Fréttablaðið - 16.03.2018, Síða 6

Fréttablaðið - 16.03.2018, Síða 6
Um 200 íslenskir karlmenn greinast árlega með krabbamein í blöðruhálskirtli. Með því að kaupa Mottumarssokkana leggur þú baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli lið. Pantaðu þitt par í vefverslun okkar á mottumars.is # mottumars SLYS Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna and­ láts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niður staða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kín­ versku hjónin voru á leið í köfun­ ina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lög­ regluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögu­ maðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri. Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferða­ þjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bóta­ réttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggis­ atriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köf­ unarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að við­ brögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnað­ urinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að rang­ lega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðar­ tryggingunni ekki uppfyllt. joli@frettabladid.is Kínverskur ekkill fær ekki bætur eftir lát konu sinnar í Silfru Ekkert var athugavert við köfunarferð ferðaþjónustufyrirtækis í Silfru í janúar 2016. Kínversk kona lést eftir slys í ferðinni. Kröfu manns hennar um bætur var hafnað af úrskurðarnefnd í vátryggingamálum. Orsök slyssins er talin sú að konan hafi fjarlægt lungað úr munni sér og fengið við það sjokk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ViðSkipti „Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, fram­ kvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Egg­ erts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina. Stærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafa­ stefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 pró­ sent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram við­ mið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“. Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmda­ stjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvars­ mönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekk­ ert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, fram­ kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs versl­ unarmanna, hefur ekki svarað fyrir­ spurn Fréttablaðsins. – smj Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Árni Guðmundsson. Mest lesið 1 Trampólín s lys í Skypark: „Það var allt í blóði“ 2 Átak gegn vændi í gegnum Airbnb 3 Face book-boð í partí þótti ó tækt máls gagn 4 Stjórnar- formaður Borgunar segir regluverkið ekki frítt StjórnmáL Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á mánudaginn. Samkvæmt heim­ ildum Fréttablaðsins fer fundurinn fram í Berlín. Angela Merkel endurnýjaði umboð sitt sem kanslari Þýskalands fyrr í mánuðinum eftir að Jafnaðarmanna­ flokkurinn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu samstarf sitt. Merkel hefur verið kanslari Þýska­ lands frá árinu 2005. – jhh Katrín hittir Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 1 6 . m a r S 2 0 1 8 F Ö S t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 1 6 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 6 -D 2 B 0 1 F 3 6 -D 1 7 4 1 F 3 6 -D 0 3 8 1 F 3 6 -C E F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.