Fréttablaðið - 06.02.2018, Side 4
Í blaðinu í gær sagði að Sigurður
Kristinsson hefði átt félagið SS hús
ehf. með bróður sínum og föður. Hið
rétta er að Sigurður átti félagið með
bróður sínum og stjúpföður.
Leiðrétting
Umboðsaðili Fiat - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433
www.fiat.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
ÁRA5ÁBYRGÐ
SÉRTILBOÐ Á
FIAT TIPO
500.000 KR. AFSLÁTTUR
INNIFALIÐ
VETRAR- OG SUMARDEKK
ÞJÓNUSTUSKOÐUN* Í 2 ÁR
FIAT TIPO EASY HATCHBACK
VERÐ FRÁ: 3.090.000 KR.
TILBOÐSVERÐ FRÁ: 2.590.000 KR.
*Miðast við hámarksakstur 15.000 km á ári. Takmarkað magn bíla í boði.
STAÐALBÚNAÐUR: 120 HÖ, LOFTKÆLING, BAKKMYNDAVÉL, BLUETOOTH,
SNERTISKJÁR, HITI Í SÆTUM OG SPEGLUM, 16” ÁLFELGUR,
HRAÐASTILLIR, AKSTURSTÖLVA O.FL.
Mannfjöldi Íbúaþróun Íbúaþróun
í lok árs 2017 2017 síðustu fimm ára
Reykjavík 126.100 2,27% 4,05%
Kópavogur 35.980 2,10% 11,36%
Seltjarnarnes 4.590 3,15% 4,79%
Garðabær 15.700 2,95% 10,80%
Hafnarfjörður 29.440 2,51% 7,64%
Mosfellsbær 10.560 8,09% 16,17%
Kjósarhreppur 220 0,00% 0,00%
n Fjölgun síðustu fimm ár
á höfuðborgarsvæðinu öllu
13.880 einstaklingar
sem samsvarar þremur
Seltjarnarnesjum
Landið allt
348.580
Mannfjöldi í lok árs 2017
Höfuðborgarsvæðið
222.590
Mannfjöldi í lok árs 2017
Íbúaþróun
2017
2,99%
Íbúaþróun
2017
2,60%
7,05%
Íbúaþróun
síðustu
fimm ára
6,65%
Íbúaþróun
síðustu
fimm ára
✿ Íbúaþróun í reykjavík og nágrenni
✿ Hlutfall landsmanna sem
búa á höfuðborgarsvæðinu
63,86% 64,10%
20132017
Fjölgun í reykjavík
síðastliðin fimm ár
4.910
Fjölgun annarra sveitar-
félaga á hbsv. á sama tíma
8.970
StJÓrnSÝSLA Nítján einstaklingar
hafa verið settir varadómarar við
Hæstarétt. Dómsmálaráðherra féllst
á tillögu þess efnis 29. janúar.
Skömmu fyrir áramót voru sam-
þykktar breytingar á dómstólalögum
þess efnis að tímabundið væri heim-
ilt að setja varadómara án þess að
vanaleg skilyrði væru uppfyllt til að
vinna á uppsöfnuðum einkamálum
sem bíða úrlausnar.
Fimm fyrrverandi hæstaréttar-
dómarar eru á listanum en það eru
Árni Kolbeinsson, Eiríkur Tómasson,
Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claes-
sen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Þá
eru þar sex héraðsdómarar, Arn-
grímur Ísberg, Ásgeir Magnússon,
Eggert Óskarsson, Hildur Briem,
Hólmfríður Grímsdóttir, Ingimund-
ur Einarsson og Símon Sigvaldason.
Landsréttardómararnir Aðalsteinn
E. Jónasson og Sigurður Tómas
Magnússon eru einnig á listanum.
Til viðbótar eru á listanum pró-
fessorarnir Aðalheiður Jóhanns-
dóttir og Eyvindur G. Gunnarsson,
Ása Ólafsdóttir dósent, Skarphéð-
inn Þórisson, fyrr-
verandi ríkislög-
maður, og Valtýr
S i g u r ð s s o n ,
fyrrverandi rík-
issaksóknari.
E i n s t a k l -
i n g u n u m
nítján hefur
þegar verið
ú t h l u t a ð
málum. – jóe
Nítján settir
varadómarar
við Hæstarétt
ByggðAþrÓun Fjölgun íbúa á höfuð-
borgarsvæðinu er minnst í Reykja-
vík ef frá er talinn Kjósarhreppur.
Nágrannasveitarfélög höfuðborgar-
innar stækka nú hraðar en Reykjavík.
Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á
höfuðborgarsvæðinu.
Alls bjuggu 348.580 einstaklingar
hér á landi í árslok samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu Íslands og
fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða
nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina
í ár má að mestu skýra með innfluttu
vinnuafli en erlendum ríkisborg-
urum fjölgar jafnt og þétt hér á landi
í takt við efnahagslegan vöxt og skort
á vinnuafli.
Af þessum rúmlega 348 þúsund
íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborg-
arsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu
síðustu fimm ár nemur tæplega fjór-
tán þúsundum.
