Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 18. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Hollendingurinn fljúgandi er heimsfrægt verk eftir ópe- ruskáldið Wagner, en það verður sýnt í Hljómahöll annað kvöld. Æfingar hafa staðið yfir í langan tíma en í ansi kröftugu verkinu má heyra mismunandi tegund tónlistar. „Þegar við Bylgja Dís fengum þessa hugmynd þá vildum við gera eitthvað nýtt. Wagner er rokkarinn í óperunni og við veltum því fyrir okkur af hverju við tækjum ekki bara rokk-Wagner. Það er það sem þetta er að enda í og er rosalega gaman,“ segir Jóhann Smári Sævarsson í samtali við Víkurfréttir, en hann er söngvari í verkinu sam- hliða því að stjórna hljómsveitinni. „Við erum bara með gæsahúð á æfing- unum því þetta kemur svo vel út. Við hlökkum til að syngja og spila fyrir, vonandi, fullum Stapa.“ Aðrir söngvarar verksins eru þau Egill Árni Pálsson og Bylgja Dís Gunnars- dóttir. Hljómsveitina skipa þeir Sævar Helgi Jóhannsson, Sveinbjörn Ólafs- son og bræðurnir Arnar og Valur Ing- ólfssynir. „Þetta er mikið drama og drauga- saga. Venjulega er þetta verk tveir og hálfur tími en við erum búin að stytta það og ætlum að flytja það besta úr því. Við höfum ekki efni á að vera með sinfóníuhljómsveit með okkur svo við fengum rokkhljómsveit í stað- inn,“ segir Jóhann Smári. Sonur hans, Sævar Helgi, sem spilar á píanó, segir þetta vera mikið tilraunaverkefni. „Við erum að bæta jazz, hip hop og funk í þetta. Við erum að koma fólki dálítið mikið á óvart.“ Miðasala tónleikanna er á hljoma­ holl.is og við innganginn. ■ Uppselt var á tónleika Arnars Dórs „Hittu mig í draumi“ sem haldnir voru í Berginu í Hljóma­ höll síðastliðinn fimmtudag. Tón­ leikarnir voru fyrstu sólótónleikar Arnars en hann hefur lengi verið viðloðandi tónlist og lenti meðal annars í öðru sæti í söngkeppninni Voice Ísland. „Það var ótrúlega góð stemning og gekk vonum framar. Það var meira en uppselt og liggur við setið á sviðinu. Eftirspurnin var engu lík og fær starfs- fólk Hljómahallar hrós fyrir mikla fagmennsku,“ segir Arnar í samtali við Víkurfréttir, en hann segist einnig ætla halda jólatónleika í vetur. „Það kom mér svakalega á óvart að það hafi verið uppselt á mínum fyrstu tónleikum. Ég er í skýjunum yfir því hversu góð viðbrögð ég fékk.“ Víkurfréttir fylgdust með tónleik- unum. Lokum í Krossmóa 23. maí. 30% afslá ttur 15 - 23. m aí Komið og gerið góð kaup. Opnum svo 1. júní á Hafnargötu 25. VIÐ FLYTJUM Krossmói 4 - 230 Reykjanesbæ - Sími 421 5121 Opið mánudag - föstudag kl 10:00 - 18:00 laugardag kl. 11:00 - 16:00 „Við erum með gæsahúð á æfingunum,“ segir Jóhann Smári Sævarsson Hollendingurinn fljúgandi rokkaður í Hljómahöll „Sævar Helgi leikur á píanó.“ „Jóhann Smári fer með tvö hlut- verk í óperunni samhliða því að stjórna hljómsveitinni.“ „Hópurinn í heild sinni í Tónlistar­ skóla Reykjanesbæjar.