Fréttablaðið - 07.03.2018, Side 42

Fréttablaðið - 07.03.2018, Side 42
Við höfum alltaf haft háleit markmið í um­ hverfis málum og mjög snemma vorum við fyrsta fyrirtækið í okkar bransa til að fá vottun á okkar eigin umhverfisstjórnun. Við vildum sýna gott fordæmi með því að taka á þessum málum hjá okkur, ekki síst af því að við erum að veita öðrum ráð varð­ andi þessi málefni. Helga Jóhanna Bjarnadóttir 20 KYNNINGARBLAÐ 7 . m A R s 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RsAmféLAGsáBYRGÐ fYRIRtæKJA Verkfræðistofan EfLA leggur mikla áherslu á umhverfisvernd. mYND/stEfáN EFLA býður upp á mikla og fjölbreytta þjónustu á öllum sviðum verkfræði og tækni og öðrum tengdum greinum,“ segir Ingunn Ólafsdóttir, mannauðs- stjóri EFLU. „Við verðum 45 ára í ár og hjá okkur starfa tæplega 400 starfsmenn. Meginstarfsemi okkar er á Íslandi, en við erum með dótturfyrirtæki bæði í Noregi og Svíþjóð og tökum þátt í ýmsum verkefnum í fleiri löndum. EFLA er mannauðs- og þekk- ingarfyrirtæki með mjög hátt menntunarstig og við leggjum mikið upp úr nýsköpun og þróun starfsmanna okkar og að skapa þeim þannig tækifæri til sífelldrar þróunar í starfi,“ segir Ingunn. „Við leggjum mikla áherslu á gildin okkar þrjú í öllum okkar störfum,“ segir Ingunn. „Þau eru samvinna, traust og hugrekki. Svo erum við með skemmtilegt slagorð, sem er „allt mögulegt“. Það hefur í raun tvíþætta merkingu, annars vegar að við gerum allt mögulegt og að hjá okkur er allt mögulegt.“ „Á árinu 2017 unnum við 2.700 verkefni sem snerta uppbygg- ingu og þróun samfélagsins,“ segir Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU. „Þannig að við höfum jákvæð áhrif á ýmsan hátt.“ mikil áhersla á jákvæð áhrif „Árið 2015 ákváðum við að skrifa undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi samfélagslega ábyrgð og síðan þá höfum við gefið út árlega skýrslu um árangurinn varðandi hin 10 viðmið Global Compact,“ segir Ingunn. „Þegar við fórum að vinna fyrstu skýrsluna, var virkilega gaman að sjá hvað við í gegnum tíðina vorum í raun og veru búin að gera mikið í þeim atriðum sem hin 10 viðmið ganga út á. Hluti Global Compact sátt- málans tengist atriðum sem varða mannréttindi og vinnu gegn spill- ingu. Við erum svo heppin að hér á landi er almennt borin virðing fyrir mannréttindum og spilling almennt ekki liðin,“ segir Ingunn. „Því hafa vinnumarkaðsmálin og umhverfismálin tekið hvað stærstan hluta af skýrslunni okkar. Núna erum við svo að máta heimsmarkmið SÞ við starfsemi EFLU og það er gaman að sjá hversu margt við erum nú þegar að gera, sem styður við þau,“ segir Ingunn. „Það að gera skýrslu um samfélagslega ábyrgð hefur hjálpað okkur að skapa fókus og heldur manni á réttri braut hvað varðar þessi verðugu verkefni, sem er mjög skemmtilegt. Við höfum líka lagt mikla áherslu á að vera í góðum tengslum við háskólasamfélagið og vinnum náið með því á fjöl- breyttan hátt,“ segir Ingunn. „Meðal annars ráðum við nema til sumarvinnu og bjóðum öðrum að koma í starfsnám. Árið 2013, á 40 ára afmæli EFLU settum við á stofn Samfélagssjóð EFLU,“ segir Ingunn. „Markmið hans er að láta gott af sér leiða og við veitum styrki til ýmiss konar verðugra verkefna, sem teljast bæði uppbyggileg og jákvæð.“ Háleit markmið í umhverfismálum „Við höfum alltaf haft háleit markmið í umhverfismálum og mjög snemma vorum við fyrsta fyrirtækið í okkar bransa til að fá vottun á okkar eigin umhverfis- stjórnun,“ segir Helga. „Við vildum sýna gott fordæmi með því að taka á þessum málum hjá okkur, ekki síst af því að við erum að veita öðrum ráð varðandi þessi málefni. Í því samhengi höfum við reiknað okkar eigin kolefnis- spor fyrir árið 2017 og ætlum að kolefnishlutleysa fyrirtækið með bindingu fyrir það ár,“ segir Helga. „Við leggjum líka mikið upp úr því að draga úr kolefnislosun á ýmsan hátt. Við höfum notað fjar- fundarbúnað meira til að minnka ferðir starfsfólks, því samgöngur eru stærsti mengunarþátturinn okkar, gerum svokallaða sam- göngusamninga við starfsfólk og við höfum skapað góða hjólaað- stöðu í húsnæði okkar, hvort tveggja til að hvetja fólk til að menga sem minnst á ferð sinni til og frá vinnu og til að hreyfa sig meira. Við höfum tekið þátt í vinnu við mótun Votlendissjóðsins, sem snýst um að endurheimta vot- lendi til að minnka losun gróður- húsalofttegunda úr mýrum,“ segir Helga. „Og svo hefur EFLA skrifað undir yfirlýsingu Festu og Reykja- víkurborgar varðandi loftslags- mál með yfir 100 öðrum fyrir- tækjum. Hún snýst bæði um að minnka kolefnissporið og draga úr úrgangi, en við endurvinnum nú þegar 80% af úrganginum okkar og ætlum að ná því upp í 90% auk þess að draga úr úrgangi. Við gerum mikið til að minnka matarsóun og erum líka með moltuframleiðslu sem hefur breytt þremur tonnum af kaffi- korgi í mold,“ segir Helga. „Við reynum líka að nota eins lítinn pappír og hægt er og höfum náð að draga úr pappírsnotkun um 22% bara á einu ári. Við mælum orkunotkun okkar og störfum í byggingu sem hefur BREEAM umhverfisvottun, en þar er lögð áhersla á að draga úr ýmsum umhverfisáhrifum mann- virkisins, bæta heilsu og auka vel- líðan og minnka viðhaldsþörf,“ segir Helga. Síðast en alls ekki síst leggjum við mikla áherslu á að allar lausnir sem við bjóðum hafi jákvæð áhrif,“ segir Helga. „Sérfræðingar okkar, hver á sínu sviði, leitast við að finna allar leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í verkefnum og hafa fengið kennslu frá umhverfis- verkfræðingunum okkar til að gera það sem allra best .“ Hægt er að fræðast frekar um verkefni og stefnu EFLU í sam- félagsskýrslunni sem gefin var út fyrir árið 2016 og er að finna á vef EFLU. Kolefnishlutlaus EfLA EFLA leggur mikla áherslu á að hafa jákvæð áhrif, bæði á umhverfið og samfélagið. Fyrirtækið hefur náið og gott samband við vinnumarkaðinn og háskólasamfélagið og setur mikinn kraft í að vera umhverfisvænt, bæði í daglegum rekstri og þeim verkefnum sem fyrirtækið vinnur að. 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 2 -8 E 9 C 1 F 2 2 -8 D 6 0 1 F 2 2 -8 C 2 4 1 F 2 2 -8 A E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.