Fréttablaðið - 07.03.2018, Page 36

Fréttablaðið - 07.03.2018, Page 36
Áhersla er lögð á að hámarka jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í heild og skapa þannig sameigin- legt virði. Víða var ekki um aðra orkukosti að ræða en dísilrafstöðvar sem gengu allan sólar- hringinn og voru notaðir til þess 120 þúsund lítrar af eldsneyti á ári. Við höfum nú minnkað brennsluna í 10 þúsund lítra, sem er rúmlega 90 prósenta minnkun. Vodafone leggur kapp á að sýna sam- félagsábyrgð í verki og styrkir meðal annars KSÍ, Landsbjörg, UN Women og UNICEF. Þá hefur verið tekið mikið tillit til umhverfisins við hönnun og byggingu nýju höfuðstöðvanna á Suðurlands- braut. Sif Sturludóttir er forstöðumaður hjá Vodafone. Samfélagsábyrgð Vodafone skiptist í þrjú áherslusvið; sameiginlegt virði, sjálfbærni og hlítni sem er dregið af sögninni að hlíta eða fara að reglum,“ segir Sif Sturludóttir, forstöðumaður hjá Vodafone. „ Áhersla er lögð á að hámarka jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í heild og skapa þannig sameiginlegt virði fyrir félagið og alla hagsmunaaðila.“ Hún segir Vodafone sýna sam­ félagsábyrgð í verki með því að sinna hlutverki sínu af fagmennsku og ábyrgð. „Við leggjum okkar af mörkum við uppbyggingu og fram­ þróun samfélagsins með því að veita mikilvæga þjónustu og stuðla að virkri samkeppni á markaðn­ um,“ segir hún og bætir við: „Við styðjum við nýsköpun og vinnum með íslenskum frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum. Má þar sem dæmi nefna viðskipta­ þróunarkeppnina Stökkpallinn sem Vodafone stofnaði í tengslum við Startup Iceland ráðstefnuna 2016. Vodafone var einnig einn af stofnaðilum viðskiptahraðalsins Startup Tourism en honum er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið.“ Vodafone er einn aðalstyrktar­ aðili Slysavarnafélagsins Lands­ bjargar og bakhjarl KSÍ. „Við höfum einnig unnið náið með UN Women á Íslandi og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.“ Vodafone hefur hlotið gullmerki jafnlauna­ úttektar PwC á Íslandi sem stað­ festir að munur á launum karla og kvenna hjá Vodafone er minni en 3,5%. Í greiningu PwC er tekið tillit til áhrifa aldurs, starfsaldurs, fagald­ urs, menntunar, starfshóps, stöðu gagnvart jafningjum, hæfniviðmiðs, stöðu í skipuriti og mannaforráða. Þá er upplýsingaöryggi mikilvægur þáttur í starfsemi Vodafone. „Voda­ fone hefur sett sér stefnu varðandi upplýsingaöryggi og leitast félagið eftir opnum og gagnsæjum sam­ skiptum við alla hagsmunaaðila,“ segir Sif. „Félagið leitast við að lágmarka þær persónuupplýsingar sem falla til í starfseminni auk þess að skilgreina nákvæmlega rafræn spor viðskiptavina og standa vörð um þær upplýsingar.“ Sif segir að fyrir tæpum tveimur árum hafi verið unnið með öllu starfsfólki að stefnu í samfélags­ ábyrgð. „Þau áherslusvið sem urðu fyrir valinu eru afrakstur þeirrar vinnu. Við erum mjög ánægð með hvernig til tókst enda skiptir það okkur höfuðmáli að starfsfólkið Samfélagsábyrgð í verki Vodafone hefur um árabil sýnt samfélagsábyrgð í verki, bæði með því að styðja við samfélagsleg verkefni en líka með breytni sinni í innra skipulagi fyrirtækisins. sjálft tengi við stefnuna. Voda­ fone styður starfsfólk í að stunda vistvænar samgöngur og veitir sam­ göngustyrk sem fólk er duglegt að nýta sér en almenningssamgöngur eru mjög aðgengilegar til og frá nýju höfuðstöðvunum á Suðurlands­ brautinni. Við skrifuðum undir loftslagsyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og vinnum eftir henni,“ segir Sif og bætir við: „Við leggjum mikinn metnað í að flokka sorp rétt og notum eingöngu fjölnota umbúðir og bolla. Við höfum minnkað matarsóun verulega m.a. með því að nota minni matardiska. Í nýju höfuðstöðvunum var mikil áhersla lögð á góð birtuskilyrði og hljóðvist og við eflum lýðheilsu með vönduðum skrifborðsstólum og stillanlegum skrifborðum.“ Ákveðið var að vera eingöngu með LED­perur með tilliti til endingar, ljósgæða, hagkvæmni og áhrifa á umhverfið. „Vodafone fékk í fyrra viðurkenn­ ingu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ þriðja árið í röð,“ heldur Sif áfram en Vodafone var fyrst fyrirtækja á Íslandi til að innleiða tilnefningarnefnd vegna hæfismats á stjórnarmönnum. „Góðir stjórnarhættir leiða af sér betri rekstur og fyrirtæki fá viður­ kenningu sem Fyrirmyndarfyrir­ tæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila. Við leggjum áherslu á aukna sjálfbærni og leggjum mikið upp úr því að halda jafnvægi á milli efnahags, umhverfis og samfélags auk þess að hlíta íslenskum lögum, reglum og hafa almenn viðmið í heiðri.