Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 2
Sagt er að eyjarnar á Breiðfirði séu óteljandi. Nokkrar þeirra eru nú til sölu. ✿ Breiðafjarðareyjar til sölu Arney 150 milljónir Snóksey 32 milljónir Kiðey 40 milljónir Hrútshólmi tilboð Stykkishólmur Bíldsey Veður Norðaustan 5-13 m/s og él norðan- og austanlands í dag, en léttskýjað að mestu á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig, mildast við suður- ströndina. sjá síðu 18 fasteignir Eyjan Arney á Breiða­ firði er nú boðin til sölu á 150 millj­ ónir króna. Arney er í sölulýsingu sögð vera stór eyja skammt undan Stykkishólmi. Henni fylgi 10 til 11 hólmar og eyjar og hálf Skjaldar­ ey á móti Bíldsey. Í eyjunni sé íbúðarhús og útihús sem þarfnist aðhlynningar. Þar sé æðarvarp og lundatekja og góð grásleppumið. Vatnsból í Arnarey sé gott. „Mikil náttúrufegurð. Einstök náttúru­ perla,“ segir í auglýsingunni. Eigandi Arneyjar er félagið SI fasteignir en skráður eigandi þess er Þórir Snær Sigurjónsson, kvikmyndaframleiðandi hjá Zik Zak. Þórir er meðal annars einn stofnenda bakarísins Brauð&Co á Frakkastíg. Hann er sonur Sigur­ jóns Sighvatssonar sem einnig er kvikmyndaframleiðandi og keypti einmitt Arney um aldamótin síð­ ustu. Fleiri eyjar á svipuðum slóðum eru einnig til sölu. Má þar nefna Snóksey sem sögð er „falleg gróin eyja með fögru útsýni frá háum hólum yfir söguslóðir elstu Íslendingasagna, með frábæru bátalægi, dúntekju og óspilltri náttúru“. Ásett verð á Snóksey er 32 milljónir króna. Þá fæst 60 prósenta eignarhluti í Kiðey á 40 milljónir króna. „Að sögn eiganda er eyjan talin vera um 40 Eyja kvikmyndafeðga boðin á 150 milljónir Nokkrar eyjar á Breiðafirði eru nú til sölu. Ein þeirra er Arney sem Sigurjón Sig- hvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti um aldamótin. Þar er íbúðarhús og gott vatnsból og með fylgir hálf eyjan Bíldsey auk tíu annarra smáeyja og hólma. Mikil náttúrufeg- urð. Einstök nátt- úruperla. Úr auglýsingu um Arney Þórir Snær Sigurjónsson, kvikmyndaframleiðandi hjá Zik Zak. FréttABlAðið/VilHelm hektarar og var búið þar fyrr á öldum,“ segir um Kiðey. Einnig má nefna að til­ boða er óskað í Hrúts­ hólma. „Eyjan, sem er ekki stór, er hluti af Stóru­Tungueyjum sem liggja suður af Dagverðar­ nesi á Fellsströnd,“ segir um Hrútshólma sem sam­ kvæmt ónákvæmri mæl­ ingu er talinn vera 2,2 hekt­ arar. „Eign sem gefur möguleika á að njóta fjölbreytts náttúrufars Breiðafjarðar. Fjarlægð frá Stykkis­ hólmi talin vera um 22 kílómetrar.“ gar@frettabladid.is TÝNDUR KETTLINGUR Þessi litli kettlingur slapp út frá Kópavogsbraut 78, 200 Kópavogi, laugardaginn 3. mars. Hún hefur aldrei farið út og er því alveg óvön. Er ekki komin með ól en er örmerkt og geld. Hún er eflaust hrædd og ekki víst að ókunnugir gætu náð henni. Ef þú verður hennar var viltu hringja í Hjördísi í 896 0753. Húsnæðismál Algengara er að heim­ ili skuldi í íbúð sinni hér á landi en í helstu nágrannalöndum okkar. Í nágrannalöndunum er ýmist algeng­ ara að heimili séu á leigumarkaði eða eigi íbúð sína skuldlaust heldur en hér á landi. Þetta kemur fram í mán­ aðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar kemur fram að árið 2015 bjuggu 63 prósent íslenskra heimila í eigin íbúð með áhvílandi húsnæðis­ láni. Í Evrópusambandinu skulduðu mun færri í þeirri íbúð sem þau búa í eða um 26 prósent heimila. Fimmtán prósent íslenskra heimila áttu íbúð sína skuldlaust árið 2015, en í ESB var þetta hlutfall um 43 prósent. Ásett verð íbúða á höfuðborgar­ svæðinu hækkaði um 1 prósent í janúar. Ásett verð íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hækkaði um 2 prósent í janúar. Í skýrslunni kemur fram að íbúða­ verð hafi aldrei mælst hærra í hlut­ falli við vísitölu neysluverðs en í janúar. – jhh Íslendingar skulda einna mest enn hækkar íbúðaverð. FréttABlAðið/ANtoN BriNK samfÉlag Jóhann Jóhannsson tón­ skáld verður jarðsunginn frá Hall­ grímskirkju á föstudag. Jóhann lést í Berlín þann 9. febrúar, 48 ára að aldri. Jóhann átti glæstan tónlistarferil að baki en hann vakti heimsathygli fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina The Theory of Everything. Hann hlaut Golden Globe­verðlaunin fyrir tónlistina í þeirri mynd. Stofnaður hefur verið minningar­ sjóður í nafni Jóhanns en tilgangur hans er að styrkja ung tónskáld til náms og verkefna. – khn Jarðsunginn frá Hallgrímskirkju Jóhann Jóhannsson. Fögnuðu 50 árum með 5 metra köku Félagsstofnun stúdenta fagnaði hálfrar aldar afmæli í gær. Var gestum og gangandi á Háskólatorgi boðið upp á fimm metra risaafmælisköku en um 1.100 manns gæddu sér á henni. Félagsstofnun stúdenta er alfarið í eigu stúdenta og hefur frá upphafi, eða frá árinu 1968, verið rekin án hagnaðar- sjónarmiða. Fyrirtækið þjónar 12.500 stúdentum og sér um rekstur Hámu, Stúdentagarða, þriggja leikskóla og Bóksölu stúdenta. FréttABlAðið/SteFáN 7 . m a r s 2 0 1 8 m i ð V i K u D a g u r2 f r É t t i r ∙ f r É t t a B l a ð i ð 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 2 -4 E 6 C 1 F 2 2 -4 D 3 0 1 F 2 2 -4 B F 4 1 F 2 2 -4 A B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.