Fréttablaðið - 06.02.2018, Síða 9

Fréttablaðið - 06.02.2018, Síða 9
Í dag er alþjóðlegi netöryggis-dagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglu- stjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT-verkefninu, (Samfélag, fjöl- skylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátt- takandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasam- tökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börn- um hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsi- verð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósak- hæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti fram- leiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafn- ingja með samþykki beggja. Vitan- lega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stutt- myndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félags- miðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Netöryggi barna Ekki aftur – ekki aftur, kveinaði gamla stjórnarskráin, þar sem hún lá lúin og þreytt eftir 144 ára stanslausa notkun. Enn á að senda hana í sömu ferð, eftir gamla troðningnum sem eftir rúmlega 70 ára umferð þingmanna er orðinn svo djúpur að ekki sést lengur upp úr honum. Líkist meir skotgröfum en troðningi. Sannkallaðar graf- götur. Samkvæmt forsætisráðherra á að senda stjórnarskrána í enn eina ferðina í þessar grafgötur. Fyrri ferðir sem hafa verið ófáar allt frá stofnun lýðveldisins 1944 hafa litlu sem engu skilað. Einstaka lag- færingum til samræmis við alþjóða- samninga. Þó var henni aldrei ætlað langlífi þegar henni var í hasti breytt til að aðlaga hana lýðveldinu. Aðal- breytingin var að konungi var skipt út fyrir forseta. Þannig hefur hún samt tórt í þrjá aldarfjórðunga. Gömul, illa skóuð og örþreytt hefur hún arkað grafgöturnar nær linnu- laust. Fyrrverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hafði lengi borið þá gömlu fyrir brjósti og margsinnis lagt til á Alþingi að henni yrði bjargað úr grafgöt- unum en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Bara skipuð ný nefnd! Þegar Jóhanna, skömmu eftir hrun, komst svo í aðstöðu til að gera eitt- hvað í málunum, hófst hún handa. Fyrst var boðað til þjóðfundar. Eitt þúsund Íslendingar voru kallaðir til starfa og skoðanaskipta, þar sem, meðal annars, stjórnarskráin gamla kom við sögu. Næst var svo skipuð stjórnlaga- nefnd. Fimm valinkunnar mann- eskjur lágu yfir þeirri gömlu, veltu öllum steinum og leituðu víða kunnáttu og fanga. Niðurstöður þjóðfundar voru hafðar til hliðsjón- ar, því stjórnlaganefndin vissi sem var að þjóðin er stjórnarskrárgjaf- inn og því varð að gefa skoðunum hennar gaum. Afrakstur þessarar miklu vinnu voru tvær hnausþykkar bækur og hvorki meira né minna en tvær tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þá var boðað til almennra kosn- inga til stjórnlagaþings. Stjórnar- skrárgjafinn, þjóðin, kaus 25 full- trúa til að leggja drög að nýrri stjórnarskrá, eða bæta þá gömlu. Það þarf ekki að rekja litlu rauna- söguna þegar íhaldsöflin, sem alltaf voru á vaktinni gegn breytingum, kreistu út úr þremur hæstaréttar- dómurum álit þess efnis að kosn- ingarnar væru ólöglegar. Skilrúm milli kjörklefa hefðu verið nokkrum sentimetrum of lág. Nokkuð sem hafði sannarlega engin áhrif á nið- urstöðu kosninganna. En þáverandi forsætisráðherra brást snaggaralega við og skipaði þessa 25 sem þjóðin hafði kosið til stjórnlagaþings í stjórnlaga ráð. Skaut íhaldsöflunum ref fyrir rass og stjórnlagaráð tók til starfa. Stjórnlagaráð tók við keflinu af stjórnlaganefndinni. Hafði verk hennar og niðurstöður þjóðfundar að leiðarljósi. Ótal sérfræðingar í ýmsum greinum voru kallaðir til, lögfræðingar, stjórnmálafræðingar, náttúruvísindamenn, læknar, kirkj- unnar menn svo eitthvað sé talið – auk embættismanna víða úr kerf- inu. Erlendar stjórnarskrár lesnar, kostir þeirra og gallar metnir allt eftir því