Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 23
23fimmtudagur 18. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR Njarðvík og Sindri skildu jöfn 2:2 á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í dag. Leikurinn var annar leikur Njarðvíkur í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. Njarðvíkingar skoðuðu fyrsta markið og var það Ingibergur Kort Sigurðsson sem skoraði á 5. mínútu. Sindri náði að jafna á 24. mínútu úr vítaspyrnu. Sindri komst yfir á 72. mínútu úr marki úr hornspyrnu. Allt stefndi í sigur Sindra en í uppbótartíma náði Ingibergur að skora aftur fyrir Njarðvík. Maður leiksins var markaskorarinn Ingibergur Kort Sigurðsson. Njarðvíkingar eru með 2 stig eftir jafntefli í tveim fyrstu leikjunum. Keflavík sigraði Sindra frá Höfn í Hornafirði 1:0 í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Nettóvellinum í Kefla- vík sl. sunnudag. Aníta Lind Daníels- dóttir skoraði mark Keflavíkur á 11. mínútu. Þetta var fyrsti leikur Kefla- víkur í sumar og er liðið því komið með fyrstu þrjú stigin í hús. Grindvíkingar töpuðu stórt á heimavelli fyrir ÍBV í Pepsi-deild kvenna á Ís- landsmótinu í knattspyrnu. Eyjakonur skoruðu 4 mörk geng engu heimakvenna. Heimakonur í Grindavík vilja örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Þær eru um miðja deild, hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur. Næsti leikur er gegn Stjörnunni í Garðabæ á laugardaginn. Grindvíkingar steinlágu á heimavelli gegn Víkingum Ólafsvík í 3. umferð Pepsi- deildar karla í knattspyrnu. Gestirnir fóru með þau þrjú stig sem voru í boði eftir 3:1 sigur. Það voru Guðmund ur Steinn Haf steins son, Ken an Turudija og Þor steinn Már Ragn ars son sem skoruðu mörk Vík ings í leikn um. Juan Manu el Ort iz skoraði fyr ir Grinda vík. Það var markalaust í hálfleik en gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik með því að skota tvö mörk, bæði úr hornspyrnum. Þegar rétt um tíu mínútur lifðu af leiknum bættu gestirnir við þriðja markinu. Heimamenn klóruðu svo í bakkann í uppbótartíma en 3:1 tap varð raunin. Grindvíkingar eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og eru í 6. sæti Pepsi-deildar karla. Þeir mæta næst Skagamönnum á Akranesi þann 22. maí nk. Keflvíkingar unnu öruggan 3:0 sigur á Leikni F. á Nettóvellinum í Keflavík sl. laugardag. Leikurinn var 2. leikur sumarsins hjá Keflavík í Inkasso- deildinni, 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Jeppe Hansen skoraði tvö fyrir Keflavík og Jóhann Birnir Guðmundsson eitt. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem fyrsta markið kom þegar Jeppe Hansen skoraði með skalla. Hann var aftur á ferðinni eftir miðjan síðari hálfleik með fallegt mark. Jó- hann Birnir Guðmundsson inn- siglaði svo sigurinn rétt fyrir leikslok með þriðja marki Keflavíkur. Með sigrinum í dag er Keflavík í 2. sæti deildarinnar með 4 stig en Keflvík- ingar gerðu jafntefli við Leikni R. í 1. umferð Íslandsmótsins í 1. deildinni. Grindvíkingar steinlágu heima SPORT ■ Tvö lið af Suðurnesjum leika í þriðju deild Íslandsmóts karla í sumar. Þau léku bæði sína fyrstu leiki um helgina. Þróttarar unnu sinn leik með tveim mörkum gegn engu en Reynir mátti þola stórtap. Leikur Þróttar og Ber- sekkja fór fram á Víkingsvelli í Foss- voginum. Leiknum lauk með 2:0 sigri Þróttar og voru bæði mörkin skoruð í seinni hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Elvar Freyr Arnþórsson og Tómas Ingi Urbancic á 55 og 60 mínútu. Reynir mátti aftur á móti þola stórtap á móti Einherja á heimavelli. Leiknum