Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 18. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Stóru-Vogaskóli er staðsettur við mikla fjöru í lygnri vík, Vogavík. Þar er því einstakt tækifæri til að efla útikennslu og náttúruupplifun en á undanförnum árum hefur úti- kennsla við skólann verið aukin sem viðbót við fjölbreytta kennsluhætti. Einn liður í útikennslu við Stóru- Vogaskóla er valfag í kajakróðri. Í kajaktímum er öryggið í fyrirrúmi og fara því alltaf tveir kennarar í róður með hverjum hópi. Kajak- tímarnir eru valfög á unglingastigi og hafa notið vinsælda, enda kær- komin tilbreyting frá inniveru og bókalestri. „Nemendur hafa tekið því vel að geta valið sér skemmti- legt fag úti í náttúrunni. Fagið er hluti af þeirri auknu áherslu sem víða er verið að leggja á útikennslu. Stóru-Vogaskóli er staðsettur við þessa frábæru fjöru og Stapann og hefur fallega umgjörð frá nátt- úrunnar hendi,“ segir Hilmar E. Sveinbjörnsson, kennari við Stóru- Vogaskóla. Aðeins eru um 50 metrar frá Stóru- Vogaskóla niður í fjöru svo að það er ekki langt að fara í róður. Sökum veð- urs er ekki hægt að sigla allt skólaárið um kring. Fyrstu tvo, þrjá mánuðina á haustin er róið og svo aftur tvo, þrjá síðustu á vorin. „Þetta fer líka alltaf eftir veðrinu. Þumalputtareglan hjá okkur er að ef það er hvítt í öldunni er vindur of mikill til að róa. Þá ráða sumir krakkarnir illa við bátana. Sömuleiðis þarf að taka tillit til þess hvort það sé vindur af landi eða sjó,“ segir Hilmar. Yfirleitt rær hópurinn í fjörunni, nálægt landi og út að Stapa. Ef aðstæður leyfa er farið aðeins utar og þá jafnvel til að renna fyrir fisk. Það voru fjórir kennarar við Stóru- Vogaskóla sem upphaflega fengu hugmyndina að því að bjóða upp á kajak sem valfag. Þeir vinna sjálfir að fjáröflun fyrir kaupum á kajökum og búnaði. Að sögn Hilmars hafa bæði Stóru-Vogaskóli og sveitarfélagið Vogar sýnt málefninu stuðning. Enn vanti þó talsvert upp á svo að vel megi við una. Til þessa hafa nokkur fyrir- tæki í Vogum styrkt verkefnið. Fyrir- tækin eru Beitir, Nesbú og Þorbjörn. Vill Hilmar fyrir hönd kajakræðara færa þeim bestu þakkir fyrir. Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Nú þjónustum við Suðurnesin Vantar þig heyrnartæki? Árni Hafstað heyrnarfræðingur mun bjóða upp á heyrnarmælingar og ráðgjöf á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Mikið úrval af vönduðum heyrnartækjum. Starfsmenn í sumardagvistun fatlaðra barna Þroskaþjálfi Aðstoðarleikskólastjóri Kennarar Leiðbeinandi í myndlist Deildarstjóri yngra stigs Leikskólakennari Þroskaþjálfi Leikskólakennari Umönnunarstarf fatlaðra barna Umsjónarkennari á miðstigi Kennari Umsjónarkennsla á mið- og yngsta stigi LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykja- nesbær - laus störf. ÖSPIN HOLTASKÓLI LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL HÁALEITISSKÓLI LISTASKÓLI BARNA HEIÐARSKÓLI LEIKSKÓLINN TJARNARSEL HEIÐARSKÓLI LEIKSKÓLINN HOLT MÁLEFNI FATLAÐS FÓLKS HOLTASKÓLI HEIÐARSKÓLI AKURSKÓLI VIÐBURÐIR HVATNINGARVERÐLAUN FRÆÐSLURÁÐS Opnað hefur verið fyrir árlegar tilnefningar til hvatningarverðlauna fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Form fyrir tilnefningu er að finna á vef Reykjanesbæjar (undir Auglýsingar). FRAMHALDSPRÓFS- OG BURTFARARTÓNLEIKAR Díana Lind Monzon heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika í söng frá Rytmískri deild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Stapa sunnudaginn 21. maí kl. 20:30. Með henni leika hryn- og blásarasveit. FJÖRUG DAGSKRÁ Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Laugardaginn 20. maí verður Notaleg sögustund á ensku kl. 11:30. Frá kl. 12-14 sama dag verður Hjólreiðaverkstæði Helga á staðnum og yfirfer hjól fjölskyldunnar fyrir sumarið. Allir hjartanlega velkomnir. SUMAR Í REYKJANESBÆ Vefurinn Sumar í Reykjanesbæ hefur verið opnaður á slóðinni sumar. rnb.is. Þar er að finna tómstundir og afþreyingu fyrir börn í sumar. Nýta sjóinn sem útikennslustofu ●● Boðið●er●upp●á●kajakróður●í●Stóru-Voga Nemendur ásamt kennurum, þeim Hilmari E. Sveinbjörns- syni og Marc André Portal. VF-mynd/dagnyhulda

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.