Fréttablaðið - 07.03.2018, Side 45

Fréttablaðið - 07.03.2018, Side 45
félagi. Eins og áður sagði eiga stjórnarmenn í Högum engan hlut í félaginu. Þar fyrir utan er saman­ lagður eignarhlutur stjórnarmanna hvað minnstur í Reitum eða 0,002 prósent af hlutafé félagsins. Hluturinn nemur 0,3 prósentum í Símanum, 0,7 prósentum í Origo og 1 prósenti í Skeljungi, svo fáein dæmi séu tekin. Heiðar segir mikilvægt að langtíma­ fjárfestar, sem horfi mörg ár fram í tímann, komi að stjórnum félaga fremur en spákaupmenn sem sækj­ ast einungis eftir skammtímagróða. „Langtímafjárfestar eru reiðubúnir til þess að styðja við félög í gegnum þykkt og þunnt, til lengri tíma, á meðan spákaupmenn einblína á að skrúfa upp gengið og innleysa auð­ fenginn hagnað áður en þeir stökkva frá borði. Því miður hafa Íslendingar fremur hagað sér sem spákaupmenn í gegnum tíðina. Reynslan kennir okkur að þeir eru – upp til hópa – ekki fúsir til þess að festa fé til langs tíma, fimm til tíu ára, heldur hugsa þeir frekar eitt til tvö ár fram í tímann,“ nefnir hann. Þetta geri það að verkum að nær einu langtímafjárfestar landsins séu lífeyrissjóðirnir. „Og þá vaknar spurn­ ingin um það hvernig þeir eigi að beita sér. Sjóðunum fer fækkandi og um leið eru þeir að stækka. Þá geta hugsanlega skapast tækifæri fyrir þá til þess að sérhæfa sig og ráða til sín starfsmenn sem meta fyrirtæki og stjórnir þeirra, skoða framtíðarmöguleika og fleira. En hversu líklegt er að það gerist? Ef það yfirhöfuð gerist tel ég að það sé nokkuð langt í það að lífeyrissjóðirnir verði virkari fjárfestar, ef svo má segja.“ Þóranna Jónsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og stjórnar­ maður í Festi, segir mikla hugsana­ skekkju fólgna í því að líta á kjörna stjórnarmenn í félögum sem fulltrúa ákveðinna hluthafa. „Samkvæmt þurfi að vera sammála um allt. „Mál­ efnaleg átök eru fín og ekki óeðlileg þegar hópur fólks með mismunandi sjónarmið kemur saman. En þegar upp er staðið þarf stjórnin að ná sam­ stöðu og komast að niðurstöðu um það hvað félaginu sé fyrir bestu. Það sem einkennir oft átök innan stjórna er ekki einungis það að stjórnarmenn séu ósammála um hvaða leið sé best til þess að ná einhverju sameiginlegu markmiði, heldur snúast þau ekki síður um völd og yfirráð. Það fer oft á tíðum allt of mikil orka í slík átök með þeim afleiðingum að minni áhersla er lögð á sjálfan reksturinn.“ Þóranna segir að leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja um að í það minnsta tveir stjórnarmenn skuli vera óháðir stórum hluthöfum sé ætlað að koma í veg fyrir alræði stórra hluthafa á kostnað þeirra smærri. „Tilmælun­ um er ætlað að tryggja að smærri hlut­ hafar hafi einhverja til leið til þess að eiga rödd og koma að málum. Einnig girða þau fyrir það að stórir hluthafar í skráðum félögum geti orðið allsráð­ andi því slík yfirráð eru í andstöðu við hugmyndina um dreifða eignaraðild og jafnræði hluthafa,“ nefnir hún. Heiðar segir ekki rétt að líta á utan­ aðkomandi og óháða stjórnarmenn sem eins konar andlitslausa emb­ ættismenn sem taki enga ábyrgð. „Völdum fylgir ábyrgð. Þeir sem bjóða sig fram til stjórnarstarfa bera heil­ mikla ábyrgð og ég vona að þeir geri sér grein fyrir því. Þeir geta auk þess komið með ákveðna þekkingu og reynslu af sínu sérsviði að borðinu. Sá sem er hluthafi í félagi þarf ekki endilega alltaf að vera besti kosturinn til þess að setjast í stjórn félagsins. Ef hluthafi í lyfjafyrirtæki hefur til að mynda hagnast á fasteignaviðskiptum er það ekki endilega ákjósanlegast að hann taki sæti í stjórn lyfjafyrir­ tækisins.“ ✿ Stjórnarmennirnir sem eiga hvað mest undir Mark d’Abo Eimskip 11,5 milljarðar Heiðar Guðjónsson Vodafone 1,3 milljarðar Jón Sigurðsson N1 839 milljónir Tómas Kristjánsson Reginn og Sjóvá 1,5 milljarðar Erna Gísladóttir Sjóvá 703 milljónir Einar Örn Ólafsson TM 725 milljónir Helgi Magnússon Marel og N1 1,5 milljarðar Gestur Breiðfjörð Gestsson VÍS 1,7 milljarðar Örvar Kærnested TM 481 milljón Kristján Loftsson HB Grandi 19,7 milljarðar lögum um hlutafélög er stjórnar­ mönnum óheimilt að gæta hagsmuna ákveðinna hluthafa. Þeim ber að vinna að hag félagsins. Orðið „félag“ snýst einmitt um að stjórnarmenn vinni í félagi að því að gæta sameigin­ legra hagsmuna. Góðir stjórnarhættir ganga í meginatriðum út á það að bera virðingu fyrir félagaforminu og gæta þar af leiðandi jafnræðis hluthafa. Það er ekki aðeins úrelt nálgun að líta á stjórnarmenn sem fulltrúa ein­ stakra hluthafa, heldur getur hún einnig verið beinlínis skaðleg. Hags­ munir ólíkra hlutahafa geta stangast á og einnig geta þeir hugsanlega farið í bága við hagsmuni félagsins.“ Þar með sé þó ekki sagt að stjórnin Ómar Benediktsson Icelandair 1,7 milljarðar Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir VÍS 2,0 milljarðar Frosti Bergsson Eik 787 milljónir 20% stjórnarmanna í skráðum félögum eiga yfir eins prósents hlut í þeim félögum sem þeir sitja í stjórn hjá. Í nokkrum tilfellum eru stjórnarmennirnir ýmist í forsvari fyrir eða á meðal hluthafa í félagi sem heldur utan um hlut í viðkomandi skráða félagi. Vöktun alla leið með Vodafone IoT ↣ markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 7 . M A R S 2 0 1 8 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 2 -6 C 0 C 1 F 2 2 -6 A D 0 1 F 2 2 -6 9 9 4 1 F 2 2 -6 8 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.