Fréttablaðið - 24.02.2018, Side 36

Fréttablaðið - 24.02.2018, Side 36
Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og held að við höfum öll útlitið með okkur. Það er mikilvægt að samþykkja sjálfan sig eins og maður er til að geta blómstrað sem einstaklingur,“ segir Sunneva Eir Einarsdóttir, einn af vinsælustu áhrifavöldum lýðveldisins. Nýverið var látið í veðri vaka að það væri ógjörningur að gera lista yfir heitustu konur landsins án þess að Sunneva væri á honum. „Fjöldinn sem fylgist með mér truflar mig ekki; ég hef gaman af mínum fylgjendahóp. Ég vel það sem ég deili með þeim. Ég er enn sú sama og ég hef alltaf verið og ég hef sjálf ekkert breyst, en ég hef fengið fullt af frábærum tækifærum og kynnst ógrynni af góðu fólki.“ Drottningar hjálpast að Sunneva er með ríflega 26 þúsund fylgjendur á Instagram og hátt í sextán þúsund á Snapchat. „Ég ætlaði mér aldrei að gera lífi mínu skil á samfélagsmiðlum; það bara gerðist og vatt hratt upp á sig. Það kom á óvart en ég nýt þess. Ég á æðislegan fylgjendahóp sem hefur vonandi gaman af efninu sem ég pósta og er þakklát fyrir alla sem fylgja mér eftir,“ segir Sunneva. Hún hafi aldrei átt sér drauma um frægð og frama. „Sem krakki dreymdi mig jú um að verða fræg söngkona en sá ferill hefði aldrei gengið upp þar sem ég er með skelfilega söngrödd,“ segir Sunneva og hlær. Hún segist meðvituð um ábyrgðina sem fylgi því að vera áhrifavaldur. „Að deila sínu daglega lífi með þúsundum áhorfenda fylgir sannar lega ábyrgð og ég reyni að hafa góð áhrif á alla. Ég sendi frá mér jákvæða orku og vona að fólk taki við henni. Ég vil hafa jákvæð áhrif á alla, en sérstaklega ungar stelpur. Ég vil að þær læri að elska hver aðra, en sér í lagi sjálfar sig. Lífið er mun betra þegar við stelp- urnar stöndum saman. „Queens fix each others crowns.“.“ Dreymir um að ferðast meira Sunneva fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1996 og verður því 22 ára í sumar. „Móðir mín vildi velja mér nafn sem væri bjart og fagurt. Sunneva þýðir gjöf sólar og henni fannst nafnið hæfa mér vel en á þeim tíma vorum við fáar sem hétum Sunneva,“ segir sólskinsbarnið Sunneva um fyrirmynd sína og móður, Guðrúnu Helgu Harðar- dóttur. „Ég hef líka alltaf litið upp til stóru systur minnar, Rebekku Einarsdóttur, því hún er svo ótrú- lega dugleg, metnaðarfull, falleg, flott og yndisleg manneskja.“ Á samfélagsmiðlum er helsta fyrirmynd Sunnevu Tammy Hem- brow sem hún segir virðast vera með allt á hreinu og lifa draumalífi. „Að halda úti snappi getur verið annasamt en ég er ekkert of föst í því og snappa bara þegar ég vil. Ég starfa hins vegar við að sjá um samfélagsmiðla en framtíðar- plönin eru að klára að mennta mig og fá mér vinnu sem ég er góð í og hef virkilega gaman af. Þegar ég var yngri dreymdi mig um að verða flugfreyja eða dýralæknir, og jafnvel hvort tveggja í einu, en í dag vonast ég til að finna mér vinnu sem tengist ferðalögum því ég elska að ferðast. Ef ég mætti breyta einhverju úr fortíðinni vildi ég óska að ég hefði ferðast miklu meira en ég hef þegar gert,“ segir Sunneva. Ekkert fegurri en aðrar konur Sunneva vekur hvarvetna athygli fyrir glæsileik, fegurð og flottan líkamsvöxt. „Ég hef gaman af því að stunda líkamsrækt og fer í ræktina fimm til sex sinnum í viku. Ég hef líka mikinn áhuga á förðun og tísku og fylgist vel með því nýjasta. Ég hef lítið fyrir því sem viðkemur útlitinu því ég hef gaman af öllu sem ég geri.“ Besta fegrunarráð Sunnevu er að hugsa vel um húðina, drekka mikið vatn og ástunda hreyfingu. „Mér líður alltaf best þegar ég hugsa vel um húðina og líkamann. Það er staðreynd að þegar manni líður vel og er í sátt við sjálfan sig er maður hvað fallegastur,“ segir Sunneva sem er ekki síður vel af Guði gerð þegar kemur að innri manni. „Ég hef skemmtilegt og jákvætt viðhorf til lífsins, er góð við alla og er mikill dýravinur.