Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 86

Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 86
2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r42 t í m a m ó t ∙ f r É t t a b L a ð i ð tímamót Ástkær eiginkona mín, móðir okkar , tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Jónsdóttir frá Guðnabæ, Hagaflöt 11, Akranesi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða föstudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13.00. Allan H. Sveinbjörnsson Jón H. Allansson Heiðrún Janusdóttir Sesselja L. Allansdóttir Sigurbjörn Hafsteinsson Sigurrós Allansdóttir Steindór Óli Ólason Sveinbjörn Allansson Lísbet Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og fyrrverandi eiginmaður, Kristinn Sveinbjörnsson byggingafræðingur, Kringlunni 87, lést á Landspítalanum Grensási þriðjudaginn 20. febrúar sl. Jarðarför verður auglýst síðar. Valgerður Bjarnadóttir Helga Kristinsdóttir Berglind Kristinsdóttir, Elínóra Kristinsdóttir Herdís Kristinsdóttir Bjarni Kristinsson Helga Kristinsdóttir eldri tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Valdís Valgeirsdóttir Suðurgötu 4a, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 1. mars kl. 13.00. Vilhelm Sigmarsson Kristjana Vilhelmsdóttir Anton Kristinsson Sigmar Valgeir Vilhelmsson Bergþóra Vilhelmsdóttir Baldvin Gunnarsson Sigrún Vilhelmsdóttir Georg Georgsson barnabörn og barnabarnabörn. FALLEGIR LEGSTEINAR Í FEBRÚAR af öllum legsteinum Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Afsláttur Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Matthildur Bjarnadóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Jósefínu Guðrúnar Gísladóttur Seljalandsvegi 20, Ísafirði. Sérstakar þakkir fyrir alúð og umhyggju fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Úlfar Snæfjörð Ágústsson Gísli Elís Úlfarsson Ingibjörg Sólveig Guðmundsdóttir Úlfur Þór Úlfarsson Anna Sigríður Ólafsdóttir Axel Guðni Úlfarsson Thelma Hinriksdóttir barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bára Jacobsen áður til heimilis að Árskógum 6, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Soffía Jacobsen Ásvaldur J. Marísson Egill J. Jacobsen Jóhanna S. Guðjónsdóttir Auður Jacobsen Hjörtur Aðalsteinsson Hilmar Jacobsen Elísabet Gestsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eva Kristín Dal, verkefnastjóri í Þjóðminjasafninu, er að stilla upp viðhafnarreiðverum í Bogasalnum því sýning á þeim verður opnuð í dag klukkan 14. Hvernig datt henni þetta í hug? „Það er nú hún Lilja Árnadóttir sem er sýningar­ höfundur en í safnkosti Þjóðminjasafns­ ins er mikið af fallegum reiðtygjum varð­ veitt og það er gaman að leyfa gestum að njóta þess að skoða þau.“ Þarna er úrval skreyttra söðla, söðul­ ábreiða, mynstraðra reiða og ýmissa fylgihluta þessa forna búnaðar. Í sumum tilfellum er nafn fyrsta eiganda eða upp­ hafsstafir grafið í söðulinn eða saumað í söðuláklæðið. „Það var mikið lagt í þessi reiðtygi,“ segi Eva Kristín með aðdáun og bendir á ótrúlegar myndir sem koma fyrir í málmskreytingum, blómstrandi jurtir, framandi dýr og furðuskepnur, svo og mótív úr Biblíunni eins og Eva og höggormurinn. „Mynstrin hljóta að hafa borist hingað til lands að utan en smíðin er íslensk,“ segir hún. Reiðfæri bæði karla og kvenna hétu söðlar áður fyrr, að sögn Evu Kristínar. „Karlasöðlarnir voru þannig að menn sátu klofvega í þeim, eins og hnökkum, en orðið hnakkur kom ekki inn í málið fyrr en á 19. öld. Kvensöðlarnir skiptast í tvær gerðir, hellusöðla og klakksöðla. Í hellusöðlunum sátu konur þannig að þær sneru nánast alveg út á hlið. Þeir voru í notkun fram á 19. öld, þá tóku klakk­ söðlarnir við, líka kallaðir enskir söðlar. Í þeim situr reiðkonan þannig að hún snýr skáhallt fram á við og það er þægi­ legra. Við fengum reiðkonu til að ríða í klakksöðli fyrir okkur. Hún sagði að það þyrfti við það ákveðið lag. Dálítið reyndi á miðjuna og mikilvægt væri að vera á þýðum hesti.“ En höfðu konur söðuláklæðin yfir sér eða sátu þær á þeim? „Áklæðin voru lögð yfir hellusöðulinn og sveifina, svo vöfðu konur þeim um fætur sér. Þau voru þann­ ig bæði til hlífðar og skrauts,“ svarar Eva Kristín. Í tengslum við sýninguna kemur út samnefnd bók, Prýðileg reiðtygi, þar sem skrifað er um söðla og söðuláklæði og margar myndir birtar. Höfundar eru Ingunn Jónsdóttir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir og ritstjóri er Anna Lísa Rúnarsdóttir. gun@frettabladid.is Reiðver efnafólks voru prýði Sýningin Prýðileg reiðtygi sem verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í dag ber þess ótvíræð merki að söðull með viðeigandi búnaði var verðmæt eign. Eva Kristín Dal er ánægð með að hin skrautlegu reiðver skuli dregin fram úr geymslum og sýnd almenningi. Fréttablaðið/Ernir 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 D -2 7 3 8 1 F 0 D -2 5 F C 1 F 0 D -2 4 C 0 1 F 0 D -2 3 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.