Fréttablaðið - 06.02.2018, Side 2
Veður
Heldur hægari vestlæg átt og minnk-
andi él í dag og kalt í veðri, en næsta
lægð nálgast okkur úr suðvestri með
vaxandi sunnanátt og hlýnandi veðri
um kvöldið. sjá síðu 14
Fimmtíu ár frá sjóslysunum miklu í Ísafjarðardjúpi
Það var í febrúarbyrjun árið 1968 sem 26 sjómenn af tveimur breskum togurum og einum íslenskum vélbáti fórust í Ísafjarðardjúpi. Af því tilefni var
athöfn haldin um borð í varðskipinu Óðni til minningar um þá sem týndu lífi þennan örlagaríka dag og jafnframt til að minnast þess björgunarafreks
sem áhöfnin á Óðni vann. Varðskipið liggur við festar við Sjóminjasafnið í Reykjavík við Grandagarð og hefur gert síðan 2008. Fréttablaðið/eyþór
Rafvirkjar
LED rakaþétt ljós
www.olafsson.is
Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
olafsson.is
stjórnsýsla Staða aðstoðarseðla-
bankastjóra verður auglýst í lok
þessa mánaðar, samkvæmt upp-
lýsingum frá forsætisráðuneytinu.
Arnór Sighvatsson sem gegnt hefur
starfinu frá 1. júlí 2009 hefur tvisvar
verið skipaður í starfið. Samkvæmt
ákvæði 23. greinar laga um Seðla-
bankann getur hann ekki sótt um
starfið aftur. Það er forsætisráðherra
sem skipar aðstoðarseðlabanka-
stjórann að undangenginni umsögn
þriggja manna hæfnisnefndar. Nýr
aðstoðarseðlabankastjóri mun
síðan taka við í júlí. Seinna skip-
unartímabil Más Guðmundssonar
s e ð l a b a n k a s t j ó r a
rennur út á næstu ári
og gera lög um Seðla-
bankann ráð fyrir að
þá verði nýr maður
skipaður í hans stað.
– jhh
Staða Arnórs
auglýst í febrúar
Viðskipti „Heimsóknum hefur
fækkað mjög, sem er í takt við það
sem við áttum von á,“ segir Bjarni
Már Júlíusson, framkvæmdastjóri
Orku náttúrunnar (ON), um fyrstu
daga gjaldtöku á hraðhleðslustöðv-
um fyrirtækisins. Hann segir fram-
kvæmdina þó hafa gengið vel.
„Það voru engir strandaglópar
því að þeir voru ekki tilbúnir, en við
vorum með aðgerðir til að bjarga
fólki ef það lenti í vandræðum,“ segir
Bjarni en rafbílaeigendur hafa getað
sótt um hraðhleðslulykla sem síðan
þarf að virkja og tengja við greiðslu-
kort. Um helmingur þeirra sem feng-
ið hafa lykla senda hafa virkjað þá.
Gjaldtaka hófst þann 1. febrúar
en á reynslutímabili sölukerfisins
verður tilboðsverð á rafhleðslu 17,1
króna á mínútu auk 20 króna fyrir
hverja kílóvattstund. – smj
Lítið að gera í
hraðhleðslunni
arnór Sighvatsson.
Dómsmál Enda þótt umferðarlaga-
brot teljist alla jafna ekki til stór-
tíðinda, sýnir sagan að þau geti,
ekki síður en stóru málin, orðið
dómskerfinu skeinuhætt.
Munnlegur málflutningur verður
í Landsrétti í dag um kröfu Vil-
hjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns
þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir
dómari víki sæti vegna vanhæfis í
máli manns sem sakfelldur var fyrir
umferðarlagabrot í héraði og áfrýj-
að hefur verið til dómsins. Arnfríður
er einn fjögurra dómara við réttinn
sem skipaðir voru af ráðherra þrátt
fyrir að vera ekki meðal þeirra sem
hæfnisnefnd taldi hæfasta.
Í ljósi nýlegra dómafordæma
EFTA-dómstólsins og Evrópudóm-
stólsins þess efnis að ólögmæt
skipun dómara geti brotið í bága
við 6. gr. Mannréttindadómstóls
Evrópu er ekki loku fyrir það skotið
að málið eigi fullt erindi til Strass-
borgar rétt eins og mál Jóns
Kristinssonar forðum.
