Fréttablaðið - 06.02.2018, Side 16

Fréttablaðið - 06.02.2018, Side 16
Einn áhrifamesti stjórnandi í bílaiðnaðinum á síðustu öld, Bob Lutz, sagði í viðtali fyrir skömmu að ráðlegt væri að flýta sér að kaupa eintak af Tesla Model S bílnum áður en hann verður að söfnunarbíl þar sem hann sæi ekki annað en Tesla væri á lóðréttri leið á hausinn. Lutz sagði að þar færi frábær bíll sem slægi við flestum 40 milljóna króna evrópskum ofurbílum, en vandinn væri sá að hann væri framleiddur með miklu meiri tilkostnaði en hann er seldur á og tap Tesla hlæðist upp. Bob Lutz minnti einnig á að Tesla ætti í miklum erfiðleikum við að koma af stað fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, Model 3, og sagði að Elon Musk væri ekki að reka gott bíla- framleiðslufyrirtæki. Lutz bætti því við að eftir 25 ár yrði Tesla minnst sem fyrsta rafmagnsbílaframleið- andans sem tókst að framleiða fal- legan og hraðskreiðan rafmagnsbíl með mikla drægni en saga þess yrði í fortíðinni. Bob Lutz var yfirmaður hjá mörgum þekktum bílafyrir- tækjum á síðustu öld, þar á meðal Chrysler, BMW, General Motors og Ford. Hvort Bob Lutz hefur eitthvað fyrir sér eða ekki verður bara að koma í ljós en fjárfestar á Wall Street virðast á öðru máli miðað við hátt verð á hlutabréfum í Tesla, þrátt fyrir að Tesla hafi skilað gríðarmiklu tapi á svo til öllum ársfjórðungum síðustu ára. „Það verður mikil synd þegar þeir fara á hausinn.“ Bob Lutz spáir Tesla gjaldþroti Metaneldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja, allt frá hefð- bundnum fólksbílum til stærri og sérhæfðari samgöngutækja á borð við strætisvagna eða sjúkraflutn- ingabifreiðar. Mikið framboð er af metaneldsneyti í heiminum. Bæði í formi jarðgass í jarðskorpunni og framleiddu metani úr lífrænu efni á yfirborði jarðar. Á akstri metanbíla finnst enginn munur á því hvort ekið er á jarðgasi eða framleiddu metani, svokölluðu nútímametani, enda er orkusam- eindin í metaneldsneyti sú sama, CH4. Víða um heim er metan framleitt í sérstökum verksmiðjum úr lífrænum úrgangi frá heimilum, fyrirtækjum, landbúnaði og ann- arri atvinnustarfsemi. Íslenskt metaneldsneyti Sorpa hefur framleitt metan fyrir ökutæki síðan árið 2000 úr haug- gasi sem myndast við niðurbrot á lífrænu efni. Íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Mikið framboð er á metani og núverandi framleiðsla þess á Íslandi nægir til að knýja um 3.500 bifreiðar en einungis 6-8% af henni eru nýtt. Aðgengi að metani á Íslandi er gott og unnið er að því að það verði enn betra. Í dag er metaneldsneyti afgreitt á fjórum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á einni stöð á Akureyri. Árið 2018 er stefnt að því að starfsemi hefjist á fyrstu gas- og jarðgerðarstöðinni á Íslandi hjá Sorpu í Álfsnesi. Metanvinnsla Sorpu mun þá aukast til muna og heildarframleiðslan frá stöðinni og urðunarstaðnum duga til að knýja um 7-8.000 metanbíla. Metan- möguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins. Umhverfisvænna og ódýrara Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfis- vænt í samanburði við aðra val- kosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Þannig er koltvísýringur 20% minni í metanbílum en venju- legum bílum og þar sem metan er unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi hefði sá koltví- sýringur sem myndast hvort eð er orðið til á urðunarstaðnum. Það þýðir að heildaraukning koltví- sýrings í andrúmslofti er engin. Með því að brenna metaninu í ökutækjum dregur einnig úr gróðurhúsaáhrifum þar sem óbrunnið metangas hefur y fir tutt- ugufalt meiri áhrif en koltvísýring- urinn sem verður til við brunann. Með notkun á íslensku metani í stað bensíns og dísilolíu er dregið verulega úr því magni af koldíoxíði sem ella losnar út í umhverfið. Þeir bílar sem knúnir eru af metani eru hannaðir til að valda sem minnst- um gróðurhúsaáhrifum, þökk sé notkun á háþróuðustu tækni. Til dæmis valda þeir áþreifanlega minni mengun en bílar sem nota hefðbundið eldsneyti, ekki aðeins hvað varðar nítrógenoxíð, karbón mónoxíð og díoxíð og botn- fallsefni, heldur líka hvað varðar krabbameinsvaldandi efni á borð við vetniskol, aldehýð og ilmandi efni á borð við bensól. Auk þess að vera umhverfisvænn kostur eru metanbílar einnig ódýrari í inn- kaupum og rekstri. Metanbílar Metanbíll lítur út eins og venju- legur bíll og hefur bæði metan- og bensínvél. Vélin gengur aðallega fyrir metangasi, en virkni hennar og aksturssvið eru aukin með bensíntanki sem er til að mynda 50 lítra hjá metanbílum frá Skoda og Volkswagen. Þeir geta ekið ýmist á metani, bensíni eða nýtt báða orkugjafana sem hefur í för með sér að hægt er að aka mjög langt á