Fréttablaðið - 16.03.2018, Page 22
Útgefandi:
365 miðlar
Veffang:
frettabladid.is
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumaður auglýsinga:
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Grand Hótel Reykjavík
19.-20. mars
Siðferði, velferð og umhverfi
www.strandbunadur.is
Skráning fer fram á www.strandbunadur.is
Örlög íslenskrar skelræktar –
í ljósi samkeppni við lifandi
innflutta skel
Mánudaginn 19. mars - Afhending gagna 10:00
Þriðjudagurinn 20. mars
Málstofa - sameiginleg - Gullteigur
Fræðandi kynningar
þjónustufyrirtækja - Á landi
Málstofa A1 - Gullteigur A
Laxalús - „upprennandi“
vandamál?
Málstofa B1 - Gullteigur B
Málstofa A3 - Gullteigur A Málstofa B3 - Gullteigur B
Heilbrigði í strandbúnaði - verk og vitundarvakning
Nýting smáþörunga -
bylting í framleiðslu lífrænna
efna
Málstofa - sameiginleg - Gullteigur
Eldi er meira en lax Uppskeruhátíð rannsókna
Málstofa A4 - Gullteigur A Málstofa B4 - Gullteigur B
Málstofa A2 - Gullteigur A Málstofa B2 - Gullteigur B
Landeldi á laxi
Fræðandi kynningar
þjónustufyrirtækja - Á sjó
Stærsti árlegi vettvangur allra sem starfa í strandbúnaði
2 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . m A R S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RÍSLeNSKuR StRANdBÚNAÐuR
Við þekkjum öll landbúnað sem er atvinnugrein þar sem menn nýta auðlindir
landsins til matvælaframleiðslu
og þannig kemur orðið strand-
búnaður fram, með vísan í orðið
landbúnaður,“ útskýrir Arnljótur.
Tímabært hafi verið að koma
með nýyrðið.
„Áður hafði enska hugtakið
„aquaculture“ verið þýtt sem fisk-
eldi en það tekur bara til ræktunar
á fiski og það er töluvert fleira en
fiskur sem er alið í sjó og vatni
og fellur undir alþjóðlegar hag-
tölur um strandbúnað, eins og til
dæmis lindýr í skel og þörungar,“
segir Arnljótur.
Ráðstefna í annað sinn
Félag um strandbúnað á Íslandi
var stofnað haustið 2016. Mark-
mið þess er að standa fyrir ráð-
stefnum og á mánudag verður
blásið til ráðstefnu um strand-
búnað í annað sinn.
„Hugmyndin að félaginu er
ekki hagsmunagæsla heldur
fyrst og fremst vettvangur fyrir
opna umræðu og að efla tengsl
á milli manna og strandbúnað
sem fræðasvið og atvinnugrein,“
útskýrir Arnljótur sem starfar sem
sviðsstjóri hjá Matís (Matvæla-
rannsóknum Íslands).
„Matís hefur komið að fjöl-
mörgum verkefnum á sviði
fiskeldis, skelræktar og þörunga-
ræktar og vill auka umræðu um
atvinnugrein sem við þjónustum.
Í stjórninni eru einnig fulltrúar
skel- og þörungaræktar, fisk-
eldis og þjónustufyrirtækja og er
stjórnin framkvæmdanefnd að
baki ráðstefnunnar.“
Óhefðbundnar tegundir
Á Íslandi hefur fiskeldi verið
stundað í áratugi.
„Íslendingar standa framarlega í
bleikjueldi, og dylst ekki nokkrum
manni, en við erum ekki komin
jafn langt og frændur okkar Norð-
menn og Færeyingar í laxeldi.
Íslensk fyrirtæki í strandbúnaði
hafa þó verið að tileinka sér ný
vinnubrögð og ef maður lítur á
söguna hefur framþróunin verið
mikil í íslenskum strandbúnaði.
Þar má nefna ræktun óhefðbund-
inna tegunda eins og sæeyrna
og senegalflúru, þar sem styrkur
Íslands er að geta haft stjórn á hita
með jarðhita,“ segir Arnljótur.
Afurðir strandbúnaðar hér á
landi eru nýttar til matvælafram-
leiðslu en í þörungarækt er reynt
að rækta sértæk lífefni sem mögu-
lega gætu nýst í fæðubótarefni, lyf
eða íblöndunarefni í matvæli.
„Í þörungaræktun má nefna
fyrirtæki á borð við Algalíf, Key
Natura, Algennovation og Omega
Algae, og hafa félagsmenn í Skel-
rækt – félagi skelræktenda komið
sínum vörum, íslenskri bláskel,
einnig þekkt sem kræklingur, á
veitingastaði hér heima,“ upplýsir
Arnljótur.
margt hefur áunnist
Þróun strandbúnaðar sem
atvinnugreinar er í hringiðu
umræðunnar og þar takast á ólík
sjónarmið um stefnumótun fisk-
eldis til frambúðar með hliðsjón
af burðarþolsmati og fleiru.