“ Magnús Hauksson, rekstrarstjóri 112. Heimarafstöð við Laufafell að Fjallabaki sem leysti af hólmi rafstöð í gámi sem brenndi rúmlega 10.000 lítrum af dísilolíu á ári en nú svo til engu. Samfélagsleg ábyrgð er sam­þætt stefnu og starfsháttum Neyðarlínunnar,“ segir Magnús Hauksson, rekstrarstjóri Neyðarlínunnar, en með stefnu sinni vill Neyðarlínan leggja sitt af mörkum til að auka jákvæð áhrif af starfsemi sinni, samfélaginu til heilla. Umhverfisstefna Neyðarlínunn­ ar inniheldur meðal annars græna samgöngustefnu. „Þar býðst starfsfólki að fá greitt sem nemur aðgangi að almenn­ ingssamgöngum, gegn því að minnst 60 prósent ferða til og frá vinnu séu með öðrum hætti en eigin akstri,“ útskýrir Magnús . Um helmingur neyðarvarða fékk greiddan samgöngustyrk árið 2017 og tveir starfsmenn nýta sér hleðslu á rafmagnsbílum í boði Neyðarlínunnar. Vel þjálfað og hjálpsamt starfs­ fólk Neyðarlínunnar stuðlar að því að draga úr afleiðingum slysa og náttúruhamfara. „Með starfsemi sinni og mark­ vissum forvörnum og fræðslu skilar fyrirtækið miklum arði til samfélagsins. Til að mynda hefur Neyðarlínan, frá árinu 2004, og í samstarfi við Barnaverndarstofu, kynnt 112 sem barnaverndar­ númerið og berast nú um sex prósent allra barnaverndartil­ kynninga í gegnum 112,“ útskýrir Magnús. Vatnsaflsdrifnar rafstöðvar Á undanförnum árum hefur Neyðarlínan unnið að verk­ efni sem snýr að því að minnka brennslu jarðefniseldsneytis með tilheyrandi mengun. „Í samstarfi við fjarskipta­ félögin höfum við lagt kapp á að byggja upp og viðhalda neyðar­ og öryggisfjarskiptum utan alfara­ leiða til að auka öryggi almenn­ ings og auðvelda leit og björgun. Neyðarlínan hefur því haft umtalsvert um rekstur fjarskipta­ staða utan alfaraleiða að gera. Þar hagaði víða svo til að ekki var um aðra orkukosti að ræða en dísil rafstöðvar sem gengu allan sólarhringinn allt árið og voru notaðir til þess 120 þúsund lítrar af eldsneyti á ári, sem samsvarar tæplega þreföldu því magni af kol­ tvísýringi,“ upplýsir Magnús. Stjórn Neyðarlínunnar ákvað því að ráðast í að minnka þessa miklu olíubrennslu með öllum tiltækum ráðum. „Þá var ýmist farið í að setja upp litlar vatnsaflsdrifnar raf­ stöðvar (heimarafstöðvar), vind­ myllur og sólarsellur, eða tengja staðina við dreifikerfi RARIK, sem var mikið verkefni, að hluta til unnið í samstarfi við Fjarskipta­ sjóð. Nú eru aðeins tveir staðir eftir á vegum Neyðarlínu sem keyra allt árið um kring og von­ umst við til að þeim fækki í einn á þessu ári, en aðrir þrír eru með varavélar sem keyra einungis af og til,“ segir Magnús. Neyðarlínan áformar að byggja í sumar einn stað sem leysir af hólmi stað sem aðrir eiga og er keyrður með jarðefnaeldsneyti. „Stefna um minnkun notkunar á dísilolíu í framleiðslu rafmagns hefur gengið vel eftir, þótt mark­ miðin hafi aðeins færst til í tíma eftir að fyrirtækið yfirtók enn fleiri dísilstöðvar frá hinum fjar­ skiptafélögunum árið 2014. Við höfum nú minnkað brennsluna niður í um 10 þúsund lítra á ári, sem er ríflega 90 prósent minnkun. Það sem eftir stendur kolefnisjöfnum við með Kolvið, og áfram verður leitað allra leiða til að minnka eldsneytisbrennslu. Aðgerðirnar spara mikið fé og gjaldeyri og er vatnsaflsrafstöðin hljóðlaus á meðan talsverður hávaði er frá olíurafstöð,“ segir Magnús. Neyðarlínan er aðili að Festu, stofnun um samfélagsábyrgð. Hún fékk jafnlaunavottun VR í árslok 2013 og framhaldsúttekt 2014 og 2015, en þá hætti VR því verkefni. Í apríl 2017 fékk Neyðarlínan svo gullmerki jafnlaunavottunar PWC. Sjá nánar á 112.is Mikill arður til samfélagsins Samfélagsleg ábyrgð Neyðarlínunnar felst í auknum lífsgæðum almennings þegar kemur að björgun mannslífa og vörnum á umhverfi, eignum og mannvirkjum landsmanna. 14 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RSAMFéLAGSáBYRGÐ FYRIRtæKjA 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 2 -6 C 0 C 1 F 2 2 -6 A D 0 1 F 2 2 -6 9 9 4 1 F 2 2 -6 8 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.