Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 18.05.2017, Blaðsíða 24
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 Mundi S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Hélt Varnarliðið að þetta væri grafið og gleymt? 86.761 Fyrir rétt um ári síðan biðlaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, til allra Íslendinga um að skora á ríkisstjórnina með undirskrift sinni að endurreisa heil- brigðiskerfið á Íslandi með því að veita 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins. Fjölmargir málsmetandi Íslendingar lögðu mál- efninu lið og 86.761 Íslendingur skrifuðu undir þessa áskorun á ríkisstjórnina. Hlutfall vergrar landsframleiðslu sem rennur til heilbrigðismála á Íslandi er um 8,7% sem er langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Kári vildi meina að með því að hækka þetta hlutfall í 11% væri hægt að reisa heilbrigðis- kerfið á Íslandi við, reisa það við úr rjúkandi rústum, rústum sem ekki sér fyrir endann á. Undirskriftum var skilað til ráða- manna 30. apríl 2016. Hvað hefur gerst síðan þá? Við fengum nýja ríkis- stjórn síðastliðið haust eftir fall fyrri ríkisstjórnar og nýjan heilbrigðisráð- herra. Þjónusta við landsbyggðina í heilbrigðismálum hefur verið skert til muna undanfarin ár, þrátt fyrir að Landsspítalinn sé hvergi í stakk búinn til þess að taka við öllum þeim verk- efnum sem þar voru unnin. Við fáum fréttir af því daglega að sjúklingar fái ekki þá þjónustu sem þeir þurfa, liggi fárveikir á göngum spítalans, að hús- næði Landsspítala sé að hruni komið, að tækjaskortur sé gríðarlegur og við- eigandi lyf við þeim sjúkdómum sem heilbrigðisstarfsfólk berst við alla daga séu ekki í boði hér á landi. Ég gæti skrifað langan pistil um heil- brigðiskerfið okkar en flest vitum við hvernig málum er háttað þar. Það sem ég hins vegar átta mig ekki á, er hvað þurfi til til þess að á okkur sé hlustað, að við sem hluthafar Landsspítala og hagsmunaaðilar heilbrigðiskerfisins fáum í hendur skýra aðgerðaráætlun út kjörtímabilið. Hvert er hlutverk heilbrigðisráðherra sem stjórnanda? Eru ráðherraembættin orðin að silki- húfustörfum? Það fer of mikill tími í mál sem skipta ekki höfuðmáli, klippa á borða, halda ræður (sem einhver annar semur) og svo mætti lengi telja. Ég vil sjá skýra stefnu og markvissar aðgerðir, í stað óljósra afleiðinga fjár- lega. Ísland er fyrirtæki með sínar tekjur og gjöld. Vel rekin fyrirtæki þurfa góða stjórnendur, skýra stefnu og skilvirka framkvæmd svo starfsmenn viti hver markmiðin séu og hafi þau tól og tæki til að sinna sínu starfi sem best. Við réðum stjórnendur þjóðarbúsins til vinnu í síðustu kosningum. Það er skortur á skýrri stefnu frá þessum stjórnendum hvert þjóðarbúið er að stefna í þessum stóru og mikilvægu málum. Það bíður 86.761 Íslendingur eftir skýrri stefnu í heilbrigðismálum. Enn fleiri bíða eftir stefnu varðandi okkar staðnaða menntakerfi sem þarfnast endurlífgunar og innviði ferðaþjónustunnar sem ráða engan veginn við álagið. TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS • BÚSTOÐ EHF RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUMERKJUM Í GJAFAVÖRUDEILD TUNGU- OG U SÓFAR Á TILBOÐI TIL 1.JÚNÍ 50% AFSLÁTTUR ALLT AÐ AF VÖLDUM VÖRUM LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur ■ Keflavíkurkirkja var fyllt í tvígang á Queen- messu sem haldin var í kirkjunni um síðustu helgi. Þar fékk kór Keflavíkurkirkju Jón Jósep Snæ- björnsson til liðs við sig. Flutt voru Queen-lög við íslenska texta og við undirleik hljómsveitar. Fjallræðan er umfjöllunarefni messunnar en sóknarpresturinn, séra Erla Guðmundsdóttir, flutti erindi á milli laga þar sem hún lagði út frá stefnum fjallræðunnar. Queen-messan verður endurflutt um helgina í Sel- fosskirkju á laugardag kl. 13:30 og í Lauganeskirkju sama dag kl. 17:30. Það er því kjörið fyrir Suður- nesjafólk sem missti af þessum tónleikum að skella sér í þessar kirkjur til að upplifa stemmninguna en kórinn, hljómsveitin og Jónsi leysa verkefnið mjög vel.Myndirnar voru teknar í Keflavíkurkirkju sl. sunnudag. Troðfylltu kirkjuna í tvígang á Queen-messu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.