Fréttablaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 20
Ég held að fólk sé almennt til í að breyta til og prófa eitt- hvað nýtt. Hver og einn kýs að hafa sinn eigin stíl, frekar en að vera eins og allir hinir. Það er mjög mikil breyting frá því sem áður var, þegar allir voru með sítt hár og liði. Edda Sif Guðbrandsdóttir Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Ég sé fram á að hártískan í vor verði mjög skemmtileg. Við eigum eftir að sjá talsvert hlýrri liti en undanfarið og minna af gráum tónum sem hafa verið vinsælir í ljósu hári í vetur. Frísk- andi kopar-, pastel- og ferskjutón- ar verða áberandi, líkt og dökkt, náttúrulegt hár með hlýjum blæ,“ segir Edda Sif Guðbrandsdóttir hársnyrtimeistari en hún hefur starfað í faginu í tuttugu ár. „Stytturnar koma aftur inn og það verður nokkuð um ’70s áhrif þar. Mikið verður um toppa og svo er mullettið að koma aftur fram en með nútímalegri blæ en áður. Við erum ekki að tala um gamla, góða mullettið þar sem hárið er stutt að framan og sítt að aftan heldur dálítið mýkra. Hárið hjá strák- unum er að síkka og margir láta lýsa á sér hárið fyrir sumarið. Það er mjög gaman að sjá að strákarnir eru ófeimnir við að breyta til.“ Fylgihlutir vinsælir Spennur, hárbönd og nælur sem festar eru í hárið eiga einnig eftir að setja sinn svip á hártískuna í vor og segir Edda Sif slíka fylgi- hluti njóta sívaxandi vinsælda. Greiðslur eru líka mikið í tísku, svo sem fléttur, snúðar og liðir hjá fermingarstúlkum. „Allir fylgi- hlutir hafa farið stækkandi undan- farið, líka í hártískunni sem mér finnst mjög hressandi. Label.M er t.d. með mjög flottar nælur í hárið, sem fást t.d. í Hárakademíunni.“ Fleiri fara eigin leiðir Flestir eru með heiminn í höndun- um í símanum og fylgjast vel með nýjum tískustraumum á Instagram og Snapchat. Edda Sif segir það vissulega hafa áhrif á hártískuna. „Ég held að fólk sé almennt til í að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Hver og einn kýs að hafa sinn eigin stíl, frekar en að vera eins og allir hinir. Það er mjög mikil breyting frá því sem áður var, þegar allir voru með sítt hár og liði,“ rifjar hún upp. Þurrsjampó ómissandi Þegar Edda Sif er spurð hvernig best sé að hugsa vel um hárið segir hún mikilvægt að nota góð Hlýir og frískandi litir og styttur í hárið Edda Sif á von á að spennur, hárbönd og nælur verði vinsælt hárskraut í vor. MYND/STEFÁN Hárskraut verður áberandi í hártískunni. Gráir tónar víkja fyrir mildum, hlýjum litum. Hártískan í vor einkennist af hlýjum kopar-, ferskju- og pastel- litum. Styttur í hárinu koma sterkar inn og fylgihlutir verða áberandi, að sögn Eddu Sifjar Guð- brandsdóttur hár- snyrtimeistara. sjampó og næringu til að halda hárinu heilbrigðu. „Svo hjálpar til að nota góðar mótunarvörur til að ná fram því lúkki sem maður vill. Núna er DRY sjampó, eða þurrsjampó, mjög heitt til að ná fram þéttleika í hársrótinni. DRY sjampóið er púðurkennt og er galdraefni til að halda hárinu hreinu og eins til að stækka hárið. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér en það er líka gott að eiga gamla, góða hárlakkið. Svo mæli ég með að fá góð ráð frá klipparanum sínum um hárumhirðu og -vörur.“ Ánægð með ævistarfið Edda Sif er mjög ánægð með að hafa valið sér hárgreiðslu að ævi- starfi. „Ég ákvað strax sem lítil stelpa að verða hárgreiðslukona. Það er svo gaman að kynnast skemmtilegu fólk í gegnum starfið og fá að gleðja fólk í stólnum. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað og mæli heilshugar með þessu starfi fyrir þá sem eru flinkir í höndunum og þykir gaman að umgangast fólk. Ég fer út á sýningar a.m.k. einu sinni á ári til að halda mér ferskri í faginu og þá aðallega til London. Það er nauðsynlegt að halda sér á tánum og svo er alltaf skemmtilegt að sjá eitthvað nýtt í hártískunni. Ég er svo heppin að hafa unnið með frábæru fólki í gegnum tíðina, sem hefur veitt mér mikinn innblástur og verið gott að umgangast.“ Edda Sif er nýlega komin úr fæðingarorlofi og vinnur hjá Hárakademíunni, sem er einkarek- inn hárgreiðsluskóli í Mörkinni 1. „Við verðum einmitt með opið hús frá kl. 17.00-20.00 þann 20. mars fyrir fermingarbörn og þeirra aðstandendur. Þá er hægt að koma og prófa að gera í sig krullur og fá góð ráð. Við verðum með tilboð á öllum HH Simonsen járnum og Label.M vörunum fyrir þá sem vilja greiða sér sjálfir á fermingar- daginn.“  MACY’S AT 34TH STREET Tommy Hilfiger úrin fást hjá eftirtöldum verslunum GÞ. skartgripir & úr, Bankastræti 12 | Michelsen úrsmiðir, Kringlunni 8-12 | Jón & Óskar, Laugavegi 61 | Jón&Óskar, Kringlunni 8-12 Jón&Óskar, Smáralind | Meba Kringlunni 8-12 og Meba Smáralind | Klukkan Hamraborg | Halldór Ólafsson, Glerártorgi Akureyri Klassík, Egilstöðum | Guðmundur B. Hannah, Akranesi | Tímadjásn, Grímsbæ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A R S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 6 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 6 -D 7 A 0 1 F 3 6 -D 6 6 4 1 F 3 6 -D 5 2 8 1 F 3 6 -D 3 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.