Árið 1985 var Jón Kristins-
son dæmdur í héraði fyrir
að hafa ekki virt stöðv-
unarskyldu við gatnamót
á Akureyri, en hann hafði
neitað að fallast á sáttar-
boð um greiðslu
sektar. Jón fór
með málið fyrir
Hæstarétt og
krafðist þess að
h é ra ð s d ó m u r
yrði ómerktur á þeim grundvelli
að málið hefði ekki verið dæmt af
hlutlausum dómara, þar eð sami
maður hefði haft afskipti af málinu
bæði við rannsókn þess sem lög-
reglustjóri og svo sem dómari.
Vildi Jón meina að þessi skipan
stríddi gegn þeirri reglu að
menn skuli dæmdir af óvil-
höllum dómstól. Hæsti-
réttur varð ekki við
kröfum Jóns og
sakfelldi hann
fyrir umferðar-
l a g a b r o t i ð .
Refsingin var
s a m k v æ m t
d ó m s o r ð i ,
3.000 króna
sekt. Jón fór
með málið
til Strass-
borgar á
þeim grundvelli að íslensk dóm-
stólaskipan bryti í bága við 6. gr.
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Málinu lauk með sáttargerð Jóns og
íslenska ríkisins en í kjölfar sáttar-
innar var allri dómstólaskipan í
héraði breytt með aðskilnaði dóms-
valds og umboðsvalds í héraði auk
gagngerrar breytingar á réttarfars-
löggjöf landsins.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi
ekki tjá sig um málið þegar Frétta-
blaðið sló á þráðinn til hans og
hvorki gefa upp hvort hann myndi
kæra til Hæstaréttar, hafni Lands-
réttur kröfunni um að Arnfríður
víki sæti, né svara því hvort fyrir
honum vaki að fara með málið alla
leið fyrir Mannréttindadómstól Evr-
ópu. Hann lét þess þó getið í samtali
við blaðamann að „í upphafi skyldi
endinn skoða“.
adalheidur@frettabladid.is
Umferðarlagabrot gæti
skekið dómskerfið á ný
Mál um umferðarlagabrot sem gæti valdið usla í dómskerfinu tekið fyrir í Lands-
rétti í dag. Ekki í fyrsta sinn sem slíkt brot gæti haft víðtæk áhrif á dómskerfið. Jón
Kristinsson neitaði að borga sekt 1985 og fór með málið alla leið til Strassborgar.
Vilhjálmur Hans
Vilhjálmsson
lögmaður.
Jón Kristinsson bauð íslenska dómskerfinu byrginn um miðjan níunda ára-
tuginn. Í kjölfarið voru gerðar breytingar á réttarfarslöggjöfinni. Fréttablaðið/GK
Belgía Salah Abdeslam, síðasti lifandi
maðurinn sem grunaður er um aðild
að hryðjuverkaárásunum á París árið
2015, kom fyrir dóm í gær og kom því
á framfæri að hann ætlaði að nýta
þagnarrétt sinn. Mun hann því ekki
svara neinum spurningum dómara.
Abdeslam var eftirlýstur í fjóra
mánuði eftir árásirnar en var hand-
tekinn í Brussel eftir skotbardaga
við lögreglu. Fyrir þann bardaga er
hann ákærður. Saksóknari fer fram
á tuttugu ára fangelsisdóm. Ekki
er búist við að Abdeslam fari fyrir
dóm í Frakklandi fyrir meinta aðild
að hryðjuverkaárásunum fyrr en á
næsta ári.
Á meðal þess fáa sem Abdeslam
sagði í gær var að komið væri illa
fram við múslima í Belgíu og Frakk-
landi. Bað hann saksóknara að
byggja mál sitt á staðreyndum og að
reyna að gera ekki hvað sem er til að
friða almenning. – þea
Ætlar að nýta
þagnarréttinn
6 . f e B r ú a r 2 0 1 8 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
6
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
7
-0
5
C
8
1
E
E
7
-0
4
8
C
1
E
E
7
-0
3
5
0
1
E
E
7
-0
2
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K