“ Uppselt í Hljómahöll Arnar Dór í skýjunum með sína fyrstu tónleika Leysa húsnæðismál tónlistarskóla í Garði ■ Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur falið bæjarstjóra að undirrita kaupsamning vegna kaupa sveitar­ félagsins á fasteigninni Heiðartún 2d í Garði. Félagsmiðstöð unglinga verður flutt í húsnæðið. Þar með hafa húsnæðismál Tónlist- arskólans í Garði verið leyst en tón- listarskólinn og félagsmiðstöðin hafa deilt húsnæði í Sæborg við Garðbraut undanfarin ár. Kaupverð Heiðartúns 2d er 21 milljón króna. Í Heiðartúni 2a, b og c er fé- lagsstarf eldri borgara í Garði. Lýðræði, jafnrétti og börn á alþjóð- legri ráðstefnu í Reykjanesbæ ■ Norræna félagið á Íslandi býður til alþjóðlegrar ráðstefnu á Hótel Park Inn í Reykjanesbæ dagana 18.­19. maí í tilefni af formennsku Íslands í Eystrasaltsráði frjálsra fé­ lagasamtaka, Baltic Sea NGO Net­ work, en Norræna félagið er fulltrúi Íslands í þeim samtökum. Efni ráð­ stefnunnar sem er lýðræði, jafnrétti og börn er samhljóma áherslum Ís­ lands í Eystrasaltsráðinu. Aðildar­ ríki samtakanna eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin ásamt Póllandi, Rússlandi og Þýskalandi. Samtökin voru stofnuð árið 2001 í þeim til­ gangi að gefa grasrótinni vettvang til að láta í sér heyra og fyrir skoðana­ skipti þvert á landamæri. Búist er við um 50 erlendum gestum frá öllum aðildarríkjum sambandsins og munu þeir gista á Hótel Park Inn meðan á ráðstefnunni stendur. Setn- ing ráðstefnunnar fer fram í Duus- húsum á fimmtudagskvöldið í boði Reykjanesbæjar og þar mun Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, bjóða ráðstefnugesti velkomna til bæjar- ins. Bogi Ágústsson, formaður Nor- ræna félagsins, mun setja ráðstefn- una og meðal annarra ræðumanna við setningarathöfnina eru Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, Guðmundur Árni Stefánsson, sendi- herra, og Þorsteinn Víglundsson ráð- herra. Norræna félagið hefur notið stuðnings utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ráð- stefnunnar og þar að auki styrkir Kon- rad-Adenauer sjóðurinn ráðstefnuna. Fór í sturtu og var rændur ■ Íbúi í Reykjanesbæ, sem brá sér í sturtu að næturlagi um helgina, var tveimur armbands­ úrum, allmörgum áfengisflöskum og einni rafrettu fátækari þegar sturtuferðinni lauk. Hann hafði heyrt umgang í íbúðinni en taldi að þar væri sambýlingur sinn á ferð. Svo var þó ekki því hinn síðarnefndi svaf svefni hinna réttlátu í rúmi sínu þegar að var gáð. Ljóst var að óboðinn gestur hafði farið um ránshendi meðan á sturtuferðinni stóð. Þá var brotist inn í verkstæði í umdæmi Lög- reglunnar á Suðurnesjum og tveimur verkfæ- rakistum stolið úr bifreið sem þar var inni. Borgaraleg handtaka í Njarðvík ■ Ökumaður sem ók aftan á kyrrstæða bifreið í Njarðvík í síðustu viku ætlaði að aka í burtu enda grunaður um ölvun við akstur. Eigandi kyrrstæðu bifreiðarinnar horfði á atvikið og ræddi við ökumanninn. Hann vildi sem minnst tjá sig og lá greinilega á að komast í burtu. Af því varð þó ekki því tveir nærstaddir menn komu eig- andanum til aðstoðar, tóku ökumanninn út úr bílnum og héldu honum þar til lögreglu- menn á Suðurnesjum komu á vettvang. Þeir handtóku öku- þórinn og færðu hann á lög- reglustöð. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af bíl hans því hann var ótryggður. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guð- brandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.