einni áfyllingu. Metanbílar eru einnig frábær kostur fyrir heimilin þar sem þeir eru tvíorkubílar og geta ekið á bensíni ef langt er í næstu metan- stöð. Í dag dugar innihald um fimm sorphirðubíla til að knýja fjölskyldubíl á borð við Skoda Octavia G-Tec í heilt ár, miðað við meðalakstur. Nú þegar eru allir sorphirðubílar Reykjavíkurborgar knúnir metani. Þar sem metan- bílar eru mjög umhverfisvænir eru þeir undanskildir vörugjöldum sem gera þá ansi hagkvæma í inn- kaupum sem og rekstri. Metan sem ökutækjaeldsneyti Íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Mikið framboð er á metan og núverandi framleiðsla þess á Íslandi nægir til að knýja 3.500 bíla en einungis 6-8% af henni eru nýtt. Nýtur vinsælda um allan heim. Á síðasta ári seldi fyrirtækja-samstæða Renault, Nissan og Mitsubishi 10.608.366 bíla, 6,5% fleiri en 2016, og skýrist aukningin aðallega af vaxandi eftirspurn eftir jepplingum, litlum sendibílum og hreinum rafbílum. Carlos Ghosn, forstjóri og stjórnar- formaður Renault-Nissan- Mitsub- ishi, segir að heildarsalan á síðasta ári hafi skipað fyrirtækinu í fyrsta sæti á lista söluhæstu bifreiðafram- leiðendanna á árinu. Samstæðan samanstendur af tíu bílaframleið- endum: Renault, Nissan Motor, Mitsubishi Motors, Dacia, Renault Samsung Motors, Alpine, Lada, Infiniti, Venucia og Datsun. Stærsti markaður samstæðunnar á síðasta ári var Kína þar sem 1.719.815 bílar voru seldir. Fast á hæla Kína fylgdu Bandaríkin með einungis 22.666 færri bíla. Söluhæsti einstaki fram- leiðandi samstæðunnar var Nissan Motor sem seldi 5.816.278 bíla. Þá kom Renault Group með 3.761.634 bíla og þá Mitsubishi Motors með alls 1.030.454 bíla. Rafbílar helstu driffjaðrirnar Helstu driffjaðrir samstæðunnar eru hreinir rafbílar fyrirtækjanna þar sem vaxandi eftirspurn er á öllum helstu mörkuðunum, ekki síst í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu og seldust alls 91 þúsund fleiri rafbílar á síðasta ári en 2016. Alls hefur samstæðan selt 540.623 raf- bíla frá því í desember 2010 þegar Nissan Leaf kom fyrst á markað en hann er söluhæsti einstaki rafbíll heims með yfir 300 þúsund selda bíla. Sala á nýrri kynslóð Leaf er að hefjast um þessar mundir og hafa rúmlega 40 þúsund aðilar í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan lagt inn pöntun á nýja bílnum, þrettán þúsund í Japan, jafn margir í Bandaríkjunum og rúmlega 12 þúsund í Evrópu, þar af rúmlega 130 hjá BL, þar sem bíllinn verður kynntur í apríl. 14 milljóna markið 2022 Samkvæmt áætlun samstæðunnar til 2022 verða 12 nýir mengunar- lausir bílar kynntir á tímabilinu og 40 bílgerðir með sjálfakandi tækni. Gert er ráð fyrir að eftirspurn eftir slíkum bílum auki heildarsölu samstæðu Renault, Nissan og Mits- ubishi verulega og að í árslok 2022 verði heildarsala samstæðunnar orðin um 14 milljónir bíla á ári. Renault-Nissan- Mitsubishi hyggst selja 14 milljónir bíla árið 2022 Mikill spenningur og eftirspurn virðist vera eftir nýrri kynslóð rafmagns- bílsins Nissan Leaf og streyma fyrirframpantanir inn frá öllum heimshornum. Í Bandaríkjunum eru til að mynda komnar nú þegar yfir 13.000 pantanir í bílinn og það verður að teljast há tala í því ljósi að sala Nissan Leaf í Banda- ríkjunum var 11.230 bílar í fyrra og 14.006 bílar árið 2016. Í Evrópu eru líka komnar yfir 10.000 pantanir í bílinn og samkvæmt upplýsingum frá BL eru þegar komnar yfir 130 fyrirframpantanir hér á landi. Nýr Nissan Leaf hefur 350 km drægni með nýrri 40 kWh rafhlöðu og telst því með langdrægari rafmagns- bílum þó hann slái ekki við dýrum bílum Tesla í þeim efnum. Hafa verður þó í huga að Nissan Leaf er um þrisvar sinnum ódýrari bíll en Tesla Model S og X. Það hefur vafalaust aukið mjög eftirspurnina eftir nýjum Leaf nú að hann hefur tekið stórstígum framförum hvað útlit varðar og er nú gullfallegur bíll. Auk þess hefur afl hans aukist nokkuð og aksturseiginleikar til mikilla muna. Hann er að auki mjög vel búinn, en hefur reyndar verið það frá upphafi. Í næsta bíla- blaði verður sagt frá reynsluakstri nýs Nissan Leaf. Nissan fengið þrettán þúsund pantanir í Leaf í Bandaríkjunum Metaneldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja. Hin nýja kynslóð Nissan Leaf. Sorpa hefur fram- leitt metan fyrir ökutæki síðan árið 2000 úr hauggasi sem myndast við niðurbrot á lífrænu efni. Íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hrein- leika. 6 . f E B R ú a R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R2 B í L a R ∙ f R É T T a B L a Ð I Ð Bílar 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 7 -3 7 2 8 1 E E 7 -3 5 E C 1 E E 7 -3 4 B 0 1 E E 7 -3 3 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.