Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 26

Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 26
kvæmdina sem Vegagerðin leggur til með vegi í gegnum Teigs- skóg. Nýlega lét Vegagerðin gera umhverfismat á ólíkum valkostum og telur eftir það mat að vegur um Teigsskóg sé besti kosturinn. „Þessi leið sem Vegagerðin legg- ur til að verði farin veldur meiri umhverfisáhrifum samkvæmt umhverfismati en svokölluð jarð- gangaleið. Það er niðurstaða Skipu- lagsstofnunar, byggt á umhverfis- matinu, að umhverfisáhrifin af jarðgangaleiðinni séu minnst. Þau eru samt mikil. Það má kannski segja að í stöðunni sé enginn frábær kostur. Nú er boltinn hjá sveitar- stjórninni sem þarf að gera breyt- ingar á skipulagi svæðisins. Ég held að það sé mjög mikilvægt að það náist niðurstaða í þetta mál. Svo þarf Skipulagsstofnun að grípa boltann með yfirferð á skipulaginu. Ég held það þurfi bara að bíða eftir því. Út frá umhverfis- og náttúru- verndarsjónarmiðum skiptir mestu máli að horfa til vistkerfa sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt nátt- úruverndarlögum, svo sem sjávar- fitja og leira. Og hið sama gildir um birkiskógana.“ Laxeldið komið til að vera Og þá að laxeldi sem þú hefur haft efasemdir um? „Laxeldi er komið til að vera og er mikilvægur atvinnu- vegur fyrir Vest- og Austfirðinga. Við þurfum hins vegar að passa mjög vel upp á villta laxastofna sem eru mjög mikilvægir líffræðilega og þró- unarfræðilega séð og ólíkir norska eldislaxinum. Þetta er spurning um langtímaáhrif á erfðafræði íslenska laxins og við megum ekki gleyma að laxveiði er gríðarlega efnahagslega mikilvæg víða um land. Þarna þurfum við að vera með kerfi sem tryggir til framtíðar að sem allra, allra minnst og helst engin erfðablöndun verði. Það er stóra málið í þessu. Það er spurning hvort það sé hægt og þá hvernig, það er alvöru verkefni. Fiskeldi heyrir ekki undir mig, en mengunin af því gerir það.“ Sóknarfæri í samgöngumálum Íslendingar þurfa að standa við skuldbindingar Parísarsamkomu- lagsins árið 2030. Þrátt fyrir það hafa Íslendingar verið að auka losun á meðan aðrar þjóðir hafa minnkað hana. Fyrri ríkisstjórn lagði til að hækka kolefnisgjald um 100%. Þessi ríkisstjórn lækkaði það hlutfall um helming. Af hverju? Hvernig ætlar þú að ná markmiðum Parísarsamkomulags­ ins? „Við erum í fyrsta lagi að horfa á markmið Parísarsamkomulagsins um 40% minnkun á losun gróður- húsalofttegunda fyrir árið 2030 – það er eitt. Hitt er svo þetta kol- efnishlutleysi árið 2040 sem talað er um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vinnur þetta saman. Við í ráðuneytinu erum þessa dagana að vinna að aðgerðaáætlun sem miðar að því að ná þessum 40% samdrætti fyrir árið 2030 með fjöl- þættum aðgerðum, sem munu koma við flesta ef ekki alla geira samfélags- ins. Eins verður sett á stofn loftslags- ráð í samræmi við þingsályktunar- tillögu sem Katrín Jakobsdóttir fékk samþykkta fyrir nokkrum misser- um. Fyrsta verkefni loftslagsráðsins verður að búa til vegvísi um kolefn- ishlutleysi,“ segir Mummi og bætir við að helstu sóknar færin séu í sam- göngum. Þar megi draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það þurfi því áfram að stuðla að rafbíla- væðingu Íslendinga. Styðja áfram rafbílavæðingu „Ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að um áramótin voru framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla, metanbíla og aðrar slíkar bifreiðar sem losa minna en hefðbundnir bílar. Það þarf líka að halda áfram að byggja upp net hraðhleðslustöðva um allt land og um leið tryggja að ein- staklingar geti hlaðið bílana með einföldum hætti heima hjá sér. Þá eru fjölmörg sóknarfæri í sjávar- útvegi, landbúnaði og ferðaþjón- ustu. Í úrgangsmálum er brýnast að hverfa frá urðun á lífrænu sorpi þar sem það losar mikið magn öflugra gróður húsalofttegunda. Núna erum við að teikna upp aðgerðir í þessa veru, sem byggja að hluta á vinnu fyrri ríkisstjórnar. Næsta skref er svo að tímasetja þær og kostnaðargreina og meta hversu miklu hver aðgerð mun skila,“ segir Mummi. „Fljótlega hefjast samningavið- ræður okkar við Evrópusambandið um hlutdeild Íslands í þessu heildar- markmiði um 40% samdrátt. Og við munum þurfa að endurskoða aðgerðaáætlunina þegar það liggur fyrir hvað kemur út úr því. Við munum leggja hana fram í ár og svo endurskoða hana þegar viðræðum er lokið.