Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 6
Hotel Rebro BORGARFERÐ Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 86 68 7 ZAGREB RÓM BÚDAPEST Frá kr. 83.295 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í gistingu. 10. maí í 3 nætur. Frá kr. 117.395 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í gistingu. 27. apríl í 4 nætur. Frá kr. 86.895 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í gistingu. 27. apríl í 4 nætur. Hotel Medici Rome Hotel Hungaria City Center PRAG Frá kr. 81.695 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í gistingu. 19. apríl í 3 nætur. Hotel Ibis Mala Strana NÝTT LISSABON Frá kr. 109.595 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í gistingu. 19. apríl í 3 nætur. Hotel Fenix Lisboa Bókaðu Frá kr. 81.695 m/morgunmat Stjórnmál Þrátt fyrir að einungis einn frambjóðandi óski eftir fyrsta sætinu í forvali VG fyrir borgar- stjórnarkosningarnar hefur fólki verið smalað í flokkinn í aðdrag- anda þess. Forvalið fer fram raf- rænt í dag og stendur kosningin til klukkan 17. Björg Eva Erlendsdóttir, fram- kvæmdastjóri VG, segir að skrán- ingum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. „Það voru úrsagnir og svo því sé nú haldið til haga þá voru þær hátt í 200 í kringum ríkis- stjórnarmyndunina, en síðan hefur verið sígandi lukka. Svo var smölun í kringum forvalið og hún stóð til 14. og var frekar massív,“ segir hún. Björg Eva tekur fram að félaga- talið sé mjög lifandi. Þess hafi jafn- vel verið dæmi að fólk hafi skráð sig í flokkinn í kringum stjórnarmynd- unina. Félagsmenn í VG eru núna rétt rúmlega 6.000 á landinu öllu og af þeim hafa rúmlega 2.500 þátt- tökurétt í forvalinu. Fram kom um síðustu helgi að félagar í flokknum hafa aldrei verið fleiri. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er eini frambjóðandinn sem óskar eftir fyrsta sætinu. Hún segir engu að síður mikilvægt að þátttaka í prófkjörinu verði góð og að hún fái afgerandi kosningu í sætið. Líf tók við oddvitasætinu á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómas- dóttur. „Það er gott að halda því til haga að ég er ekki kjörin oddviti flokksins og er að sækja umboð mitt til flokksins sem oddviti núna í fyrsta sætið,“ segir Líf. Tveir fram- bjóðendur biðja um annað sæti í prófkjörinu, en það eru þau Elín Oddný Sigurðardóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi gefur þó kost á sér í 2. til 4. sæti. Mesta keppnin er hins vegar um þriðja sætið, þar sem fimm frambjóðendur sækjast eftir því. Listi Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar var birtur í fyrradag. Ingvar Mar Jóns- son, flugstjóri hjá Icelandair, verður í fyrsta sæti. „Áherslan verður fyrst og fremst í menntamálum. Við viljum hækka laun kennara og for- gangsraða þannig. Setja kennarana á stall fyrir börnin,“ segir Ingvar. jonhakon@frettabladid.is Smölun fyrir forval VG þótt einn vilji 1. sætið Forval Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar fer fram í dag. Líf Magneu­ dóttir sækist ein eftir fyrsta sætinu en mikil eftirspurn er eftir sætunum þar á eftir. Oddviti Framsóknarflokksins vill hækka laun kennara og setja þá á stall. Líf Magneudóttir tók við oddvitasætinu hjá VG á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. Hún varð líka forseti borgarstjórnar. FréTTabLaðið/anTon brink Áslaug vildi 2. sætið Borgarfulltrúarnir Áslaug Frið- riksdóttir og Kjartan Magnússon verða ekki á lista Sjálfstæðis- flokksins, eins og greint var frá fyrr í vikunni. „Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Ég óskaði eftir að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að vita að ég hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi styddi þá tillögu. Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór,“ segir Áslaug á Facebook. Kjartan Magnússon vildi ekkert tjá sig um niðurstöðuna í samtali við Fréttablaðið. ingvar Mar Jóns- son flugstjóri. SkipulagSmál Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við nýjar höfuð- stöðvar Landsbankans við Austur- höfn í Reykjavík í byrjun næsta árs. Húsnæðið verður 16.500 fermetrar en bankinn ætlar að nýta sér 10 þúsund fermetra og leigja hinn hlutann fyrir verslun eða þjónustu. Til samanburðar er tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa rétt tæpir 30 þúsund fermetrar. Bygging hússins verður boðin út. Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans. Sjö arkitekta- teymi voru valin í október til að skila inn frumtillögum að hönnun hússins og í janúar bárust bankan- um tillögur frá sex teymum. Banka- stjóri og bankaráð nutu aðstoðar þriggja manna ráðgjafaráðs við ákvörðunina og mælti ráðgjafa- ráðið með þeirri tillögu sem varð fyrir valinu. „Þegar samningar við tillögu- höfunda liggja fyrir mun vinna við fullnaðarhönnun hússins hefjast. Frumtillagan getur tekið breyting- um á hönnunarstigi, þótt heildar- yfirbragð hússins verði óbreytt,“ segir í tilkynningu bankans. – jhh Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar í gang 2019 nýi Landsbankinn mun rísa við hlið Hörpunnar í reykjavík. Húsnæðið verður 16.500 fermetrar og mun bankinn nýta 10.000 fermetra. ViÐSkipti Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bank- inn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Nýtt félag verður stofnað um starf- semi kísilverksmiðjunnar í Helgu- vík. Haraldur Guðni Eiðsson, for- stöðumaður samskiptasviðs Arion, sagði við Fréttablaðið að þetta væru ákveðin kaflaskil „Núna erum við komin með forræði yfir verk- smiðjunni og getum hafist handa við úrbætur. Að sama skapi gefur þetta okkur umboð til að huga að sölumálum og ræða við áhugasama kaupendur.“ Samkvæmt ársreikningi Arion, sem gefinn var út fyrr í þessum mánuði, metur bankinn eignarhlut sinn í United Silicon á 5,4 milljarða króna. Í ársreikningnum kom fram að stefnt yrði að því að finna kaup- endur fyrir félagið Eignabjarg sem stofnað var um eignarhlutinn. Ann- ars kæmi til greina fyrir bankann að ráðast í úrbætur á verksmiðjunni og selja félagið að þeim loknum. – la, khn Undirbúa sölu á United Silicon United Silicon. FréTTabLaðið/anTon 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -1 D 5 8 1 F 0 D -1 C 1 C 1 F 0 D -1 A E 0 1 F 0 D -1 9 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.