Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 18. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Vildi gefa strákunum sínum innsýn í ●● Sundkonan●og●læknirinn●Eydís●Konráðsdóttir●býr●í●Ástralíu Eydís Konráðsdóttir var afreks- íþróttakona í Keflavík og náði mjög góðum árangri í sundi. Hún keppti fyrir hönd Íslands á tvennum Ól- ympíuleikum, 1996 og árið 2000 og átti lengi Íslandsmet í 100 metra flugsundi. Þá var hún valin Íþrótta- maður Keflavíkur árin 1995 og 1996. Eydís starfar nú sem heimilislæknir í Ástralíu þar sem hún býr með manni og þremur sonum en það vakti athygli margra í gamla bænum hennar, Reykjanesbæ, þegar hún mætti með þrjá syni sína til náms í Heiðarskóla síðastliðið haust. Hvar hefur Eydís Konráðsdóttir alið manninn undanfarin ár? Síðastliðin ár hef ég búið í Sydney í Ástralíu ásamt manninum mínum, Matt, og strákunum okkar þremur, Al- exander 10 ára, Lúkasi 7 ára og Adam 5 ára. Ég flutti hingað út fljótlega eftir að við giftum okkur. Þá var ég langt komin með læknisfræðina við Háskóla Ís- lands en gat flutt mig yfir í háskóla hérna úti og klárað hana hér. Ég sér- menntaði mig í heimilislækningum og vinn nú á einkarekinni heilsu- gæslustöð í nágrenninu okkar milli þess sem ég sinni fjölskyldunni. Hvernig er lífið þarna úti, það hlýtur að vera frábrugðið að einhverju leyti Íslandi? Já, það er svo sannarlega frábrugðið lífinu heima en á sama tíma er svo margt eins. Nú er haust hérna úti, dagarnir farnir að styttast og byrjað að kólna í veðri. Litadýrðin á trjánum er alveg ótrúleg og mörg þeirra blómstra á haustin. Vetraríþróttirnar eru komnar á fullt en það eru íþróttir eins og fótbolti og rugby. Skíðaíþróttir eru líka vinsælar en skiljanlega erfiðara að komast í snjó hér en heima! Fjölskyldulífið hér er svipað og heima. Þó er mun algengara að annað for- eldrið sé í hlutastarfi eða heimavinn- andi. Leikskólar og barnagæsla eru mun dýrari en heima og það getur því verið mikið púsluspil að láta hlutina ganga upp. Við fréttum af þér með drengina þína þrjá í skólum í Reykjanesbæ síðast- liðið haust, segðu okkur frá því. Mig hefur lengi dreymt um að geta leyft strákunum okkar að fara í skóla á Íslandi og kynnast fleiri íslenskum krökkum, styrkja tungumálið þeirra og lestur og gefa þeim betri innsýn í daglegt líf. Ég hafði samband við Harald Einarsson, skólastjóra Heiðar- skóla sem tók okkur svo vel og bauð strákana hjartanlega velkomna. Við komum ekki til Íslands fyrr en 3 vikur voru liðnar af skólaárinu en Alexander og Lúkasi var tekið svo vel frá fyrsta degi, bæði af kennurunum sínum, Maríu Óladóttur og Kristínu Jóns- dóttur, og bekkjarfélögum, að þeim fannst þeir alltaf hafa verið hluti af hópnum. Sem dæmi um það hversu vel þeim var tekið, var Alexander boðið í þrjú bekkjarafmæli fyrstu vikuna sem hann var í skólanum. Strákarnir voru mjög hrifnir af Heiðarskóla og fannst allt skemmtilegt og voru alltaf glaðir þegar þeir komu heim. Eins og mörgum öðrum börnum fannst þeim sérstaklega gaman í smíði, heimilis- fræði, íþróttum og sundi en þetta er allt greinar sem eru ekki kenndar í skólanum sem þeir voru í áður. Þeir eignuðust marga góða vini og það voru svo sannarlega blendnar tilfinn- ingar þegar það var kominn tími til að fara aftur til Ástralíu. Mig langar sér- staklega að þakka kennurum og öllu starfsfólki Heiðarskóla fyrir að gera þetta að svona eftirminnilegum tíma hjá strákunum og eins bekkjarfélög- unum sem hleyptu þeim strax inn í hópinn og buðu þá velkomna. Er það rétt að þú hafir fengið inni í tónlistarskólanum líka? Já. Bæði Alexander og Lúkas eru búnir að vera að læra á píanó hérna í Ástralíu og voru svo heppnir að fá inni í tónlistarskólanum hjá Sig- rúnu Gróu Magnúsdóttur. Hún er yndislegur kennari og þeir hlökk- uðu alltaf til að fara í spilatíma. Þeir fengu að spila á tvennum tón- leikum, læra íslensk lög og auðvitað nokkur jólalög, sagði Eydís að lokum. pket@vf.is daglegt líf á Íslandi Sundlaugar í Ástralíu eru jafn algengar og heitir pottar á Íslandi. Hér eru strákarnir þrír í lauginni. Adam á fyrsta skóladeginum í Sidney. Strákarnir með félögum sínum í Heiðarskóla. Eydís og Matt eigin- maður hennar.Lúkas, Adam og Alexander saman í garðinum. Úrklippa úr VF 1996 eftir Oly- píuleikana. Alexander og Lúkas í skólabúningunum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.