Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2018, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 07.03.2018, Qupperneq 25
Bjarni segir að Orkuveita Reykjavíkur vilji minnka kolefnislosun verulega, stuðla að rafbílavæðingu og beita sér fyrir jafnrétti kynjanna. MYND/STEFÁN Orkuveita Reykjavíkur er eitt af stærri fyrir-tækjum landsins. Það er í raun leitun að fyrirtæki sem jafn margir landsmenn tengjast með einhverjum hætti, hvort sem það er í gegnum hitaveitu, gagnaveitu, rafveitu, vatns- veitu eða fráveitu. Það má segja að Orkuveita Reykjavíkur sé fjölskylda fyrirtækja, þar sem Veitur sjá um hitaveiturnar, vatnsveiturnar, fráveiturnar og að dreifa rafmagni. Orka náttúr- unnar framleiðir bæði heitt vatn og rafmagn í virkjunum sínum og dregur vagninn í orkuskiptum í samgöngum. Gagnaveita Reykja- víkur rekur svo Ljósleiðarann, grunnkerfi fjarskipta sem verður sífellt viðameira og þjónar bæði heimilum og fyrirtækjum. Á morgun kemur ársskýrsla OR fyrir árið 2017 út á netinu og þar er gerð ítarleg grein fyrir starf- semi síðasta árs. „Þá getur hver og einn gert upp við sig hvort OR og dótturfyrirtækin standa undir samfélagslegri ábyrgð,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. „Að gefa greinargóða skýrslu um starf- semina er þannig grundvöllur gegnsæis í rekstrinum,“ segir Bjarni. Sporlaus vinnsla er markmiðið „Baráttan gegn hlýnun jarðar er mikilvægasta umhverfis- mál okkar tíma,“ segir Bjarni. „Íslendingar verða að leggja hönd á plóg í glímunni við loftslags- vandann. Þar skiptir engu að orkan sem við vinnum sé græn, það verða allir að leggja sitt af mörkum. OR hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að draga úr kolefnislosun um 60% til ársins 2030. Árangurinn sem hefur náðst í þróunarverkefninu um bindingu kolefnis í jarðlög, sem kallast CarbFix, gefur okkur fulla ástæðu til að vera bjartsýn á að það markmið náist. Á árinu 2017 gerðist það svo að erlent fyrirtæki kom upp búnaði sínum við Hellisheiðarvirkjun til að draga koltvíoxíð beint úr and- rúmsloftinu og nýta svo tæknina sem við höfum þróað til að binda það varanlega í jörðu,“ segir Bjarni. „Engan skal undra að þetta vakti mikla athygli og straumur fjölmiðlafólks liggur til okkar til að forvitnast um þessa nýjung. Þróunarverkefnum í vinnslu háhitans er hvergi nærri lokið og Orkuveitan stefnir að sporlausri vinnslu Hellisheiðarvirkjunar innan nokkurra ára.“ Orkuskipti í samgöngum forgangsatriði „Hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur í samfélaginu leggur okkur líka þá skyldu á herðar að hjálpa öðrum að draga úr losun hjá sér. Mikilvægasta verkefnið um þessar mundir er að stuðla að orkuskiptum í samgöng- um,“ segir Bjarni. „Orka náttúrunnar hefur nú reist hlöður um allt land svo almenningur geti komist leiðar sinnar á rafbílum óháð búsetu og þróað sölukerfi fyrir þjónustuna. Næstu skref snúa að þéttbýlinu, því það þarf að gera íbúum í fjölbýli kleift að hlaða bílana sína heima fyrir,“ segir Bjarni. „Verkefnið er nokkuð snúið og það er útilokað að leysa vanda allra á skömmum tíma. Samstarf milli Orku náttúrunnar, rafveitu og sveitarstjórnar í hverju sveitarfélagi fyrir sig er lykillinn að góðum árangri.“ Bjarni líkir orkuskiptunum í samgöngum við orkuskiptin í hús- hitun sem urðu með hitaveitunum á sínum tíma. „Þar ruddu Íslendingar braut sem engin þjóð hefur fetað jafn langt og við. Tækifæri til orkuskipta í samgöngum eru hvergi betri en á Íslandi og það er verðugt verkefni að grípa þau eins skjótt og við mögu- lega getum.“ Stuðla að jafnrétti „Hin sanngjarna krafa um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði verður sífellt sterkari,“ segir Bjarni. „Árið 2011 setti Orkuveitan sér þau mark- mið í jafnréttismálum að jafna hlut kynjanna í stjórnunarstörfum og eyða kynbundnum launamun. Á síðasta ári náðust bæði markmiðin. Hlutur kvenna í stjórnunarstörfum innan samstæðunnar nemur nú 51% og launamun kynjanna hefur verið eytt að fullu. Reyndar fór svo í lok ársins 2017 að mælingar sýndu 0,3% launamun konum í vil í fyrsta sinn. Greining á kynbundnum launamun er nú gerð með sérstöku reiknilíkani sem Orkuveitan hefur þróað í samstarfi við fyrirtækið PayAnalytics,“ segir Bjarni. „Líkanið gefur okkur samtímaniðurstöður og hjálpar okkur þannig að taka launaákvarðanir sem leiða til jafn- launaniðurstöðu. Sjö af hverjum tíu starfsmönnum OR og 95% iðnaðar- fólks í samstæðunni eru karlar. Á hinn bóginn eru sjö af hverjum tíu skrifstofustörfum unnin af konum. Þessu viljum við breyta, m.a. með því að styðja við fjölgun kvenna í iðngreinum.“ Gegnsæi er grunnur samfélagsábyrgðar Orkuveita Reykjavíkur tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega. Fyrirtækið vill eyða kolefnislosun í vinnslu jarðhita, flýta orkuskiptum í samgöngum og tryggja jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. OR hefur náð mjög góðum árangri í bindingu brennisteinsvetnis úr jarðguf- unni sem Hellisheiðarvirkjun nýtir. Á síðasta ári voru tveir þriðju hlutar þess bundnir í jarðlögum við virkjunina. KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 7 . m a R s 2 0 1 8 SAMFéLAGSÁBYRGÐ FYRIRTæKjA 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 2 -9 3 8 C 1 F 2 2 -9 2 5 0 1 F 2 2 -9 1 1 4 1 F 2 2 -8 F D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.