Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2018, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 20.02.2018, Qupperneq 37
Leikkonan Allison Janney tók áhættu með klæðavali á BAFTA-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn en hún klæddist kjól frá Bibhu Mohapatra. Kjóllinn er óneitanlega ansi nýstárlegur og óvenjulegur í sniðinu og hefur fengið misjöfn viðbrögð. Sumir tískusér- fræðingar vilja meina að kjóllinn hafi verið einn sá flottasti á hátíðinni á meðan aðrir segja Janney eiga heima á lista yfir verst klæddu stjörnurnar á hátíðinni. En hvað sem hver segir um kjólinn þá hefur stílisti Janney, Tara Swennen, í það minnsta hlotið mikið lof undanfarið því leikkonan hefur þótt afar flott klædd upp á síðkastið. Þess má geta að Janney hlaut verðlaun á BAFTA-hátíðinni fyrir aukahlutverk sitt í kvikmyndinni I, Tonya. – gha Klæddist umdeildum kjól á BAFTA Leikkonan Allison Janney klæddist svörtum og silfruðum kjól úr flaueli og satíni. NORDICPHOTOS/GETTY Sö n g v a r -inn og leikar- i n n J o n Bon Jovi hefur látið lítið fyrir sér fara undan- farið en nýjustu fregnir af honum eru þær að hann er farinn í vínbransann með syni sínum, Jesse Bongiovi. Þeir feðgar eru komnir í samstarf við franska vínframleiðandann Gerard Bert- rand og eru að gera rósavín en það mun vera uppáhaldsdrykkur Bon Jovi. Vínið, sem hefur fengið nafnið Diving Into Hampton Water, kemur á markað í vor og íslenskir aðdáendur Bon Jovi verða bara að krossa fingur og vona að vínið fari í sölu hér á landi. – gha Jon Bon Jovi  í vínbransann Þrátt fyrir loforð um bætt vinnubrögð, hástemmdar yfirlýsingar um samvinnu og samtöl á vinnumarkaði, hefur ekkert gerst á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að viðræður FÍN við samninganefnd ríkisins um nýjan kjarasamning hófust. Líklega er samt of djúpt í árinni tekið að tala um viðræður þar sem samninga- nefnd ríkisins hefur aldrei viljað ræða efnislega neinar kröfur FÍN og þeim ætíð hafnað án umræðu. Samninganefnd ríkisins hefur aðeins ýtt yfir samningaborðið til okkar afleitum tilboðum sem mæta ekki á nokkurn hátt kröfum félagsins. Á sex mánaða afmæli árangurslausra samningafunda, þar sem aldrei hefur verið boðið upp á eiginlegar samningaviðræður, verðum við því hreinlega að segja; Takk fyrir ekkert! Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem ríkir í kjaraviðræðum félagsins og ríkisins boðar FÍN til félagsfundar þann 1. mars n.k., kl. 14:00, að Borgartúni 6, 3. hæð. Boðið verður upp á ka og tímamótatertu. Allir félagsmenn FÍN sem starfa hjá ríkinu eru hvattir til að ölmenna til fundarins. Stjórn FÍN Félag íslenskra náttúrufræ›inga Til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur Frá FÍN - Félagi íslenskra náttúrufræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Borgartúni 6 105 Reykjavík sími: 595 5175 fin@bhm.is www.fin.is Reykjavík, 20. febrúar 2018 TAKK FYRIR EKKERT! DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. Um er að ræða dansvænan óð til þess sem DJ Assault finnst með því mikilvæg- asta í lífinu. Og nú ætlar maðurinn að koma hingað til lands að trylla skemmtistaðinn Húrra með dúndr- andi rassabassa. Ghettotech nefnist senan sem DJ Assault kemur úr og varð hún til í Detroit sem ásamt Chicago er höfuð borg danstónlistar í Banda- ríkjunum. Teknóið og house-ið varð til í þessum borgum og var síðan flutt til Evrópu þar sem tónlistar- senurnar lifa góðu lífi enn í dag. Sömuleiðis þegar ghettotech-senan sprakk út í kringum árið 2000 og fór úr neðanjarðarklúbbum Detroit- borgar til flestallra töff dansklúbba í Evrópu. Lagið Ass-N-Tittes var stóri smellurinn, eiginlega eina lagið sem þeim, sem ekki hafa sökkt sér ofan í málið, dettur í hug þegar þau heyra orðið „ghettotech“ – ef þau þá vita almennt af því að það er það sem þessi einfalda, bassaríka og hraða danstónlistarstefna er kölluð. Um er að ræða einskonar bræðing af Chicago house-tónlist, teknói Detroit-borgar, klámfengna, bassa- ríka og hraða frændanum Miami bass og svo má finna áhrif frá garage-tónlistinni bresku. DJ Assault spilar á Húrra þann 9. mars. – sþh Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins Rassar munu hristast á Húrra í mars. GheTToTech er GríðAr leGA hröð BAssATónlisT sem er upp- runnin í DeTroiT-BorG. L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 21Þ R i ð J U D A G U R 2 0 . f e B R ú A R 2 0 1 8 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 1 -6 F B 0 1 F 0 1 -6 E 7 4 1 F 0 1 -6 D 3 8 1 F 0 1 -6 B F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.