Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 6
01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is Viðskipti Björn Ingi Hrafnsson hefur ásamt viðskiptafélaga sínum, Ægi Arnarsyni, kært forsvarsmenn Dalsins ehf., þá Árna Harðarson og Halldór Kristmannsson, og lögmann þeirra, Bjarka Diego, til héraðssaksóknara fyrir fjársvik, skilasvik og skjalabrot. Í kærunni er því lýst hvernig hinir kærðu hafi blekkt Björn Inga og Arnar til að undirrita samkomulag um riftun á kaupsamningi um alla hluti í Birt- ingi, undir því yfirskini að um mála- myndagerning væri að ræða, en svo notað umrætt skjal til að yfirtaka kaupsamning um Birting og þann hlut, sem Pressan ehf. hafði þegar greitt fyrir, án endurgjalds með því að beita blekkingum og rangfærslu skjala, þrátt fyrir að gjaldþrot Press- unnar væri yfirvofandi og óum- flýjanlegt. Í kærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er því lýst hvernig sú hugmynd hafi vaknað hjá Árna Harðarsyni að gera málamyndasam- komulag um riftun á kaupsamningi um Birting sem geymt yrði á skrif- stofu Bjarka Diego lögmanns, í þeim eina tilgangi að sýna kröfuhöfum Pressunnar fram á að Pressan ætti ekki þessa eign og semja yrði um skuldir. Aldrei hafi staðið til að rift- unarskjalinu yrði beitt í lögskiptum og eru tölvupóstsamskipti milli kærenda og hinna kærðu rakin í kærunni til að vitnis um það. Í svari Árna Harðarsonar við tölvupósti Björns Inga, þar sem riftunarskjalið er til umræðu, segir til dæmis: „Eins og við ræddum áðan þá geymir Bjarki skjalið en við gætum Segist beittur blekkingum og þvingunum af Dalsmönnum Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn fjárfestingafélagsins Dalsins til héraðssaksóknara fyrir meint fjársvik, fjárkúgun og ýmis skjalabrot. Segir þá hafa beitt blekkingum og ólögmætum þving- unum til að eignast Birting. Mikil átök hafa verið í kringum eigendaskiptin og kærur hafa gengið á víxl. þurft að sýna það ákveðnum aðilum og gerum það þá á skrif- stofu BBA en við skulum ekki senda þetta á milli í meilum.“ Umræddur póstur var send- ur 8. maí 2017. Tíu dögum síðar var starfsmönnum Pressunnar tilkynnt að kaupin hefðu gengið til baka og þann 31. maí var tilkynnt á starfsmannafundi Birtings að Dalurinn væri orðinn eig- andi Birtings að öllu leyti. Árni, Halldór og Bjarki eru einnig kærðir fyrir umboðs- svik, fjársvik og skjalafals með því að hafa, eftir að kaupsamningn- um var rift og um leið fallið frá lán- veitingu Dalsins til Pressunnar, farg- að lánssamningnum en ekki þeim tryggingabréfum sem gefin voru út af DV ehf. og Vefpressunni ehf. til tryggingar á efndum lánssamn- ingsins. Þeir hafi blekkt Björn Inga og þóst hafa fargað tryggingabréf- unum en í stað þess látið þinglýsa þeim í lausafjárbók Vefpressunnar, þrátt fyrir að lánið sem þau áttu að tryggja hafi aldrei verið veitt. Þá er Árni Harðarson einnig kærður fyrir fjárkúgun eða aðra ólögmæta þvingun með því að hafa þvingað Björn Inga til að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir 50 milljóna láni Aziq fjár- festinga til Kringluturnsins. Um það hafi verið gerður nýr lánssamningur þar sem Dalur- inn var lánveitandi en Björn Ingi þvingaður til að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu sem skilyrði fyrir því að ofangreindum trygginga- bréfum yrði aflétt, þrátt fyrir að Björn Ingi tengdist hvorki umræddu láni né trygginga- bréfunum með nokkrum hætti. Mikil ólga hefur umlukið eignarhald DV, Vefpressunnar og Birtings undanfarin misseri og kærur ganga á víxl en Fréttablaðið sagði frá því skömmu fyrir jól að forsvarsmenn Dalsins hefðu kært Björn Inga Hrafnsson til héraðssak- sóknara fyrir fjárdrátt. Ekki náðist í hina kærðu forsvarsmenn Dalsins við