Fréttablaðið - 08.03.2018, Síða 34

Fréttablaðið - 08.03.2018, Síða 34
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Við notum aðallega sútaðar og loðnar hrosshúðir og búum til ýmiss konar hönnunarvöru úr þeim, til dæmis rugguhesta, pels, inniskó, hár- skraut og fleira, Á HönnunarMars munum við því bjóða gestum upp á nýja sýn á íslenska hestinn í bíósalnum á Hótel Marina og gera tilraun til að færa fólk nær honum, bjóða því að snerta, lykta og hlusta á íslenska hestinn eins og við upplifum hann,“ segir Kristín Karlsdóttir fatahönnuður en hún og Valdís Steinarsdóttir vöruhönn- uður hanna úr hrosshúðum undir heitinu Studio Trippin. Þær hlutu styrk úr Nýsköp- unarsjóði til verksins og hafa sjálfar sútað skinn í vinnsluna en fá einnig efnivið frá Sauðárkróki og Hjalteyri. „Karl Bjarnason, sútari á Sauðárkróki, hefur verið rosalega hjálplegur í gegnum ferlið, og Lene Zachariassen, sútari á Hjalteyri, er líka búin að kenna okkur margt. Við vonumst til þess að það styttist í að við getum komið bæði flíkum og innanstokksmunum í sölu,“ segir Kristín. Hugmyndin að Studio Trippin kviknaði út frá áfanga í Listahá- skóla Íslands og segir Kristín að þær hafi nánast fengið hrosshúðir á heilann. Þetta er fyrsta sam- vinnuverkefni þeirra sem hönnuða en þær hafa þekkst frá því þær voru unglingar. „Við höfum brallað margt saman gegnum tíðina en hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Val- dís var að vinna hópverkefni um íslenska hestinn með bekknum sínum í vöruhönnun í LHÍ. Hún hljóp oft yfir til mín í fatahönnun- inni og sagði mér frá og upp frá því byrjuðum við að ræða útfærslur og möguleika sem okkur duttu í hug. Ef við fórum út á kaffihús eða út með vinum okkar var þetta Þarfasti þjónninn verður að pels Kristín Karlsdóttir og Valdís Steinarsdóttir hanna úr hross- húð. Þær fengu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna síðasta sumar og sýna afraksturinn á HönnunarMars. Kristín Karls- dóttir og Valdís Steinarsdóttir sýna fatnað og fylgihluti úr hrosshúð á komandi Hönn- unarMars. Pels, inniskór, hárskraut og rugguhestur eru meðal þess sem Studio Trippin hannar úr hrosshúð. það eina sem hægt var að tala við okkur um. Við vorum því komnar með margar hugmyndir og pælingar að vörum strax frá byrjun þeirrar vinnu sem við unnum í sumar,“ segir Kristín. Hvernig er flíkum úr hrosshúð tekið?„Mjög vel, enn sem komið er. Fólk virðist almennt vera hrifið af hugmyndinni um fullnýtingu, og því að nota afgangs afurðir af íslenska hestinum, sem býr jafnan við gott atlæti. Auðvitað eru sumir mótfallnir því að borða hrossakjöt, og þ.a.l. hugmyndinni um að nota húðirnar. Við berum virðingu fyrir mismunandi skoðunum, en okkar skoðun er sú að mesta virðingin við skepnuna felist í því að fullnýta það sem til fellur af henni.“ Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Fóðraðar regnkápur kr. 14.900.- Str: S-XXL Litir grænt og blátt Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Kíkið á myndir og verð á Facebook Flottar vorvörur - peysa á 5.900 kr. - skyrta á 5.900 kr. Stendur undir nafni 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . M A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 4 -F F 3 4 1 F 2 4 -F D F 8 1 F 2 4 -F C B C 1 F 2 4 -F B 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.