Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2018, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 24.02.2018, Qupperneq 24
Guðmundur Ingi Guð-brandsson ráðherra er mættur til vinnu e l d s n e m m a a ð morgni í umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu. Klukkan er ekki orðin átta. Hann fær far í vinnuna með Skúla bílstjóra þennan morguninn enda geisar ofsaveður í borginni en alla jafna gengur hann heim úr vinnu. Hann hefur ekki átt bíl í ellefu ár og er því óvanur þeim lúxus að hafa einkabílstjóra. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af vafasömu akstursbók- haldi þessa ráðherra. Hann borðar morgunmatinn á skrifstofunni. Að eigin sögn notar hann morgna og kvöld til að koma sér inn í málefni ráðuneytisins. Hann er þó vel inni í mörgum málum þess. Síðustu ár hefur Guð- mundur Ingi sem alla jafna er kall- aður Mummi nefnilega starfað sem framkvæmdastjóri náttúruverndar- samtakanna Landverndar. Ráðning hans í starf umhverfis- og auðlinda- ráðherra var því umdeild. Hann hefur talað gegn vegarlagn- ingu um Teigsskóg á sunnanverðum Vestfjörðum og viljað líta til fleiri valkosta í þeim efnum. Hið sama gildir um Hvalárvirkjun á Ströndum og hann hefur varað við því að farið verði of geyst í laxeldi. Svo fáein málefni séu talin upp sem hann þarf nú að glíma við á ráðherrastól. Mummi er líffræðingur með meistaragráðu í umhverfisstjórnun frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum og er einnig með hússtjórnarpróf frá Húsmæðraskólanum í Reykjavík. „Í mínu fyrra starfi var tempóið hratt og krefjandi. En á allt annan hátt. Nú sit ég ofsalega marga fundi. Morgnarnir og kvöldin eru minn tími til að setja mig inn í mál. Þetta er mikil vinna en svo kannski róast þetta þegar maður er kominn inn í starfið. En þetta er það sem brennur á mér, það er því engin undankomu- leið,“ segir Mummi. Á heimavist frá unga aldri Mummi er sveitastrákur í grunn- inn. Hann er fæddur og uppal- inn á Brúarlandi á Mýrum fyrir vestan Borgarnes. „Ég ólst þar upp til sextán ára aldurs. Ég var í skóla á Varmalandi í Borgarfirði og var á heimavist öll mín grunnskólaár. Þegar ég var sex ára var ég kannski eina nótt í viku á heimavistinni. Þegar ég var orðinn sjö ára var það ein vika í mánuði. Svona lengdist tíminn og þegar ég var orðinn tíu, ellefu ára gamall, þá var ég á heima- vistinni allan veturinn, nema um helgar,“ segir Mummi. Aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni fór ekki vel í hann. „Ég held að flestir geti sett sig í þessi spor. Það er erfitt að vera skilinn frá foreldrum sínum sjö ára gamall. Og vera þá fjórar nætur að heiman. Mér leið illa í skóla þar til ég varð um tíu ára. Ég var með mikla heimþrá og grét oft. En fólkið þarna var gott og skólinn líka,“ segir Mummi og rifjar það upp þegar hann tók að eigin sögn eina stærstu ákvörðun lífs síns. Ákvað að hætta að gráta „Ég á sterka minningu frá því ég er tíu ára gamall. Ég fer á klósettið og eiginlega sturta niður þessum kafla í lífi mínu. Ég segi bara við sjálfan mig: Nú er ég bara hættur þessu væli. Ég ætla aldrei aftur að gráta í skólanum eða láta mér líða illa í honum. Ef það gerist, þá finn ég ein- hverjar leiðir til að bæta það. Mér tókst að standa við þetta og þetta er stærsta ákvörðun sem ég hef tekið. Að skilja þessa vanlíðan eftir. Og ég stend staðfastlega við það,“ segir Mummi. Leið Mumma lá í Menntaskólann á Akureyri. „Ég var í síðustu viku í MA að afhenda þeim Grænfánann, sem er viðurkenning fyrir vel unnin störf í umhverfismálum. Það fannst mér gaman. Skólameistarinn sagði af mér sögu sem ég var búinn að steingleyma. Þegar ég var í fjórða bekk var ég í umhverfisfræðiáfanga og því tengt komum við nokkur upp á svið og vildum hvetja nemendur til að reyna að draga úr pappírsnotk- un. Ég kem með bala af vatni og sýni fólki hvernig það gæti þvegið sér um hendurnar og notað eina þurrku en ekki tíu. Ég bleytti á mér hendurnar og hristi af þeim tólf sinnum og tók svo eina þurrku til að þerra hend- urnar. Þetta rifjaði skólameistarinn upp,“ segir Mummi. Með hússtjórnarpróf Nokkru eftir útskrift ákvað Mummi að mennta sig í Hússtjórnarskólan- um í Reykjavík. „Ég lauk þaðan hús- stjórnarprófi. Og var góður í bókleg- um greinum,“ segir hann og