vinnslu fréttarinnar. adalheidur@frettabladid.is Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn eignarhalds- félagsins Dalsins til héraðssak- sóknara. FréttaBlaðIð/SteFán Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, styður áform um að krefjast ítarlegri bakgrunnsrann- sókna á þeim sem ætla að kaupa sér skotvopn. Þetta kom fram í yfir- lýsingu frá forsetaembættinu þar í landi í gær. Trump ræddi við John Cornyn, öldungadeildarþingmann Repúbl- ikana, um þverpólitískt frumvarp sem Cornyn lagði til í fyrra, að því er kemur fram í yfirlýsingunni. Frum- varpið gekk út á að auka eftirlit með að lögum og reglum um skotvopna- sölu yrði fylgt. „Þótt viðræður séu enn í gangi og enn sé verið að skoða mögu- legar lagfæringar á frumvarpinu styður forsetinn vinnu við að bæta umræddar bakgrunnsrannsóknir,“ sagði Sarah Huckabee Sanders, fjöl- miðlafulltrúi forseta, í gær. Eins og er reiðir kerfið sem unnið er eftir, NICS, sig á að opinberir starfsmenn tilkynni um fyrri afbrot og geðheilsuvandamál mögulegra skotvopnakaupenda. Það kerfi var harðlega gagnrýnt á síðasta ári þegar bandaríski flugherinn játaði þau mistök sín að hafa ekki vakið athygli á heimilisofbeldisdómi manns sem skaut 26 til bana í kirkju í Sutherland Springs í Texas. – þea Hrifinn af auknu eftirliti með byssum Donald trump, forseti Bandaríkjanna. norDIcpHotoS/aFp suður-afríka Atul Gupta, einn þriggja Gupta-bræðra sem sæta rannsókn vegna spillingarmála og tengsla við Jacob Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, fer fram á að kyrrsetningu eigna sinna verði aflétt. Reuters greindi frá og vitnaði í dómskjöl. Dómstóll hafði áður fyrirskipað frystingu um 86 milljóna króna sem Gupta á inni á bankabók og var saksóknurum heimilað að frysta hundruð milljóna til viðbótar í tengslum við rannsókn á mjólkur- búi sem bræðurnir áttu að sjá um til þess að aðstoða samfélag fátækra, svartra bænda. Þeir eru hins vegar sakaðir um að hafa stungið háum fjárhæðum í eigin vasa. Húsrannsókn var gerð heima hjá þeim Gupta-bræðrum í síðustu viku. Þeir neita þó sök í málinu, rétt eins og Zuma. – þea Gupta-bróðir berst gegn eignafrystingu sVíÞJÓð Hjúkrunarfræðingar við neyðarlínuna í Uppsölum eiga í tilraunaskyni um tveggja ára skeið að styðjast  við tölvuforrit þegar þeir meta ástand þess sem hringt er vegna og hvort þörf sé á að senda sjúkrabíl.  Þegar hringt er í neyðarlínuna á hjúkrunarfræðingur við símann að færa inn í tölvuna upplýsingar um það sem gerðist auk upplýsinga um ástand viðkomandi, mögu- lega sjúkdóma og sjúkdómssögu. Þessar upplýsingar mun tölvan bera saman við sambærileg gögn og reikna út hvers konar aðstoð sé nauðsynleg. Samkvæmt frétt sænska ríkis- útvarpsins er þetta í fyrsta skipti sem notast er við gervigreind á þennan hátt. – ibs Tölva meti þörf fyrir sjúkrabíl Viðskipti „Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vog- unarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögn- un Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttar- verðið ásættanlegt í öllum saman- burði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhag- kvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sigmundur Davíð og félagar hans í efnahags- og viðskiptanefnd á fundi nefndarinnar í gær. FréttaBlaðIð/ernIr haldið hefði kauprétturinn senni- lega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einn- ig athygli með hliðsjón af ákvörð- unum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sig- mundur að lokum. – jóe 2 0 . f e B r ú a r 2 0 1 8 Þ r i ð J u d a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 1 -8 3 7 0 1 F 0 1 -8 2 3 4 1 F 0 1 -8 0 F 8 1 F 0 1 -7 F B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.