Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 18. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Kornið bakarí leitar eftir starfsfólki í afgreiðslu í Fitjum Reykjanesbæ. Við leitum að duglegum og kraftmiklum einstaklingum með ríka þjónustulund. Vinnutími er eftir samkomulagi. Hæfniskröfur: Reynsla af afgreiðslustörfum er kostur Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri Snyrtimennska og stundvísi Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst Umsóknir sendist á umsokn@kornid.is SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Festa lífeyrissjóður óskar eftir að ráða í almennt skrifstofustarf Starfssvið • Færsla iðgjalda- og fjárhagsbókhalds • Afstemmingar reikninga • Almenn afgreiðsla og símsvörun • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af bókhaldi skilyrði • Hæfni í mannlegum samskiptum • Góð íslensku- og enskukunnátta Upplýsingar veitir: Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 25. maí nk. Festa lífeyrissjóður er tíundi stærsti lífeyrissjóður landsins með tæplega 18.000 greiðandi sjóðfélaga og rúmlega 8.000 lífeyrisþega. Heildareignir sjóðsins nema rúmlega 123 milljörðum króna. Sjóðurinn starfar í tveimur deildum, aldurstengdri samtryggingardeild og séreignardeild. Hjá sjóðnum starfa 12 starfsmenn. Aðalskrifstofa sjóðsins er í Reykjanesbæ. Snyrtivöruverslunin Daría flytur um set á Hafnargötunni Snyrtivöruverslunin Daría flutti nýverið um set í Keflavík og hefur nú opnað á nýjum stað við Hafnar- götu 29. Daría er eina sérverslunin með snyrtivörur á Suðurnesjum en eigandi verslunarinnar er Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir. Hún segir að viðskiptavinirnir séu á öllum aldri en þann 6. maí síðast- liðinn var opnunarpartý haldið í nýja húsnæðinu þar sem mörgum „snöpp- urum“ var boðið. „Partýið gekk mjög vel. Það komu mjög margir. Við kynntum nýtt snyrtivörumerki sem heitir PÜR og er mjög vinsælt á Yo- utube og meðal Hollywood leikara,“ segir hún, en auk þess selur hún fjöldan allan af öðrum vörum frá fleiri snyrtivörumerkjum. Jóhanna heldur úti Snapchat aðgangi fyrir verslunina en fyrir áhugasama er það daria.is. „Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir, eigandi Daríu.“ Ný málningarvöruverslun í Reykjanesbæ Færa sig nær viðskiptavinunum Slippfélagið opnaði nýja málningar- vöruverslun í Reykjanesbæ 21. apríl síðastliðinn. Verslunin er staðsett við Hafnargötu 54 í Keflavík. Þetta er fimmta verslun Slippfélagsins en tvær verslanir eru í Reykjavík, ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri. Ástæða Slippfélagsins fyrir opnun verslunarinnar í Reykjanesbæ er sú að auka þjónustuna við viðskipta- vini á svæðinu. „Við höfum í gegnum tíðina haft tryggan hóp viðskiptavina af Suður- nesjum og erum því að færa þjónust- una nær þeim. Við höfum líka mikla trú á svæðinu og þeirri uppbyggingu sem á sér stað hér,“ segir Þröstur Ing- varsson, sölustjóri Slippfélagsins. Verslunin í Reykjanesbæ er með öllum almennum málningarvörum. Boðið er upp á hágæða inni- og úti- málningu, ásamt iðnaðarmálningu. Reyndir starfsmenn starfa í verslun- inni í Reykjanesbæ, þeir Eðvald Heimisson, málari og verslunarstjóri, og Benjamín Friðriksson. Þeir hafa báðir áralanga reynslu af málningar- vinnu og sölustörfum. Verslunin verður opin á virkum dögum á milli klukkan 8 og 18 og frá 10 til 14 á laugardögum. Þröstur og Eðvald að störfum í versluninni. Gott úrval af málningarvörum í versluninni. Séð inn í verslun Slippfélagsins að Hafnargötu 54. Reykjanesbær snýr vörn í sókn varðandi heilsu íbúa ■ Reykjanesbær er í mikilli sókn og var íbúafjölgun hér í fyrra sú mesta á landinu. Reykjanesbær er meðal annars þekktur fyrir mikil afrek á sviði íþrótta og menningar en skólar í sveitarfélaginu hafa verið sigursælir í Skóla- hreysti undanfarin ár og aðstaða til íþróttaiðkunar verið með því besta sem gerist á landinu. Þó er það svo að heilsufarsleg útkoma íbúa á Suðurnesjum kom mis vel út úr samanburðartölum lýðheilsuvísa Embættis landlæknis. Í kjölfarið ákvað Reykjanesbær að gerast aðili að verkefninu Heilsueflandi Samfélag og efla lýðheilsu bæjarbúa með ýmsum verkefnum og aðgerðum á næstu árum. Samanburður á milli lands- hluta sýnir að virkur ferða- máti, s.s. að ganga í vinnu eða skóla, er langt undir lands- meðaltali á Suðurnesjum. Að auka hreyfingu er því verk- efni sem samráðshópur um heilsueflandi samfélag setti á oddinn í byrjun árs með þátt- töku í Lífshlaupi ÍSÍ en þátt- takan í Reykjaesbæ var framar vonum. Virk hreyfing er það mikilvægasta sem fólk getur gert fyrir heilsuna. Hreyfing þarf ekki að kosta mikið, þarf ekki að vera flókin eða taka mjög mikinn tíma til þess að vera áhrifarík. Því hefur sam- ráðshópur um heilsueflandi samfélag ákveðið að taka þátt í hreyfiviku UMFÍ sem hefst 29. maí. Hreyfivikunni verður þjófstartað 24. maí kl. 17.00 í Skúðgarðinum í Reykjanesbæ þar sem FFGÍR (regn- hlífarsamtök foreldrafélaga grunn- skólanna í Reykjanesbæ) mun bjóða öllum bæjarbúum, jafnt börnum sem fullorðnum í jóga. Reykjanesbær mun einnig taka þátt í sundkeppni á milli sveitarfélaga þar sem dregið verður um árskort í sund meðal þeirra sem skrá sig til leiks. Allir bæjarbúar verða svo hvattir til þess að fara út að ganga í Hreyfivikunni og eiga þá möguleika á að vinna sér inn vegleg hreyfivikuverð- laun. Ýmsir viðburðir tengjast Hreyfi- vikunni í Reykjanesbæ og verður hægt að nálgast upplýsingar um þá á heima- síðu verkefnisins heilsueflandisam- felag.is og á hreyfivika.is. Ég skora á alla bæjarbúa að virkja hreyfiorkuna og mæta með börnin í jóga í Skrúð- garðinum kl.17.00 á miðvikudaginn kemur. Jóhann Fr. Friðriksson, verkefnastjóri heilsueflandi samfélags í Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.