Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 18. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Halldór Karl Hermannsson, hafnar- stjóri Reykjaneshafnar, sagði í sam- tali við Víkurfréttir að það væri ljóst að Reykjaneshöfn hefði haft af þessu mikinn kostnað. Hann skipti millj- ónum króna. Stormur SH hafi verið í höfninni í næstum áratug. Fyrri eigandi, öflugt ferðaþjónustufyrir- tæki, hafi haft hugmyndir um að gera bátinn upp. Fyrir rúmu ári síðan hafi svo bátnum verið afsalað yfir á fyrir- tæki á Þingeyri fyrir eina krónu, eins og áður segir. Þá hafði báturinn þegar sokkið einu sinni í höfninni og hann átti eftir að gera það aftur, því skömmu eftir að nýr eigandi tók við Stormi SH sökk hann að nýju og hafði legið á botni hafnarinnar, þar til fyrir stuttu að Reykjaneshöfn lét koma bátnum á þurrt þar sem honum var fargað. Til að geta losnað við Storm SH úr höfninni þurfti Reykjaneshöfn að kaupa bátinn. Kaupverðið hljóðaði upp á eina krónu, sem var sama verð og fyrirtækið á Þingeyri hafði greitt fyrir hann. Hvalaskoðunarfyrirtækið losaði sig við bátinn á eina krónu til fyrirtækis sem greinilega ætlaði sér ekkert með bátinn og sýndi af sér mikið tómlæti og hirðuleysi með því að verða ekki við ítrekuðum áskor- unum hafnarinnar, eins og segir í gögnum hafnarinnar. Með því að af- sala sér bátnum endaði milljóna króna kostnaður á íbúum Reykjanesbæjar, eigendum hafnarinnar. Næstum áratug í höfninni Stormur SH 333 hafði verið í viðlegu hjá Reykjaneshöfn frá því í júlí 2008. Ástandið á bátnum var strax frekar slæmt en upphaflega stóð til að bátur- inn stoppaði aðeins skamman tíma í viðlegu þar sem eigandinn, hvala- skoðunarfyrirtæki, hafði fyrirhugað að gera bátinn upp. Það gekk þó ekki eftir og versnaði ástand bátsins stöð- ugt. Frá árinu 2008 hefur báturinn sokkið tvisvar við bryggju í Njarðvík. Hann hafði áður sokkið tvisvar og einu sinni rekið upp í fjöru á öðrum stað á landinu. Hann á því líklega Ís- landsmetið í að sökkva eða fjórum sinnum. Þegar hvalaskoðunarfyrirtækið seldi Storm SH þann 1. mars í fyrra fékk Reykjaneshöfn sent afrit af afsali söl- unnar þar sem fram kemur að bátnum hafi verið afsalað með fylgifé og um- sömdum búnaði. Þá hafi báturinn verið afhentur kaupanda í hinu um- samda ástandi, sem kaupandi hafi rækilega kynnt sér og samþykkt af öllu leyti. „Umsamið kaupverð bátsins kr. 1 er að fullu greitt“, segir í afsalinu. Skuldir fylgdu bátnum Þá segir í afsali að engar skuldir hvíli á bátnum og engar lögveðskröfur. Það stangast á við upplýsingar Víkur- frétta en Reykjaneshöfn sendi nýjum eiganda Storms SH þá þegar bréf þar sem vakin var athygli á því að skulda- staða fyrrum eiganda var þá um hálf milljón króna fyrir utan vexti og van- skilakostnað, að stærstum hluta vegna lestar- og bryggjugjalda, en einnig vegna rafmagnsnotkunar. Lestar- og bryggjugjöld eiga lögveð í viðkom- andi bátum og því var það rangt í af- sali bátsins að engar skuldir hvíldu á bátnum og engar lögveðskröfur. Reykjaneshöfn hafði þegar samband við nýjan eiganda bátsins og óskaði upplýsinga um hvernig umsýslu og umsjón með bátnum yrði háttað og hvaða framtíð bátnum væri ætluð. Upplýsingar Víkurfréttir herma að nýr eigandi bátsins hafi fengið bréf þar sem farið var ítarlega yfir málið og honum bent á hættuna sem stafar af bátnum þar sem hann var í höfninni. Í bréfi til eigandans, sem sent var í maí í fyrra, er vakin athygli á því að ástand Storms SH sé með þeim hætti að mikil hætta sé á að báturinn sökkvi. Eig- anda bátsins er jafnframt fyrirskipað að fjarlægja bátinn úr hafnarsvæðum Reykjaneshafnar eða gera aðrar þær úrbætur á bátnum sem tryggja að hann valdi ekki höfninni eða öðrum tjóni. Sýndi af sér mikið tómlæti og hirðuleysi Reykjaneshöfn sagði eiganda bátsins hafi sýnt af sér mikið tómlæti og hirðuleysi með því að verða ekki við ítrekuðum áskorunum hafnarinnar. Reykjaneshöfn áskildi sér því rétt til að tilkynna háttsemina, brot gegn hafna- lögum og almenna vanrækslu til við- eigandi yfirvalda, þ.m.t. lögreglu. Ekkert varð úr því að ástand bátsins yrði bætt. Hann sökk svo fyrir mán- uðum og var í votri gröf þar til á dögunum að Reykjaneshöfn, sem var orðinn nýr eigandi bátsins, lét koma honum á þurrt og farga í slippnum í Njarðvík. hilmar@vf.is Reykjaneshöfn situr uppi með milljóna króna kostnað vegna förg- unar á skipsflaki sem dagaði uppi í Njarðvíkurhöfn. Norðlenskur hvala- skoðunarrisi átti bátinn, Storm SH 333, en afsalaði sér honum fyrir eina krónu til nýs eiganda á Þingeyri. Hvalaskoðunarrisi losaði sig við skuldsett skipsflak á eina krónu Nú þegar vorið er á næsta leiti munu íbúar Sveitarfélagsins Voga taka höndum saman um að gera bæinn snyrtilegan fyrir sumarið. Umhverfis- vikan hefst mánudaginn 22. maí og lýkur 29. maí. Á heimasíðu sveitarfélagsins eru ýmsar tillögur lagðar fram um hvernig bæjarbúar geti lagt sitt af mörkum. Einnig er áhersla lögð á mikilvægi þess að flokka allt rusl. Þá verður íbúum boðið upp á að fjar- lægja járnarusl, svo sem bílhræ eða annað sambærilegt og geta þeir skilið garðúrgang eftir í ruslapokum við lóðarmörk sem teknir verða fyrir þá. Vogamenn hreinsa upp ruslið í bænum Hafnarsvæðið í Njarðvík. Stormur SH marrandi í kafi innan hafnar lengst til vinstri og rússneskur togari lengst til hægri. Hann fer úr höfninni á næstu dögum. Stormur SH 333 sokkinn í höfninni í Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi Horft yfir byggðina í Vogum. Vogatjörn og Stóru -Vogaskóli fremst á myndinni. Hluti byggðarinnar í baksýn. Mynd tekin með flygildi í byrjun vikunnar. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.