„Í allri umræðu skiptir mestu að
nálgast viðfangsefnið á ábyrgan
hátt,“ segir Arnljótur. „Margt hefur
áunnist í málefnum strandbún-
aðar, eins og innleiðing norsks
búnaðarstaðals sem er stórt
skref fyrir íslensk fyrirtæki. Með
hliðsjón af skipulagsmálum og
hvernig menn spáðu fyrir um vöxt
atvinnugreinarinnar eru ákveðin
teikn á loft um að menn séu að ná
betri tökum á því sem þeir eru að
fást við. Það eru vitaskuld einstök
viðfangsefni og vandamál ein-
stakra fyrirtækja en engu að síður
mikilvægir sigrar frá degi til dags.“
Arnljótur segir af mörgu að taka
í málefnum strandbúnaðar.
„Hvort sem horft er til skel-
ræktar og samkeppni við inn-
flutning á lifandi skel, eða laxalús
sem innan gæsalappa er upprenn-
andi vandamál hjá okkur, eru það
helstu viðfangsefnin nú, sem og
siðferði í kringum atvinnugrein-
ina, efling hennar og heilbrigði í
strandbúnaði.“
Heilnæm og góð matvæli
Á ráðstefnunni, sem haldin
verður á Grand Hótel á mánudag
og þriðjudag, verða fjölbreyttar
málstofur og fræðandi kynningar
sem lúta að strandbúnaði í sjó og
á landi.
„Þetta verður fróðleg og
skemmtileg ráðstefna fyrir alla
í strandbúnaði, sem þjónusta
strandbúnað, vilja fylgjast með því
nýjasta á sjóndeildarhringnum
og þá sem hugsa sér gott til
glóðarinnar að starfa í strand-
búnaði,“ segir Arnljótur og það
liggja sannarlega mörg tækifæri í
íslenskum strandbúnaði.
„Margir horfa til loftslagsbreyt-
inganna sem nú ganga yfir og hafa
áhrif á matvælaframleiðslukerfi
heimsins. Matvælaframleiðsla fer
að stórum hluta fram á landi og eru
95 prósent fæðu og fóðurs fram-
leidd á landi þótt land sé ekki nema
rétt tæpur þriðjungur yfirborðs
jarðar. Því beina æ fleiri sjónum
sínum að framleiðslu matvæla í sjó
eða ferskvatni,“ útskýrir Arnljótur.
Hann segir stundum talað um
smá eyríki en jafnframt sé hægt að
tala um stór hafríki.
„Ísland er 103 þúsund fer-
kílómetrar að stærð en með 750
þúsund ferkílómetra efnahags-
lögsögu. Hvort er Ísland þá smátt
eyríki eða stórt hafríki? Smáu
eyríkin hafa mörg hver drjúgt haf-
svæði umhverfis sig sem hugsan-
lega má nýta með skilvirkari hætti
til aukinnar matvælaframleiðslu
og því eru spennandi tímar fram-
undan í strandbúnaði.“
Meðal spennandi erinda á mál-
stofum ráðstefnunnar er bleikju-
eldi sem búgrein, hvernig Ísland
getur komið að þörungaræktun
sem orkuframleiðandi og hvernig
rannsókna- og nýsköpunarverk-
efni hafa nýst til þróunar atvinnu-
greinarinnar.
„Á Íslandi er hreint vatn og
möguleikar til að framleiða góð
og heilnæm matvæli. Ísland ætlar
sér að vera leiðandi í málefnum
hafsins og er líf í vatni nátengt
þeim og fjórtánda heimsmark-
miðinu. Menn geta líka horft til
notkunar sýklalyfja og annarra
efna annars staðar og hvaða við-
fangsefni eru kölluð knýjandi
vandamál í strandbúnaði og hvað
við getum lært af nágrönnum
okkar sem fengist hafa við strand-
búnað,“ segir Arnljótur.
Ráðstefna Strandbúnaður 2018
fer fram á Grand Hótel Reykjavík
dagana 19. og 20. mars. Sjá nánar á
strandbunadur.is
Arnljótur Bjarki Bergsson er formaður Strandbúnaðar sem stendur fyrir ráðstefnunni á Grand Hótel. mYNd/SteFÁN
Strandbúnaður á
heimsvísu í milljónum
tonna árið 2015
Heildarheimsframleiðsla
strandbúnaðar var um 106
milljónir tonna árið 2015,
þar af skilaði fiskeldi nærri
52 milljónum tonna. Um 29
milljónir tonna af plöntum
eru ræktaðar í vatni í heim-
inum og eru þörungar þar
meðtaldir. Ræktun lindýra
nam rúmlega 16 milljónum
tonna á heimsvísu.
1
6
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
3
6
-C
3
E
0
1
F
3
6
-C
2
A
4
1
F
3
6
-C
1
6
8
1
F
3
6
-C
0
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K