Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2018, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 24.02.2018, Qupperneq 34
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Opið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16 VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK í besta sætinu Þegar Birgir Jakobsson hitti blaðamann síðast fyrir þremur árum hafði hann setið nokkrar vikur í embætti. Allan þann tíma hafði heilbrigðis­ kerfið verið hálflamað vegna verk­ falla. Áður en Birgir tók við starfi land­ læknis bjó hann og starfaði í Sví­ þjóð um langt árabil þar sem hann gegndi ýmsum stjórnunarstöðum við sjúkrahús þar í landi. Sérgrein Birgis er barnalækningar og árið 1988 lauk hann doktorsprófi frá Karolinska Institutet. Hann gegndi yfirlæknis­ stöðu á barnadeild Huddinge sjúkra­ hússins í Stokkhólmi, árið 2003 tók hann við starfi sjúkrahússtjóra við Capio St. Görans sjúkrahúsið í Stokk­ hólmi og frá árinu 2007 var hann forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi þar til hann var skipaður landlæknir. Birgir kom einbeittur til starfa og fullur baráttuvilja og vildi bæta þjónustu og aðgengi að heilbrigðis­ þjónustu. Skoðar kvörtun frá Ólafsvík Fréttablaðið.is fjallaði á dögunum um mál Gunnhildar Lindu Vigfúsdóttur sem lést þann 30. janúar síðastlið­ inn. Heiðar Friðriksson, eiginmaður hennar, hefur mánuðum saman barist fyrir því að Embætti land­ læknis fari ofan í saumana á fram­ komu lækna í Ólafsvík við Gunn­ hildi Lindu. Og að sjúkrasaga hennar verði skoðuð. Heiðar sagði í viðtali við Fréttablaðið.is að læknir hefði neitað að koma og búa hana undir flutning í sjúkrabíl eftir að hún datt heima hjá sér. Hún hafði verið mikið veik og greinst með heilaæxli. Birgir segir að að venju geti emb­ ættið ekki rætt um einstök mál í fjöl­ miðlum. „Við erum að skoða þessi mál og vöndum okkur í þeirri vinnu.“ Spurður um fjölda kvartana sem berast embættinu vegna þjón­ ustu á landsbyggðinni og alvarleika þeirra segir Birgir að þær séu ekki fleiri en á höfuðborgarsvæðinu. „Mistök gerast í heilbrigðis­ þjónustu. Það er staðreynd.  Ég hef hins vegar ekki tölur um að þau séu fleiri á landsbyggðinni en á höfuð­ borgarsvæðinu. Það sem ég hef hins vegar sagt frá byrjun er að sérfræði­ þjónustu úti á landi er misskipt miðað við höfuðborgarsvæðið. Aðgengi fólks á landsbyggðinni að sérfræðiþjónustu er ekki nægilega gott og það er ekki vel skipulagt. Það er hlutur sem ég er búinn að segja í þrjú ár. Ég stend við það. Það þarf að gera ákveðna breytingu á þessu,“ segir Birgir ákveðinn. Hann segist telja að Landspítalinn sem háskólasjúkrahús allra lands­ manna þurfi að fá mjög skýrt hlut­ verk í samvinnu við heilbrigðisstofn­ anir úti á landi. „En til þess að þetta sé mögulegt þarf náttúrulega Landspítalinn að hafa burði til að geta veitt þessa þjón­ ustu og nægilega marga sérfræðinga þannig að þeir geti verið í samskipt­ um við stofnanir úti á landi og sinnt þeirri þjónustu á forsendum heima­ manna. Og ekki eins og hefur verið, á forsendum sérfræðinga sem hafa tíma til að fara út á land. Ég var ákveðinn í að koma þessu til leiðar þegar ég hóf störf hjá embættinu fyrir þremur árum og er enn ákveðinn í því.“ Hvers vegna gengur illa að hreyfa við kerfinu? „Landspítalinn hefur að mínu mati ekki burði til að veita þessa þjónustu vegna þess að sér­ fræðingar Landspítalans hafa nóg að gera í öðrum verkefnum. Þeir eru heldur ekki nógu margir. Helmingur af sérfræðingum Landspítalans er líka þegar í hlutavinnu og sinnir sérfræði­ störfum á stofum á höfuðborgarsvæð­ inu. Og er raunverulega ekki að sinna landsbyggðinni. Nema þá að fólk komi frá landsbyggðinni á stofur sér­ fræðings hér í borginni,“ segir Birgir. Fara í manngreinarálit Hefur þú heyrt dæmi um það að læknar fari í manngreinarálit? „Það hafa komið upp mörg dæmi um þetta. Að læknar telji sig ekki geta sinnt manneskju af einhverjum ástæðum. En þá er það oftast þannig að þeir tryggja að annar læknir tekur við meðferð.