“ Kolefnisgjaldið málamiðlun Um síðastliðin áramót var kolefnis- gjaldið, sem lagt er á bensín og dísil- olíu, hækkað um 50%. „Það var fyrir- huguð hærri hækkun en þar sem kolefnisgjaldið bitnar meira á þeim sem þurfa að fara um lengri veg var ákveðin málamiðlun að byrja þarna. Hins vegar er í stjórnarsáttmálanum ákvæði um að skoða þessa grænu skatta og sjá hvernig má koma þeim fyrir til framtíðar. Sú vinna er í gangi í fjármálaráðuneytinu.“ Mummi nefnir einnig fleiri nauð- synleg verkefni sem koma við lofts- lagsmálin, svo sem landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. „Það er ekki ljóst hversu mikið við getum talið slíkar aðgerðir fram gagnvart Parísarsamkomulaginu. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum ekki að bíða eftir þeim. Við getum gert okkar plön, varðandi landgræðslu og endurheimt vot- lendis, og slíkt er nauðsynlegt ef við ætlum að ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi. Þá verðum við að ganga rösklega til verks.“ Hann bendir á að hann vilji einnig ná góðu samtali við atvinnugreinar landsins. Stóriðjuna og flugið. „Það verða allir að vera með í þessu verk- efni.“ Ekki beittur þrýstingi Er staða þín við ríkisstjórnarborðið veik? Þar sem þú ert sá eini sem ekki er kjörinn alþingismaður? Máttu borða í mötuneytinu? „Já! Og matur- inn þar er mjög góður. En grínlaust, þá hef ég öll sömu réttindi og þing- menn nema að ég má ekki greiða atkvæði. Ég starfa náttúrulega bara í umboði míns formanns við ríkis- stjórnarborðið. Ég held að staða mín sé ekkert veikari en annarra. Ég er bara að reyna að vinna vinnuna mína og hef ekki leitt hugann að þessu.“ Finnur þú fyrir miklum þrýstingi frá vinum og félögum úr land­ verndar bransanum? „Nei, ekki ennþá, nema bara jákvæðni og stuðning. Ég held að fólk sé að gefa mér tækifæri til að sanna mig.“ Hver er mesta náttúruperlan? „Það er tvímælalaust hálendi Íslands og þá margir staðir þar.“ Vill meiri sátt Hver eru brýnustu verkefni þín hér? „Það eru fjórir þættir sem ég vil leggja áherslu á. Það eru lofts- lagsmálin, náttúruvernd, málefni sem tengjast neyslusamfélaginu og að finna leiðir til að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Ekki síst með það að leiðarljósi að skapa meiri sátt um það sem við gerum í samfélag- inu,“ segir Mummi og segist tala af reynslu. „Það hafa verið stór deilumál í samfélaginu sem tengjast náttúru- vernd og auðvitað er fólk oft ósam- mála í grundvallaratriðum. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ef fólk talar saman og ef almenningur tekur þátt í ferlinu strax frá byrjun þegar verið er að móta hugmyndir og tillögur þá megi forðast deilur sem koma upp á seinni stigum. Þá eru meiri líkur á að hægt sé að ná sátt í málum.“ Matarsóun og plastnotkun Hvað varðar neysluna, þá eru umhverfisvænni samgöngur, matar- sóun og plastnotkun gríðarlega mikilvæg mál að takast á við að mati ráðherra. „Þá er ég ekki síst að horfa til þess hvað einstaklingar, samfélög, fyrir- tæki og stofnanir geta gert. Það er stórt hagsmunamál fyrir okkur öll að tekist sé á við matarsóun og plastnotkun sem ógnar heimshöf- unum. Sömuleiðis þurfum við að endurskoða samgöngurnar okkar – hvernig við komum okkur í og úr vinnu. Úrgangsmál eru svo stórt umhverfismál en þar er auðvitað bara á ferðinni hin hliðin á neysl- unni því allt það sem við kaupum og neytum endar fyrr eða síðar sem úrgangur sem við þurfum að losa okkur við með einum eða öðrum hætti eða nýta áfram í takti við hringrásarhagkerfið.