Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 18
18 fimmtudagur 18. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Jákvæð sálfræði er vís- indagrein sem fæst við rannsóknir á hamingju og vellíðan. Greinin hefur verið í þróun sl. tvo ára- tugi og segja má að um sé að ræða nýja nálgun, byggða á gömlum grunni. Meginhlutverk almennrar sálfræði hefur, í gegnum tíðina, verið að skoða sjúk- dóma og vandamál og hjálpa fólki að greina þau, ná bata og vera andlega heilbrigt. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði beinast hins vegar fyrst og fremst að því, hvað fær einstaklinga til að blómstra, hvernig þeir geta nýtt styrkleika sína og byggt frekar upp það sem gott er. Í rannsóknum jákvæðu sálfræðinnar eru gjarnan notaðar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Þá eru sett fyrir verkefni sem þátttakendur inna af hendi í stuttan tíma og síðan er kannað hvaða áhrif þau hafa á ham- ingju og vellíðan. Eitt slíkra inngripa kallast „Þrír góðir hlutir“ og snýst um að leiða hugann, á hverjum degi, að þrem góðum hlutum sem áttu sér stað yfir daginn og hvaða þátt maður sjálfur átti í þeim. Þetta er æfing sem reynst hefur áhrifarík og ég hvet alla til að prófa. Ég mæli jafnframt með „appi“ sem heitir „Happapp“, sem minnir m.a. á að gera slíkar æfingar og býður upp á möguleika til að skrá þrjá góða hluti á hverjum degi. Annað jákvætt inngrip snýst um að greina og nýta betur styrkleika sína. Komið hafa fram mjög já- kvæð áhrif þessa inngrips fyrir hamingju og vellíðan. Í þessu samhengi er gerður ákveðinn greinarmunur á styrkleikum og hæfileikum. Hæfileikar geta verið áskap- aðir og jafnframt er hægt að kasta þeim á glæ, séu þeir ekki ræktaðir. Aftur á móti eru styrkleikar ákveðin persónuleikaeinkenni sem eru til staðar hjá einstaklingi í ólíkum aðstæðum og einkenna hugsanir hans, tilfinningar og athafnir. Þegar við erum meðvituð um styrkleika okkar og notum þá í daglegu lífi, getur það haft margvísleg jákvæð áhrif á líðan okkar, m.a. aukna hamingju, minni streitu, aukna bjartsýni og betri sjálfs- mynd. Fyrir áhugasama er hægt að taka vandaða könnun á netinu (vi- acharacter.org) sem greinir styrkleika einstaklinga frá 10 ára aldri. Notkun styrkleika í barnauppeldi kallast „styrkleikamiðað uppeldi“ eða „strength based parenting“. Þá horfa foreldrar eftir jákvæðum gjörðum og jákvæðum eiginleikum hjá börnunum og auka þannig vitund þeirra á styrk- leikum. Þeir hvetja jafnframt börnin til að nota þá og þróa. Unglingar sem hafa fengið styrkleikamiðað uppeldi eru líklegri til að vera meðvitaðir um styrkleika sína og að nota þá, sem síðan eykur líkur á hamingju og vel- líðan. Notkun styrkleika í uppeldinu hefur einnig jákvæð áhrif á hvernig börn og unglingar takast á við streitu- valdandi aðstæður. Hægt er að læra margt fræðilegt um styrkleika, en þó að við þekkjum ekki endilega nöfn þeirra eða skilgreiningar, er mikilvægt að horfa eftir því jákvæða og hrósa fyrir það sem vel er gert. Þegar við hrósum börnum, er mikil- vægt að tilgreina hvað það er sem vel er gert og reyna að draga athygli að þeim styrkleikum sem notaðir eru við verkefnin. Ef við hrósum börnum fyrir að vera gáfuð, snillingar, klár o.s.frv. getum við aukið líkurnar á að þau hræðist það að standa ekki undir væntingum (festuhugarfar). Það getur verið erfitt að standa undir því að vera snillingur eða vera klár. Hins vegar sé barni hrósað fyrir að leggja sig fram, sýna þrautseigju og nota styrkleika eins og hugrekki, vinsemd, heiðar- leika eða sanngirni þá ýtum við undir aukna nýtingu á styrkleikunum og jafnframt þá hugsun að hægt sé að bæta sig með því að leggja sig fram (gróskuhugarfar). Þekking á okkar eigin styrkleikum og annarra og aukin notkun þeirra er það minnsta sem við getum gert til að hafa sem mest áhrif á hamingju og vellíðan. Laufey Erlendsdóttir, markþjálfi og kennari Listahátíð barna sem haldin er hátíðleg í 12. sinn í Reykjanesbæ er hin glæsilegasta að vanda. Í öll þessi ár hefur Listasafn Reykjanesbæjar, undir stjórn þeirra Guðlaugar Maríu Lewis, fræðslufulltrúa menningarmála, og Valgerðar Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa, haldið utan um sýninguna og eiga þær heiður skilið fyrir góða og gefandi samvinnu. Þemað að þessu sinni er „Dýrin mín stór og smá“. Nemendur og kennarar í leikskólum Reykjanes- bæjar hafa unnið ötullega að sýningunni allt skólaárið og er undirriðuð snortin af sköpunarkrafti, ánægju og ástríðu nemenda og kennara. Svo miklu meira en að búa til listaverk Á sýningunni má greinilega sjá tengingu við þá sex grunn- þættti menntunar sem hafðir eru að leiðarljósi í aðalnám- skrá leikskóla, enda er verkefni sem þetta einstakt tækifæri til þess að vinna með sköpun, sjálfbærni, læsi, lýðræði og umhverfismennt svo