Fréttablaðið - 20.02.2018, Page 18
Weight Watchers eru einn vinsælasti og lífseigasti megrunarklúbbur
veraldar en hann hefur verið
starfandi síðan snemma á sjöunda
áratugnum. Kúrinn gengur út á
að matur fær ákveðið mörg stig
og kúrfarar mega ekki fara yfir til-
greint magn stiga. Þúsundir ef ekki
milljónir manna hafa tapað þyngd
á kúrnum og tekið af því fyrir og
eftir myndir sem eru eitt algengasta
mælitækið á árangur í þyngdar-
tapsiðnaðinum og þessar myndir
eru mikið notaðar til að sýna fram
á árangur kúrsins og notaðar til að
fá þá sem eru ósáttir við sjálfa sig til
að ganga í raðir ánægðra viðskipta-
vina. Fyrir myndirnar eru gjarna
af megrunariðkandanum upp á
sitt allra stærsta, gjarna teknar frá
sjónarhorni sem sýnir viðkomandi
í sínu versta ljósi, í ljótum fötum,
jafnvel hálfnakinn í sund- eða
íþróttafötum, óhressan á svip.
Þessar myndir eru alltaf til vinstri.
Til samanburðar eru svo mynd-
irnar til hægri þar sem er komið
annað hljóð í strokkinn. Megr-
unariðkandinn stendur keikur í
fallegum fötum (gjarna efnismeiri
en á hinni myndinni) og horfir í
myndavélina með björtu brosi hins
sjálfstrausta einstaklings. Stofnandi
Weight Watchers, Jean Nidetch, var
einmitt ein af þeim fyrstu sem birtu
af sér fyrir- og eftir-myndir en hún
bjó til stigakerfið og prófaði á eigin
skinni með árangri sem best er lýst
með fyrir- og eftir-myndum.
Nú hefur Weight Watchers hins
vegar ákveðið að henda sinni
helstu mælistiku, nefnilega fyrir- og
eftir-myndunum. Ástæðan er ein-
mitt sú að samkvæmt niðurstöðum
fyrirtækisins (og fjölda rannsókna)
eru kúrar ekki lausnin sem löngum
hefur verið predikað að þeir væru.
Þessar umbreytingarmyndir þykir
yfirmönnum milljarðafyrirtækisins
Weight Watchers nú gefa villandi
mynd af því að kúr sé eitthvað sem
tekur enda. Fyrirtækið vill leggja
meiri áherslu á varanlega lífsstíls-
breytingu þar sem áherslan er á
„heilsuferðalag sem hefur hvorki
upphaf, miðju né endi,“ eins og
talsmaður fyrirtækisins segir.
Aðrir hafa bent á að með nútíma
ljósmyndatækni sé lítið mál að
búa til fyrir- og eftir-myndir af
öllum, jafnt þeim sem hafa lagt
á sig langtímasvelti til að passa
í kjól og hinum sem eru góðir í
myndvinnsluforritum á borð við
Photoshop.
Ekki fylgir sögunni hversu margir
bæta þyngdinni á sig aftur þegar
hætt er á kúrnum en gera má ráð
fyrir að sama tölfræði eigi við um
Weight Watchers kúrinn og aðra
kúra sem þýðir að aðeins um fimm
prósent viðhalda þyngdartapi
til frambúðar. Eftir-myndin er
því ekki raunhæfur mælikvarði á
varanlegt þyngdartap nema hún sé
endurnýjuð reglulega með sömu
niðurstöðum. Svo er líka hægt að
prófa að birta frekar fyrir- og eftir-
dagbókarfærslur þar sem áherslan
er á líðan viðfangsefnisins þar sem
við vitum að þótt brosið sé bjart á
ljósmynd gefur það ekki endilega
til kynna raunverulega líðan.
Weight Watchers hættir að
birta fyrir og eftir myndir
Fyrir- og eftir-myndir þykja einn besti mælikvarðinn á útlitsbreytingu eftir megrunarkúr en megrunar-
fyrirtæki eins og Weight Watchers og Biggest Loser hafa notað slíkar myndir í þúsundatali gegnum árin.
Stofnandi Weight Watchers, Jean Nidetch, árið 1965 en nú hefur fyrirtækið
ákveðið að hætta að nota fyrir- og eftir-myndir í auglýsingaherferðum sínum.
Fréttablaðið.is - stendur undir nafni
Lifandi fréttamiðill með nýjustu
fréttum allan sólarhringinn ásamt
ítarlegri umöllun um málefni
líðandi stundar.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . F e B R úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
0
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
0
1
-8
8
6
0
1
F
0
1
-8
7
2
4
1
F
0
1
-8
5
E
8
1
F
0
1
-8
4
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
9
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K