“ Þjóðgarðurinn stærsta verkefnið Náttúruverndin er honum kærust. „Þar er náttúrulega stærsta verkefn- ið stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Þetta er okkar stærsta fram- lag í náttúruvernd til heimsbyggð- arinnar. Þarna erum við að tala um stórt, óbyggt svæði þótt fólk heim- sæki það allan ársins hring. Það er viðkvæmt og verðmætt og geymir miklar andstæður, hvort heldur er í landslagi, gróðri eða í jarðfræði. Þetta er undraveröld enda verður fólk agndofa við að kynnast því. Í þessum hraða heimi er ómetanlegt að eiga staði þar sem hægt er að upplifa kyrrð og komast í tengsl við náttúruna. Það er því eitt af okkar mikilvægustu verkefnum að halda utan um það og setja leikreglur um það hvernig við förum með þessa auðlind,“ segir Mummi. Efnahagsleg tækifæri „Hugmyndin er að stofna þjóðgarð og skipta honum upp í svæði. Á sumum svæðum eru kannski bara stundaðar rannsóknir. Á öðrum svæðum er mögulega sauðfjárrækt, á öðrum skotveiði, svo eru svæði sem eru fyrst og fremst fyrir fólk og úti- vist. Þannig þjóðgarður myndi líka skapa ótrúlega spennandi tækifæri fyrir nærliggjandi byggðir og þá er ég að tala um efnahagsleg tækifæri. Þetta er hvort tveggja, byggða- mál og náttúruverndarmál. Í því sambandi má benda á nýja rann- sókn sem sýnir að Snæfellsjökuls- þjóðgarður er árlega að skila 3,9 milljörðum í þjóðarbúið og 1,8 milljarðar verða eftir á Snæfells- nesinu. Þetta skiptir líka máli, því þjóðgarðar skapa störf og þjónustu. Þetta er stóra verkefnið mitt.“ Friðlýst svæði hafa aðdráttarafl Hann nefnir líka friðlýsingar og segir að þar sé verk að vinna. „Þar vil ég einmitt líta til þess- ara fjölbreyttu þátta og skapa störf í kringum friðlýsingar. Tengja þetta tvennt saman. Friðlýst svæði hafa aðdráttarafl en það er auð- vitað mikilvægt að ferðaþjónustan okkar þróist í sátt við náttúruna og samfélagið. Í því sambandi þarf að byggja upp innviði á mörgum ferðamannastöðum. Þar er líka heilmikil vinna fram undan við að afla og miðla þekkingu um það hvernig við byggjum þessa innviði upp. Við hljótum að vilja að þeir falli sem best að náttúrunni. Og það er fyrirhugað að setja fjármagn í þessa þætti,“ segir Mummi og nefnir að hann hafi skoðað verklag Skota og Íra í þessum efnum. „Svo þurfum við að gera upp við okkur hvort við viljum að alls staðar verði byggðir upp innviðir. Eða viljum við eiga einhver svæði með litlum eða engum innviðum og beita þá frekar fjöldatakmörkunum á þau svæði. Ég er þeirrar skoðunar að það gæti verið góð leið.“ … og lúpínan! Hann nefnir einnig landgræðsluna og að þar sé mikið verk fram undan. Blaðamaður stenst ekki mátið og spyr hann út í lúpínuna. Þú elskar að hata lúpínu? Er það ekki? Nei! segir Mummi. „Ég vil ekki nálgast eina plöntutegund út frá því hvort ég elski eða hati. Ég vil líta á þetta út frá því hvort viðkomandi plöntutegund sem í þessu tilviki er gríðarlega sterk landgræðslujurt sé að ógna náttúrulegum búsvæðum. Hún hefur gert það víða. Þarna verðum við að horfa til þess að hún á til dæmis ekki heima á frið- lýstum svæðum þar sem við ætlum að vernda náttúruna og viljum að hún þróist á eigin forsendum, eða á hálendinu og reyndar víðar. Þetta eru svæði sem ég held að við getum verið sammála um að við eigum að halda henni frá. Þetta er fjöreggið okkar sem við verðum að passa að varðveita.“ Stærsta verkefnið er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. „Þjóðgarðar skapa störf og þjónustu.“ bendir Mummi á. FréttabLaðið/EyÞór. ↣ Þannig Þjóðgarður myndi líka skapa ótrúlega spennandi tækifæri fyrir nær- liggjandi byggðir og Þá er ég að tala um efna- hagsleg tækifæri. Þetta er hvort tveggja, byggðamál og náttúruverndarmál. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r26 H e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -3 6 0 8 1 F 0 D -3 4 C C 1 F 0 D -3 3 9 0 1 F 0 D -3 2 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.