Fjölgunin í Reykjavík síðustu
fimm ár hefur verið rúmlega fjögur
prósent en meðalfjölgun á höfuð-
borgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest
hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ,
Kópavogi og í Garðabæ þar sem
fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan
fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnar-
ness, sveitarfélags sem er í nokkuð
óákjósanlegri stöðu sökum skorts á
landrými, fjölgar hlutfallslega meira
en í Reykjavík.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn, segir
ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar
en önnur sveitarfélög felast í skorti á
lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það
hefur ekki verið hægt fyrir Reyk-
víking að fá lóð til að byggja sitt hús
síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum
fasteignabrask eftirhrunsáranna og
Fjölgun meiri í sveitarfélögum
sem eru í nágrenni Reykjavíkur
Höfuðborgarsvæðið vex hægar en landsbyggðin samkvæmt tölum Hagstofunnar. Einnig er fjölgun í Reykja-
vík um hálfdrættingur á við fjölgun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mest hefur fjölgunin verið
í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ. Bæjarstjóri Kópavogs telur framsýni bæjarstjórnar hafa skipt mestu.
þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur
útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist
mest í Reykjavík. Til að mynda hefur
fækkun orðið í miðbænum vegna
þessa,“ segir Halldór.
Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu
orðið að einu búsetu- og atvinnu-
svæði og nær atvinnusvæðið langt
út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig
hefur Reykjavík minna vægi nú en
áður þegar kemur að byggðaþróun
á svæðinu. Reykjavík á til að mynda
aðeins tæplega fimm þúsund manns
af þeirri fjölgun sem orðið hefur síð-
ustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í
öðrum sveitarfélögum er tæplega níu
þúsund manns samanlagt.
Ef horft er á svæðið sem eina borg
sést þekkt stef í byggðaþróun á þá
vegu að fjölgunin verður í jaðri borg-
arinnar en minni í kjarna hennar.
Þetta stef er þekkt í hinum vestræna
heimi þar sem borgir hafa vaxið og
jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs, telur framsýni bæjar-
stjórnar Kópavogs eftir hrun endur-
speglast í fjölgun íbúa. „Við töldum
eftir hrun að það yrði skortur á
íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var
farið í það að ræða við verktaka. Með
mikilli vinnu erum við að uppskera
nú og má segja að kreppan hafi verið
stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann.
Það vekur sérstaka eftirtekt að
fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu,
6,65 prósent, er minni en fjölgunin á
landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig
vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar
en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldis-
tímanum er ekki hægt að sjá í gögn-
um að það hafi gerst áður yfir fimm
ára meðaltal. sveinn@frettabladid.is
HeiLBrigðiSMáL Kona í sjálfsvígs-
hugleiðingum hringdi minnst fimm
sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins
1717 aðfaranótt laugardags án þess að
væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og
samtöl í gegnum netið bárust Hjálpar-
símanum í fyrra. Það jafngildir um 40
samtölum á sólarhring. Af þessum 15
þúsund samtölum var 721 samtal um
sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir.
„Við hörmum að viðkomandi hafi
ekki náð sambandi. Það er leiðin-
legt þegar slíkt kemur fyrir. En það
er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt
sambandi og það er líka hægt að tala í
gegnum net spjall,“ segir Hanna Ólafs-
dóttir, annar umsjónarmaður Hjálpar-
símans. „En þetta sýnir hversu mikil
neyð er í samfélaginu.“
Hanna segir að síminn á nóttunni sé
hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar
eru mannaðar af starfsfólki sem hefur
farið í gegnum þjálfun til þess að taka
á móti erfiðum símtölum. Það getur
verið mikið að gera og eins og staðan
er er einn starfsmaður á nóttunni.“
Hún segir að ef starfsmaður sé einn
á vakt, í viðkvæmu samtali og ein-
hver annar hringi inn á meðan verði
starfsmaðurinn að láta það samtal
sem hann er í hafa forgang. Þá komi
símsvari sem segi viðkomandi að
það sé mikið álag og fólk beðið um
að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri
hægt að manna vaktina betur en það
er mismikið að gera. Það geta komið
toppar á nóttu þar sem margir reyna
að ná inn og svo getur verið rólegt utan
þess. Það er erfitt að ráða við þetta og
við leggjum okkur öll fram við að veita
eins góða þjónustu og við mögulega
getum.“
Hún segir jákvætt að fólki sem líði
illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki
líður þannig að það getur ekki beðið
eftir að síminn losni, þá er best að
hringja í vin eða ættingja eða í Neyðar-
línuna.“ – jhh
Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum
Það er erfitt að ráða
við þetta og við
leggjum okkur öll fram við
að veita eins góða þjónustu
og við mögulega
getum.
Hanna Ólafsdóttir,
annar umsjónar-
maður Hjálparsíma
Rauða krossins.
Sigríður
Andersen.
6 . F e B r ú A r 2 0 1 8 þ r i ð J u D A g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A B L A ð i ð
0
6
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
7
-1
9
8
8
1
E
E
7
-1
8
4
C
1
E
E
7
-1
7
1
0
1
E
E
7
-1
5
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K