“ Hvaða viðhorf hefur þú til þess að læknar fari í manngreinarálit? Hvernig er tekið hjá því hjá embætt- inu? „Það er mjög alvarlegt. Það má ekki fara í manngreinarálit. Góðir starfshættir lækna kveða á um það að læknir geti ekki neitað manneskju um læknisþjónustu nema að tryggja það að viðkomandi fái þjónustu ein­ hvers staðar annars staðar. En að því sögðu þá getur þú komist að þeirri niðurstöðu að þú getir ekki veitt við­ komandi manneskju nauðsynlega meðferð. Þá er algjört skilyrði að þú tryggir að það sé einhver annar sem gerir það.“ Hvaða ástæður geta verið fyrir því að læknir neiti að veita þjónustu? „Það geta verið margar ástæður. Þær geta verið trúarlegar, siðferðilegar. Þær geta líka verið þannig að traust á milli læknis og sjúklings hefur skaðast og þá er betra fyrir báða að einhver annar sinni sjúklingnum.“ En ef það er enginn annar? „Ef það er enginn annar til staðar þá verður læknir að sinna sjúklingi. Það er grundvallarregla okkar en það er samt ekki hægt að þvinga heilbrigðis­ starfsfólk til að gera hluti sem eru á móti gildismati þess. Þetta er ákveð­ ið mat sem þarf að fara fram. En það getur hins vegar ekki gengið upp að læknar fari í manngreinarálit. Þín fyrsta skylda sem læknir er að hjálpa sjúklingnum. Ef þú getur það ekki þá ber þér að senda sjúklinginn annað og tryggja bestu mögulegu þjónustu. Það er mjög djúp tilfinning og ábyrgð sem fylgir þessari starfsreglu lækna­ stéttar,“ segir Birgir. „Hvernig finnst þér þú skilja við embættið? „Mér finnst ég ekki hafa áorkað miklu á þessum tíma. Þetta eru þrjú ár og auðvitað er það ekki langur tími, en það er mín aðalregla að ef þú ert ekki búinn að koma því til leiðar á þremur til fimm árum sem þú ætlar að koma til leiðar, þá muntu líklega ekki koma því til leiðar. Þá er betra að fara að gera eitthvað annað,“ segir Birgir. Breytt baráttuaðferð „Mér finnst áhugavert að breyta um baráttuaðferð. Sjá hvað  ég get gert með öðru fólki. Fólki sem er nær því að koma einhverju til leiðar en við getum hjá þessu embætti. Ég ætla að gefa því tækifæri.“ Hvernig kom það til að þér var boðið þetta starf? „Það var nýlega sem ég var spurður að því hvort þetta gæti verið eitthvað sem ég gæti hugsað mér. Þó að ég hafi nýlega náð þessum háæru­ verðuga aldri þá finnst mér gaman að vinna. Ég brenn fyrir þessum mál­ efnum. Ég er búinn að brenna fyrir því í áratugi hvað er hægt að gera til að bæta heilbrigðisþjónustuna og koma góðu til leiðar fyrir stóran hluta sjúklinga. Ég myndi vilja sjá það að aðgeng­ inu að þjónustunni væri betur skipt á milli fólks. Og að þetta opinbera kerfi sem er fjármagnað af skattfé almennings sé burðugra til að sinna þörfum fólksins í landinu. Við erum ekki fleiri en það að við eigum að geta gert það. Við erum á mörgum sviðum góð en það vantar mikið upp á að kerfið virki betur. Við vorum eitt sinn á góðri leið. Ef við hefðum byrjað árið 1990 og upp úr því að fylgjast með því hvað er að gerast erlendis og gera eins, þá værum við ekki stödd þar sem við erum í dag. Við fórum aðra leið og fórum eigin­ lega í nokkurs konar kerfisleysi sem hefur eiginlega stýrt sér sjálft meira og minna síðustu tuttugu ár. Við getum gert betur. Ég er alla vega enn með baráttuþrek. Ég vona að mér og ráðherra komi vel saman. Við höfum rætt saman og það lofar góðu,“ segir Birgir. kristjanabjorg@frettabladid.is Berst áfram á öðrum vettvangi Birgir Jakobsson segist ekki hafa áorkað miklu í starfi sínu sem landlæknir. Hann er þó enn ákveðinn í því að koma því til leiðar að heilbrigðisþjónustu verði betur skipt á milli fólks í landinu. Aðgengi að sérfræðiþjónustu þurfi að bæta. Hann segist brenna fyrir málefninu og breytir um baráttuaðferð með því að gerast aðstoðarmaður ráðherra. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Birgir hefur brátt störf sem aðstoðarmaður ráðherra og mun mæta einbeittur til verks. Hann segir mikilvægt að gefast ekki upp í því verkefni að bæta aðgengi Íslendinga að heilbrigðisþjónustu. FréttaBlaðið/Ernir Frettabladid.is Lengri útgáfa af greininni er á frettabladid.is 2 4 . F e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r34 H e L G i n ∙ F r É T T a b L a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -4 4 D 8 1 F 0 D -4 3 9 C 1 F 0 D -4 2 6 0 1 F 0 D -4 1 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.