Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 36
Nú eru liðin 63 ár síðan Coco Chanel kynnti til leiks útgáf-una af Chanel 2.55 töskunni eins og við þekkjum hana í dag. Taskan var fyrst sett á markað árið 1929 en í febrúar árið 1955 kynnti Coco nýja og endur- bætta útgáfu af töskunni sem hefur síðan þá verið kölluð 2.55. Taskan dregur nafn sitt af þeim mánuði og ártali sem hún var kynnt til leiks í endur- bættri útgáfu. 63 ár síðan 2.55 var kynnt til leiks Karl Lagerfeld endur- hannaði töskuna á níunda áratugnum og gerði Chanel-lógóið meira áberandi. NORDICPHOTOS/GETTY Chanel fékk innblástur frá töskum her- manna þegar hún hannaði töskuna. Lífið leitaði svara við nokkrum algengum spurningum, sem koma upp í Facebook-hópnum Áhuga- hópur um endurvinnslu, hjá Rögnu Ingibjörgu Halldórsdóttur, deildarstjóra umhverfis- og fræðslu- deildar Sorpu. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem Sorpa er með í dag getum við sagt að almennt sé flokkun að aukast. Við tókum á móti meira plasti frá íbúum 2017 en 2016. Íbúar í velflestum sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu eru með bláa tunnu fyrir pappír og við erum að sjá aukningu á glerum- búðum í gegnum grenndargáma fyrir gler. Svo almennt má segja að umhverfisvitund sé að aukast og þátttaka íbúa í flokkun,“ segir Ragna. – gha Hvernig á að flokka hitt og þetta? Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað undanfarið varðandi flokkun rusls og endurvinnslu. Facebook-hópurinn Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu er til marks um það en þar ræða um 8.000 einstaklingar málin sín á milli. Í þeim hópi dúkka reglulega upp sömu spurningarnar um hvernig eigi að flokka hitt og þetta rusl. Svo almennt má Segja að umHverfiS- vitund Sé að aukaSt. Hvernig flokkar maður … ...dósir utan af t.d. Pik-Nik og Pringles (pappi með áli innan í)? Þær umbúðir fara með pappírs­ umbúðum í bláu tunn­ una. Ágætt er að skera álbotninn af og setja plast­ lokið með plastum­ búðum. ... lyfjaspjöld með áli aftan á? Þeim á að skila í apótek í lyfjaskila­ poka sem fást í apótekum en það má einnig notast við aðra gegnsæja poka. ... umbúðir utan af sprittkertum? Þær má flokka með öðrum málmum. ... poka utan af t.d. kaffi og snakki (silfraðir innan í)? Það eru plastumbúðir. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m 30 ára 2018 ÍSLENSKT TÍSKUTÍMARIT KOMIÐ Í ALLAR HELSTU VERSLANIR ...VHS-spólur og kassettur? Fara í almennt rusl, gráu tunnuna. ... frauðplast? Það flokkast með plastumbúðum. 6 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D a G U r20 l í f I Ð ∙ f r É T T a b l a Ð I Ð Lífið 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 7 -2 8 5 8 1 E E 7 -2 7 1 C 1 E E 7 -2 5 E 0 1 E E 7 -2 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.