eittthvað sé nefnt. Til að gefa innsýn í þá vinnu sem liggur að baki sýningu sem þessari, þá hófst undirbúningur t.a.m. í leikskólanum Gimli á haustönn 2016. Markvisst var unnið að þemanu sem byrjaði með umræðum um dýrin og kosningu nem- enda um hvaða dýr ætti að búa til. Krókódíll og úlfur báru sigur úr býtum í þeirri kosningu. Vísindaleg nálgun Í framhaldi kynntu nemendur sér dýrin nánar með því að skoða myndir og myndbönd. Einnig mældu þau raunveru- lega stærð á dýrunum, til þess að hægt væri að skapa þau í raunstærð. Nemendur unnu dýrin úr dagblöðum, bjuggu til fjöldan allan af kúlum, röðuðu og límdu þær saman til að mynda búkinn á dýrunum. Einnig voru dagblöð og veggfóðurslím notuð til að móta búkinn og að lokum var gifs borið á. Krókódíllinn fékk eggjabakka á bakið til að kalla fram hrjúfu áferðina á baki krókódílsins, síðan voru dýrin máluð. Búnar voru til mýs úr pappír og þeim sleppt lausum í listasalnum. Það var gefandi að sjá hvernig börnin blómstruðu í því skapandi starfi sem fylgdi undirbúningnum fyrir hátíðina og lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig styrkleikar ólíkra einstaklinga fengu notið sín í verkefninu. Elsti árgangur leikskólans bar hitann og þungann af vinnunni, en að sjálfsögðu lögðu allir nemendur leik- skólans hönd á plóg við sköpun listaverkanna. Allt sköp- unarferlið var ævintýri líkast og unun að fylgjast með þegar dýrin tóku smátt og smátt á sig nýja og breytta mynd. Verkferlið einkenndist af gleði og ákafa þar sem fróðleikur og ný þekking bættist við allan veturinn. Þegar hátíðin var sett þann 4.maí mátti sjá ánægð og stolt börn ganga um sýningarsalinn í Duus Safnahúsum. Með því besta sem boðið er upp á Utanaðkomandi aðilum ber saman um að Listahátíð barna í Reykjanesbæ beri af öðrum hátíðum og sé á meðal þess besta sem boðið er upp á í hátíðahaldi á landsvísu. Sýningin stendur til 21. maí og hvet ég alla sem tök hafa á að bera hana augum, því sjón er sögu ríkari. Karen Valdimarsdóttir Leikskólastýra í leikskólanum Gimli Sveitarfélögin á Suðurnesjum tóku höndum saman um stofnun Fjölbrauta- skóla Suðurnesja (FS) árið 1976. Með tilkomu skólans var brotið blað í sögu menntamála hér á svæðinu sem hafði það í för með sér að mun fleiri fóru í framhaldsnám. Á síðasta ári fagnaði skólinn 40 ára afmæli sínu og við þau tímamót var Hollvinafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stofnað til að styðja og styrkja starfsemi skólans. HFS var stofnað þann 24. september 2016 og hélt sinn fyrsta aðalfund í nóvember sama ár. Nú er næsta verkefni að allir velunnarar skólans skrái sig í félagið á heimsíðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja svo að það geti náð markmiðum sínum og tilgangi. Tilgangur félagsins er: l Að styðja við uppbyggingu skólans og efla hag hans. l Að efla og viðhalda tengslum félaga í HFS við skólann. l Að efla tengsl skólans við atvinnulíf og samfélag og að efla samfélagslega ábyrgð. l Að efla tengsl milli nemenda, fyrrverandi nemenda og annarra sem bera hag skólans fyrir brjósti. l Að miðla upplýsingum um starfsemi skólans og félagsins til félagsmanna. Félagið hyggst ná tilgangi sínum á eftirfarandi hátt: l Með því að efla og viðhalda tengslum fyrri nemenda FS og félagsmanna HFS við skólann. l Með því að fjalla á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um starfsemi FS. l Með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi FS. l Með því að hafa frumkvæði og taka þátt í einstökum verkefnum sem til heilla horfa fyrir skólastarfið. l Með því að sinna öðrum málefnum og starfsemi skólans, í samráði við stjórnendur skólans, eftir því sem stjórn HFS og aðalfundur ákveða. l Með því að halda uppi annarri starfsemi er stjórn félagsins og aðalfundur ákveða. Við viljum hvetja ykkur fyrrverandi nemendur, velunnara skólans og áhuga- fólk um skólamál að gerast félagar í Hollvinafélagi Fjölbrautaskóla Suður- nesja og styðja við skólann okkar. Skráning í félagið fer fram á heimasíðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja www. fss.is Árgjald í félaginu er 2.000.- krónur. HFS er á fésbókinni undir nafninu Hollvinir Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Netfang HFS er hollvinir@fss.is Með bestu kveðju, Stjórn Hollvinafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja Sveindís Valdimarsdóttir Jóhann Friðrik Friðriksson Þráinn Guðbjörnsson Jóhanna Helgadóttir Bergný Jóna Sævarsdóttir Guðrún Hákonardóttir Svava Pétursdóttir Ertu hollvinur? ●l Skráðu●þig●í●Hollvinafélag●Fjölbrautaskóla●Suðurnesja●(HFS) Þekking á okkar eigin styrkleikum mikilvæg ●l Listahátíð●barna●í●Reykjanesbæ●●4.●-●21.●maí●í●Duus●Safnahúsum. Sköpunarkraftur, ánægja og ástríða nemenda og kennara

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.