lauk með 4:0 sigri Einherja. Öll mörkin litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Njarðvík jafnaði í uppbótartíma Töpuðu heima fyrir Eyjakonum KEFLAVÍKURSTELPUR UNNU SINDRA Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleik- unum í körfubolta, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Í landsliði kvenna er helm- ingur liðsins frá Suðurnesjunum og í landsliði karla eru þeir fimm af tólf leikmönnum liðsins. Landslið kvenna er skipað öllum þeim bestu leikmönnum sem leik- færir eru, segir í tilkynningu frá KKÍ. Þar eru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, sem er nýliði, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir, en þær spila allar með liði Keflavíkur, Ingunn Embla Kristínardóttir úr liði Grinda- víkur, Sandra Lind Þrastardóttir, sem leikur með Horsholms í Dan- mörku, og Sara Rún Hinriksdóttir sem spilar með Canisius í Banda- ríkjunum. Í landsliði karla verða þeir Gunnar Ólafsson sem spilar með St. Francis í Bandaríkjunum, Grindvíkingur- inn Jón Axel Guðmundsson sem spilar með Davidson í Bandaríkj- unum, Maciek Baginski úr liði Þórs Þorlákshafnar, Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson og Kristinn Pálsson sem spilar með Marist í Bandaríkj- unum. Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í há- skólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknatt- leik um þessar mundir. Helmingur frá Suðurnesjum í körfubolta landsliðunum Þróttarar sigruðu en Reynismenn töpuðu stórt Björn Lúkas vann fyrsta MMA bardagann með rothöggi ■ Björn Lúkas Haraldsson mætti Zabi Saeed í veltivigt í Færeyjum um síðustu helgi í sínum fyrsta MMA bardaga. Þrír andstæðingar drógu sig úr bardaganum en Saeed, sem berst vanalega í léttvigt, var tilbúinn að berjast í veltivigt gegn óreyndari andstæðingi. Björn byrjaði mjög vel og var ekki lengi að þessu, en dómarinn stöðvaði bardagann í 1. lotu og sigraði Björn bardagann með tæknilegu rothöggi. Í samtali við MMA fréttir segist Björn hafa stefnt að þessu frá 13 ára aldri og að sigurtilfinningin hafi verið ein sú besta sem hann hafi upplifað. „Það augnablik þar sem ég stend upp er líklega besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ segir hann. „Þetta verður dúndur slagur gegn Fylkismönnum. Þeim er spáð efsta sætinu og okkur í annað sætið. Þannig að það skiptir miklu máli að ná allavega stigi út úr leiknum, best væri að ná öllum þremur. Það væri gott fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson, einn reynslumesti leikmaður Inkasso-deildarliðs Keflvíkinga í knatt- spyrnu. Hólmar Örn er næst elsti leikmaður liðsins, aðeins Jóhann Birnir Guð- mundsson er eldri en þeir félagar hífa upp meðalaldurinn í liðinu og reynsl- una. Hólmar Örn lék nánast ekkert í fyrra vegna meiðsla. „Ég sleit liðbönd í fyrra og spilaði ekkert það árið. Kom inn á í 20 mínútur í síðasta leik og er bara bjartsýnn á framhaldið. Sumarið leggst vel í mig. Við erum með ungt lið þar sem margir eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Við sem eru eldri þurfum að vera duglegir að styðja þá.“ Öruggur sigur og Keflavík í 2. sæti Verður dúndur- slagur gegn Fylki ●● segir●Hólmar●Örn●Rúnarsson,●Keflvíkingur Hólmar Örn fylgist með Jóhanni Birni í leiknum gegn Leikni sl. laugardag. Þeir eru reynsluboltarnir í Keflavíkurliðinu. VF-myndir: hilmarbragi. Óskar Þorsteinsson í skallabolta í leiknum gegn Víkingum. lub Barist um boltann í leik Grinda- víkur og ÍBV. Sveindís Jane með boltann gegn Sindra. VF-mynd/ Óskar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.