Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 106

Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 106
Helstu poppstjörnur níunda áratugarins höfðu lítinn sem engan áhuga á því að halda tónleika á Íslandi þegar þær voru á hátindi frægðarinnar. Unglingar þessarar miklu gull- aldar sem kennd er við 80’s hafa þó heldur betur fengið æskudrauma sína uppfyllta á fullorðinsárunum eftir að hetjur herðapúða og sítt að aftan áranna hafa sótt landið heim í stríðum straumum. Hápunktur þessa árs verður í ágúst þegar breska leðurvillidýrið Billy Idol heldur hér tónleika. Hann virðist vera í topp- formi og ætti ekki að klikka. En hvaða ellismellir hafa staðið sig best hingað til? Elliærir bítladýrkendur og rokk- hundar sem telja sig mun svalari en þeir eru í raun og veru þreytast seint á að tala tónlist níunda áratugarins niður. Þetta hafi allt verið svo innan- tómt og hallærislegt. Samt lifir þessi tónlist enn góðu lífi, enda sígild. Annars gæti Siggi Hlö varla með góðu móti haldið úti vikulegum útvarpsþætti sem keyrir á „eitísinu“. Og gömlu stjörnunum er tekið fagnandi, rétt eins og þær væru enn á toppi allra vinsældalista. Kannski nenna þau að koma hingað núna vegna þess að þau eru blönk. Gildir einu fyrir óbilandi aðdáendurna sem eru á besta aldri og hafa tíma og peninga til þess að hverfa aftur í tímann eina kvöldstund. „Ég er ógurlega spenntur fyrir komu Billys Idol til landsins og hlakka til tónleikanna í Höllinni í ágúst því Billy er minn maður og hefur verið líklega allt frá árinu 1983,“ segir Kjartan Guðmundsson, fjölmiðlamaður, KR-ingur og „eitís“- sérfræðingur. „Hann hóf ferilinn sem meðlimur í pönksveitinni Generation X og tók slatta af pönklúkkinu og -atti tjúdinu yfir í sólóferilinn, sem byggði þó helst á rokkskotnu poppi og einstaka ballöðu,“ segir Kjartan sem ætlar að mæta fjallbrattur á tónleikana enda „orðinn allt of gamall til að velta því sérstaklega fyrir mér hvað öðrum þykir töff og hvað ekki.“ Idol hefur ekki lifað neinu kór- drengslífi þannig að spurningin er hvort hann geti enn haldið dampi. „Ferillinn hjá Billy Idol hefur svo sem aldrei borið sitt barr eftir lok 9. áratugarins, enda var hann að eigin sögn oft og tíðum uppteknari við að upphugsa aðferðir til að drepa sig en að búa til tónlist, meðal annars með neyslu annarlegra efna og ofsaakstri í umferðinni í Los Angeles,“ segir Kjartan en bendir á að hin síðari ár hafi „margir áttað sig á því að margt af gamla stöffinu hans er stórgott og jafnast á við það besta sem eitísið ól“. Bryan Ferry Harpa 2012 Roxy Music-töffarinn Bryan Ferry er vitaskuld miklu stærri en 80’s. Hálfgerður guðfaðir þar sem Roxy Music hafði mikil áhrif á „eitís“-hljóm- sveitir. Ekki síst Duran Duran. Þessi jakkafataklæddi eilífðarspaði steig á svið í Eldborg 67 ára gamall og var frábær. Arnar Eggert Thoroddsen sagði þetta meðal annars um tón- leikana: „Þrátt fyrir köflótt rennsli var heildarupplifunin góð. Það virðist bara vera eitthvað við það að upp- lifa gangandi goðsagnir frá fyrstu hendi sem fær mann til að slaka á óþarfa poti.“ Paul Young Harpa 2011 Paul Young heillaði á sínum tíma með lögum eins og Love Of the Common People og Come Back And Stay. Honum var tekið fagnandi en þegar á hólminn var komið kom á daginn að hann var heillum horfinn. Gat ekkert. Paul Young nýtur þess vafasama heiðurs að vera langslappasta 80’s-stjarnan sem sótt hefur landið heim. Fólk baulaði á Young og margir yfirgáfu salinn áður en tónleikunum lauk. DV fjallaði um vonbrigðin og þar sagði: „Young átti hryllilegan dag á sviðinu og var augljóst að hann réð ekki við sín eigin lög lengur.“ Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, sagði: „Maðurinn var ekki í standi til að syngja opin- berlega,“ og mælti með að Young færi í söngnám. Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli, var miður sín: „Ég hélt mikið upp á fyrstu plötuna hans, No Parlez, og á hana í dag. Vonbrigðin voru samt rosaleg og ég var búinn að gefast upp eftir tuttugu mínútur.“ Stóri bömmerinn Duran Duran Egilshöll 2005 Duran Duran var vinsælasta 80’s-hljómsveitin á Íslandi í kringum 1985 og aðdáendur áttu þann draum heitastan að sjá fimmmenningana frá Birmingham á sviði. Þeir létu þó ekki sjá sig fyrr en 2005 en stóðu sig frábærlega. Sá sem hér skrifar hafði þetta um tónleikana að segja í Fréttablaðinu á sínum tíma: „Drengirnir tóku Wild Boys með ótrúlegum krafti og þar kannaðist maður við sína menn; John mátulega hress á öðrum kantinum en Andy dýrvitlaus á hinum með sól- gleraugun og logandi sígarettuna.“ Og hlutdræg lofrullan hélt svo áfram: „Tónleikarnir verða öllum alvöru Duran Duran-aðdáendum ógleymanlegir en þeir sem skemmtu sér ekki í Egilshöllinni á fimmtu- daginn hafa verið á röngum stað á röngum tíma og hefðu aldrei átt að leggja leið sína þangað. Þeir sem þekkja Duran Duran og kunna að meta þá fengu hins vegar allar óskir sínar uppfylltar.“ Tónleikarnir voru frábærir og hljóta að teljast bestir þar fyrir utan vegna þess hversu langþráðir þeir voru og reyndust síðar sögulegir þar sem þeir voru með síðustu tónleikunum sem sveitin kom fram á í upprunalegri mynd þar sem gítarleikarinn Andy Taylor var rekinn skömmu síðar. Cindy Lauper Eldborg 2011 Góður rómur var gerður að tónleikum Cindyar Lauper. Hún er vitaskuld þvottekta 80’s-stjarna þótt hún hafi alla tíð mátt standa í skugga drottningarinnar Madonnu og ekki haft sama úthald. Lög eins og Girls Just Want to Have Fun, Time After Time, She Bop, All Through the Night og True Colors munu halda nafni þessarar litríku og mögnuðu söngkonu á lofti um ókomna tíð. Baldur Arnarson skrifaði um tónleikana í Morgun- blaðið, gaf þeim þrjár stjörnur og hélt vandlega til haga því sem mestu máli skipti: „Allir þekkja lagið „Girls Just Want to Have Fun“. Salurinn rís á fætur. Geðshræringin leynir sér ekki hjá heitustu aðdáendunum.“ Og: „Kvöldið er ekki stórbrotið. En það gleymist ekki heldur.“ Billy Idol heldur sér merkilega vel þrátt fyrir aldur og líferni en hann var nú kannski aldrei sá fal- legasti í bransanum. NORDICPHOTOS/GETTY Herðapúðar gaddabelti gloss og eilífðarinnar 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r62 L í f i ð ∙ f r É T T a b L a ð i ð Lífið 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 D -2 C 2 8 1 F 0 D -2 A E C 1 F 0 D -2 9 B 0 1 F 0 D -2 8 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.