Fréttablaðið - 20.02.2018, Side 11
Í starfi mínu sem talmeinafræð-ingur verð ég vör við að orða-forði barna sem eiga íslensku sem
móðurmál er að verða sífellt ensku-
skotnari. Mörg börn á leikskólaaldri
eru jafnvel með sterkari orðaforða
á ensku en íslensku. Við greiningu
á málþroskavanda barna hitti ég
stundum foreldra sem segja með
nokkru stolti að orðaforði barnsins
sé talsvert betri á ensku en íslensku
og er ég þar að tala um foreldra sem
eiga íslensku sem móðurmál. Leik-
skólakennarar tjá mér að það sé
æ sjaldgæfara að inn í leikskólann
komi tveggja ára börn með góðan
orðaforða og aldurssvarandi tök á
setningamyndun. Þeir geta einnig
sagt sögur af börnum sem þrátta um
það við kennarana sína hvaða nöfn
ýmis fyrirbæri beri, að þessi litur
heiti black en ekki svartur og að
dýrið heiti hippo en ekki flóðhestur.
En er þetta ekki bara í góðu lagi? Er
ekki jákvætt að börnin nái snemma
tökum á ensku og verði ,„tvítyngd“?
Ef þetta væri ekki á kostnað móður-
málsins, þá væri svarið já. Það sem
við sjáum hins vegar er að íslenskum
orðaforða barnanna fer mikið aftur.
Það er raunveruleg hætta á því að
við séum að ala upp kynslóð barna
sem talar tvö tungumál þar sem
hvorugt málið er vel þróað. Varðandi
börn sem eiga annað móðurmál en
íslensku er staðan jafnvel enn verri
þar sem ensk áhrif trufla máltöku
þeirra á íslensku.
Íslenska skólakerfið er ekki búið
að hafna íslenskunni, kennslan fer
fram á íslensku og megnið af því
lesefni sem nemendum er ætlað
að lesa er á íslensku. Meðan svo er
þurfa nemendur að vera með góðan
aldurssvarandi íslenskan orðaforða.
Talið við börnin og lesið fyrir þau
Bandarísk rannsókn (Hart og Risley,
1995) sýndi gífurlegan mun á orða-
forða barna við þriggja ára aldur eftir
því hversu mikið var talað við barnið
og hvernig mál var haft fyrir barninu.
Þessi mikli munur á orðaforða hafði
forspárgildi um tungumálafærni
barnanna við níu ára aldur.
Í nýlegri doktorsrannsókn Sig-
ríðar Ólafsdóttur (2015) kom fram
að sterk fylgni er milli orðaforða og
lesskilnings nemenda í 4.-8. bekk.
Það felur í sér að því öflugri sem
orðaforði barnsins er við níu ára
aldur því betri er lesskilningur þess.
Rannsóknin sýndi einnig fram á að
þessi fylgni helst þar til barnið kemst
á unglingsaldur. Barn með slakan
orðaforða á íslensku á því mjög lík-
lega eftir að lenda í miklum lesskiln-
ingsvanda, því góður orðaforði og
málskilningur er undirstaða lesskiln-
ings. Ef svo heldur áfram sem horfir
gætum við átt von á enn frekara falli
lesskilnings íslenskra nemenda í
alþjóðlegum samanburðarrann-
sóknum með tilheyrandi námserfið-
leikum og brottfalli úr skóla.
En hvað er þá til ráða? Þessari
spurningu mætti svara með langri
grein, en einfalda svarið er hins
vegar: Ein árangursríkasta leiðin til
að efla orðaforða barna, og þar með
málskilning, er aukinn bóklestur.
Talið við börnin ykkar og lesið fyrir
þau daglega á íslensku. Forðist raf-
rænt afþreyingarefni þar sem allt
fer fram á ensku en veljið í staðinn
íslenskt efni.
Foreldrar, ykkar er valið. Hvort
viljið þið heldur að barnið ykkar tali
„krúttlega“ ensku á yngri árum eða
nái góðum tökum á móðurmálinu
og verði í kjölfarið með góðan les-
skilning og þar með góðar forsendur
til frekara náms?
Krúttleg enska
á kostnað lesskilnings
Bjartey
Sigurðardóttir
talmeina
fræðingur
Foreldrar, ykkar er valið.
Hvort viljið þið heldur að
barnið ykkar tali „krúttlega“
ensku á yngri árum eða nái
góðum tökum á móðurmál-
inu og verði í kjölfarið með
góðan lesskilning og þar með
góðar forsendur til frekara
náms?
