Reykjanesbæ,“ segir í fasteignaauglýsingu. VF-mynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.