brosir út í annað. Hann er reyndar ekki eini ráðherrann sem hefur tekið hússtjórnarpróf en Sigrún Magnús- dóttir, fyrrverandi umhverfisráð- herra, er líka með hússtjórnarpróf. „Þetta var skemmtilegt, maður lærði að þrífa. Lærði að vefa, svo saumaði maður allan andskotann og svo eitthvað að elda. Mér fannst vefnaðurinn skemmtilegastur. Það er svo mikil sköpun í honum. Ragn- ar Kjartansson var fyrsti karlmaður- inn sem fór í Hússtjórnarskólann í Reykjavík og ég var annar í röðinni, ásamt einum öðrum. Mamma mín er vefnaðarkennari og kenndi vefn- að í Húsmæðraskólanum á Varma- landi,“ segir Mummi sem hefur vefnað eftir hana á veggjum heimilis síns í Vesturbænum. Gekk í klaustur Úr Hússtjórnarskólanum lá leið Mumma á nokkuð ævintýralegri stað. Í munkaklaustur. „Ég er með einhvers konar miðaldablæti. En það var nú reyndar mikill misskiln- ingur, því þetta var mjög nútímalegt klaustur. Þeir ráku gullsmiðju, járn- smiðju, bakarí og menntaskóla. Það sem hefur ekki breyst er náttúrulega tilbeiðslan. Sem margir myndu líta á sem nokkurs konar hugleiðslu. Hún var sérstaklega góð á morgnana klukkan fimm. Það var uppáhalds- tíminn minn. Ég var þar í tvo mán- uði og ég íhugaði að gerast munkur en komst að því að ég trúði ekki nóg á guð,“ segir Mummi frá. Hann fór heim til Íslands og nam líffræði við Háskóla Íslands. Eftir útskrift fór hann í nám til Banda- ríkjanna í umhverfisstjórnun í Yale- háskóla. Hann hefur komið víða við í vinnu, og hefur meðal annars starfað á Veiðimálastofnun, hjá Háskóla Íslands og við landvörslu í þjóðgörðum. Hann hóf störf hjá Landvernd 2011 og sinnti þar starfi framkvæmdastjóra þar til hann sett- ist á ráðherrastól. Hæfið metið í ráðuneytinu Mummi tók nýverið þá ákvörðun að segja Sif Konráðsdóttur, aðstoðar- manni sínum, upp störfum. Það vill svo til að á sama tíma hefur hann til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar og eiginmanns hennar. Friðunin gæti haft áhrif á lagningu Blöndulínu 3 en Sif hefur lengi bar- ist gegn lagningu loftlínu í þessu sambandi. Um er að ræða jörðina Hóla í Öxnadal. Ætlar hann að friða jörðina? „Nú eru sérfræðingar í ráðuneytinu að skoða hvort þeir telji mig hæfan eða ekki til að fjalla um málið. Ég get ekki tjáð mig um málið þess vegna og verð því eiginlega að vísa þess- ari spurningu frá. En ég mun taka afstöðu til þess þegar það er komin niðurstaða í það mál,“ segir Mummi. En hvað með hæfi í málum sem þú hefur áður kært fyrir hönd Land- verndar? Sem eru mörg, línulagnir, virkjanaleyfi og fleira? „Það er þann- ig að í langflestum tilvikum geta málsaðilar skotið málum er varða umhverfi og skipulag til óháðrar úrskurðarnefndar séu þeir ósáttir við ákvarðanir sem stjórnvöld hafa tekið. Fjöldi stjórnmálamanna hefur tjáð sig um alls konar mál og orðið svo ráðherrar en það þýðir ekki sjálfkrafa að þeir verði van- hæfir í viðkomandi máli. Umræðan um mögulegt vanhæfi á hins vegar fyllilega rétt á sér. Lögin kveða á um að ráðherrar meti sjálfir sitt eigið hæfi en áður en þeir gera það fá þeir leiðbeiningar sérfræð- inga í viðkomandi ráðuneyti. Þetta snýst um að vanda sig og það ætla ég að gera, bæði þegar kemur að frið- lýsingu Hólahóla sem og í öðrum málum.“ Efasemdir um veg um Teigsskóg Sem fyrr segir hefur Mummi einnig lýst yfir efasemdum um fram- Ráðherra með hússtjórnarpróf Mummi hefur ekki átt bíl í ellefu ár og er óvanur þeim lúxus að hafa einkabílstjóra. FréTTablaðið/anTon brink Það vakti athygli þegar nýr umhverfis- ráðherra sagði að- stoðarmanni sínum upp störfum og nú eru sérfræðingar í ráðuneytinu að skoða hvort hann sé hæfur til að fjalla um friðun jarðar í eigu þess sama aðstoðar- manns. Guðmundur Ingi er bæði mennt- aður í Yale-háskólan- um í Bandaríkjunum og Hússtjórnarskól- anum í Reykjavík. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ ÉG fer á klósettIð oG eIGInleGa sturta nIður þessum kafla í lífI mínu. ÉG seGI bara vIð sjálfan mIG: nú er ÉG bara hættur þessu vælI. ÉG ætla aldreI aftur að Gráta í skól- anum eða láta mÉr líða Illa í honum. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r24 H e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -3 A F 8 1 F 0 D -3 9 B C 1 F 0 D -3 8 8 0 1 F 0 D -3 7 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.