Vegna umræðna um mengun neysluvatns á virkjunar-svæðum vatnsveitna á höfuð-
borgarsvæðinu og víða um land er
ekki úr vegi að fara nokkrum orðum
um lög og reglur varðandi neysluvatn,
áhugasömum til upplýsinga.
Samkvæmt lögum og reglugerðum
ber stjórnvöldum að ábyrgjast að
mannvirkjagerð sé með þeim hætti
að neytendum sé tryggt neysluvatn
úr neysluvatnskerfum húsa. Í lögum
um matvæli nr. 93/1995 er neyslu-
vatn skilgreint sem matvara. Megin-
tilgangur laganna er eins og segir:
1. gr. Tilgangur laganna er að
tryggja, svo sem kostur er, gæði, öryggi
og hollustu matvæla og að merkingar
og aðrar upplýsingar um þau séu réttar
og fullnægjandi.
2. mgr. Neysluvatn: vatn, í upphaf-
legu ástandi eða eftir meðhöndlun,
sem notað er til drykkjar, við matar-
gerð og í matvælafyrirtækjum. Hita-
veituvatn telst ekki neysluvatn. Heitt
neysluvatn verður til við upphitun
á köldu neysluvatni t.d. í gegnum
varmaskipti.
Í tilskipun EB/EES nr. 98/83/EC sem
var innleidd í íslenska löggjöf með
reglugerð nr. 536/2001 um [tiltekur
gæði] neysluvatn segir í 6. gr.: Staður
þar sem samræmis skal gætt við færi-
breytugildin [aðstæður] a) þegar um
er að ræða vatn frá dreifikerfi, á þeim
stað á athafnasvæði eða í starfsstöð
þar sem vatnið kemur úr krönum sem
eru venjulega notaðir fyrir neysluvatn.
Í sömu tilskipun sem tók gildi á
Íslandi 2003 segir: 25) Ef stöðlum
samkvæmt þessari tilskipun er
ekki fylgt skal viðkomandi aðildar-
ríki grafast fyrir um orsakir þess og
tryggja að gripið verði til nauðsyn-
legra aðgerða til úrbóta eins fljótt
og unnt er til að færa gæði vatnsins í
rétt horf. 26) Mikil vægt er að koma í
veg fyrir þann möguleika að mengað
vatn geti valdið heilsutjóni. Banna skal
dreifingu á slíku vatni eða takmarka
notkun þess.
Þegar lög um vatnsveitur nr.
93/1995 voru sett urðu mikil umskipti
í allri starfsemi vatnsveitna, þar sem
nýjar reglur skilgreindu vatnsveitur
sem matvælafyrirtæki.
Það er löngu tímabært að yfirvöld
mannvirkjagerðar á Íslandi setji skýr-
ari og ítarlegri reglur um starfsemi
vatnsveitna og lagnabúnað neyslu-
vatnskerfa í húsum, bæði hvað varðar
nýlagnir og viðhald þeirra svo og að
tryggja eftirfylgni með að þeim sé
framfylgt. Þannig verður vatnsveitum
og fagaðilum auðveldað að uppfylla
ákvæði laga og reglna um neysluvatn
og neytendum tryggt kalt og heitt
neysluvatn sem uppfyllir kröfur sem
gerðar eru til vatnsins sem matvöru.
Neysluvatn er matvara
Svavar T.
Óskarsson
ráðgjafi hjá
Orkuumsjón
ehf. Það er löngu tímabært að
yfirvöld mannvirkjagerðar
á Íslandi setji skýrari og
ítarlegri reglur um starfsemi
vatnsveitna og lagnabúnað
neysluvatnskerfa í húsum.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
www.volkswagen.is
Við látum framtíðina rætast.
Volkswagen er með breiddina í rafmagns- og tengiltvinnbílum. Nú bjóðast þeir á vistvænu tilboði.
Gríptu tækifærið og skiptu yfir í rafbíl frá Volkswagen sem gengur fyrir íslenskri orku.
Vistvænt tilboð
2.890.000 kr.
e-up!
Vistvænt tilboð
3.850.000 kr.
Golf GTE
Vistvænt tilboð
3.950.000 kr.
e-Golf
Vistvænt tilboð
3.990.000 kr.
Passat GTE
Volkswagen á
vistvænu tilboði!
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 2 0 . F e B R ú A R 2 0 1 8
2
0
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
0
1
-6
0
E
0
1
F
0
1
-5
F
A
4
1
F
0
1
-5
E
6
8
1
F
0
1
-5
D
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
1
9
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K