“ Sunneva kveðst ekki finna fyrir fordómum eða öfund annarra kvenna vegna útlits síns. „Nei, enda finnst mér ég ekki líta betur út en aðrar konur. Að mínu mati eiga konur ekki að bera sig saman við aðrar konur; við erum allar gullfallegar, hver á sinn hátt.“ Engin pressa sé að fara út úr húsi upp á sitt besta þótt hún sé rómuð fyrir glæsileika. „Alls ekki. Oftast fer ég ómáluð og í æfingafötunum út. En ég hef vissulega gaman af því að farða mig flott og klæða mig upp á, svo það er engin pressa. Mér þykir þó vænst um þegar fólk segir mig fyndna frekar en fallega, því ég er heilmikið fyndin. Það bara vita það ekki allir,“ segir hún og hlær. Snakkgrís og Star Wars-nörd Það er nammidagur hjá þorra landsmanna í dag en hjá Sunnevu eru allir dagar nammidagar. „Ég hef aldrei neitað mér um eitt né neitt þótt ég reyni að halda mínu striki á virkum dögum og fá mér snakk og gvakamóle um helgar. Ég er því meiri snakkgrís en nammigrís og dæmigert kósíkvöld hjá mér snýst um góða bíómynd, snakk og kúr,“ segir Sunneva sem er reglusöm að eðlisfari og þykir gott að fara snemma í bólið og taka daginn snemma. „Mér finnst mjög gott að byrja helgina á spinning, borða svo eitt- hvað mjög óhollt og hafa það kósí. Af og til kíki ég út á lífið og hef það skemmtilegt með vinkonunum, og þannig verður það um þessa helgi.“ Vísindaskáldskapur er eitt af helstu áhugamálum Sunnevu sem er mikill aðdáandi Star Wars, Lord of the Rings, Harrys Potter, Star Trek, Marvel, DC og Doctor Who. „Það gæti komið einhverjum á óvart að mamma kallaði mig nörd þegar ég var á mínu mesta Sci-Fi- tímabili en ég hef verið nörd síðan ég man eftir mér og finnst áhuga- málið bara mjög eðlilegt,“ segir Sunneva og kímir. Best að vera maður sjálfur Sunneva á flesta fylgjendur sína á Instagram þar sem hún byrjaði að miðla myndum úr lífi sínu löngu áður en hún opnaði á Snapchat. „Ef ég mætti gefa ungum konum ráð, sem vilja feta sömu braut og ég á samfélagsmiðlum, væri það að vera alltaf þær sjálfar. Það skiptir öllu máli, og svo auðvitað góð lýsing!“ segir hún og skellir upp úr. „Þó að ég deili miklu úr eigin lífi gæti ég þess líka að eiga mitt eigið persónulega líf. Mín trú er sú að enginn sé alveg 100 prósent opinber á allt sitt. Maður verður að eiga sitt einkalíf,“ segir Sunneva og er reynslunni ríkari eftir að vera orðin einn af vinsælustu áhrifa- völdum Íslands. „Áður var ég óskaplega feimin en samfélagsmiðlarnir hafa kennt mér að skríða út úr skelinni. Fyrir hálfu öðru ári hefði mér aldrei dottið í hug að ég yrði komin á þann stað sem ég er á í dag og ég er í raun og sann þakklát fyrir allt.“ Fylgstu með Sunnevu Eir á Insta­ gram undir sunnevaeinarsd og á Snapchat undir sunnevaeinars. Sunnevu þykir vænt um fylgjendur sína en vænst um þegar fólk hrósar henni fyrir kímnigáfuna. Hún segist bráðfyndin, þótt ekki viti allir af því. MYND/ERNIR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um­ fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar­ efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid. is, s. 512 5442 , Ég vil hafa jákvæð áhrif á alla, en sérstaklega ungar stelpur. Ég vil að þær læri að elska aðra, en sér í lagi sjálfar sig. Lífið er mun betra þegar við stelpurnar stöndum saman. „Queens fix each others crowns.“ Sunneva Eir Einarsdóttir 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . F E B R ÚA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -5 8 9 8 1 F 0 D -5 7 5 C 1 F 0 D -5 6 2 0 1 F 0 D -5 4 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.