hvað þótti henta íslensku samfélagi. Leitað ráða hjá inn- lendum og erlendum stjórnarskrár- fræðingum. Og – síðast en ekki síst, var þjóðinni veittur aðgangur að ferlinu öllu og hafði tillögurétt allan tímann. Allir fundir stjórnlagaráðs voru opnir, upplýsingar og tillögur í mótun settar á vef stjórnlagaráðs sem öllum var opinn, og þeim breytt eftir því sem málum vatt fram. Þannig varð smám saman til nýtt frumvarp til stjórnarskrár. Það var þó ekki frumlegra en svo að 80% af þeirri 144 ára gömlu rötuðu inn í þá nýju, þannig að ekki er um neina byltingu að ræða. Þó nægar til þess að sú gamla fengi hvíld. Um þessar hófsömu tillögur náðist algjör sam- staða í stjórnlagaráðinu og frum- varpið var afhent hinu háa Alþingi. Íhalds- og tregðuöflin tóku aftur til óspilltra málanna og því þótti ráðlegt að kalla til þjóðina einu sinni enn til að reyna að hafa vit fyrir þinginu. Efnt var til þjóðarat- kvæðagreiðslu um helstu tillögur í stjórnarskrárfrumvarpinu, svo sem þjóðareign á auðlindum, per- sónukjör og jafnt vægi atkvæða, en þó fyrst og fremst um hvort ný stjórnarskrá ætti að byggja á til- lögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda svöruðu játandi. Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er kannski mikilvægasti áfanginn í ferlinu því vert er að hafa í huga að stjórnar- skrá er ekki fyrir þingmenn, ráð- herra, stjórnmálaflokka eða hags- munahópa, heldur þjóðina. Réttindi hennar og skyldur, auk þess að vera hugsanleg vörn hennar gegn yfir- gangi stjórnvalda. Þetta hlaut að duga. En – nei, enn var þrjóskast við og grafgöt- urnar troðnar. Gamla stjórnarskráin mátti enn velkjast þar og veðrast. Allir stjórnmálaflokkar, utan einn, sögðust vilja hjálpa þeirri gömlu upp úr grafgötunum og aflétta áþján förukonunnar, en eitthvað fór úrskeiðis. Líklega var hún alltaf látin í vöruskiptum, eða þótti ekki nógu merkileg, fremur en kerlingar yfirleitt, til að vera í fararbroddi. En nú dregur til tíðinda. For- sætisráðherra boðar enn nýja endurskoðun! Sú á meðal annars að byggja á tillögum stjórnlaga- nefndar og stjórnlagaráðs. Einfalt mál – þær liggja þegar fyrir og hafa gert árum saman. Þjóðin, stjórnar- skrárgjafinn, hefur samþykkt þær. Hvað er þá að vanbúnaði? For- sætisráðherra lætur alveg hjá líða að víkja einu orði að því hverju þarf að breyta frá fyrirliggjandi tillögum og af hverju. Einungis sagt að skipuð verði þingnefnd. Einu sinni enn! Hvern er verið að reyna að friða? Rúmlega sjötíu ára reynsla ætti að hafa kennt að það að setja aumingja gömlu förukonuna aftur í þingnefnd leiðir ekki til nokkurs annars en þess að enn á ný er farið í grafgötur og þær dýpkaðar. Er það furða að sú gamla kveini: „Kæra Katrín, ekki aftur – ekki aftur!” Farið í grafgötur Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, átti sæti í stjórn- lagaráði Forsætisráðherra boðar enn nýja endurskoðun! Sú á meðal annars að byggja á til- lögum stjórnlaganefndar og stjórnlagaráðs. Einfalt mál – þær liggja þegar fyrir og hafa gert árum saman. Þjóðin, stjórnarskrárgjafinn, hefur samþykkt þær. Hvað er þá að vanbúnaði? Inni á heimasíðum Barna- heilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábend- ingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einka- lífs barna. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Mikilvægt samband við umheiminn Fyrirtækjalausnir Vodafone „Í okkar alþjóðlega umhverfi er mikilvægt að vera í öflugu síma- og netsambandi. Þar höfum við reitt okkur á þjónustu Vodafone með góðum árangri.“ Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóri Icelandair Cargo Nánar á: vodafone.is/fyrirtaeki S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 9Þ R i ð J u D A G u R 6 . F e B R ú A R 2 0 1 8 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 7 -1 9 8 8 1 E E 7 -1 8 4 C 1 E E 7 -1 7 1 0 1 E E 7 -1 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.