Fréttablaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 27
Við erum þekk-
ingarfyrirtæki og
höfum aðallega byggt
starfsemi okkar á Íslandi
upp sem rannsóknar-
þjónustu við fiskeldis-
iðnaðinn.
KYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 1 6 . m a r s 2 0 1 8 ÍSLeNSKUR STRANDBúNAÐUR
Snorri og Ólöf eru sérfræðingur hjá Akvaplan-niva og sinna ýmiss
konar rannsóknum sem tengjast fiskeldi. MYND/eYÞÓR
Hrognkelsaseiði (um 5 g) tilbúin til að fara í laxakvíar að éta laxalús. MYND/LARSOLAVSPARBOe/AKVAPLAN-NIVA
Starfsmaður Akvaplan-niva við botnsýnatökur.
Akvaplan-niva vinnur að ýmiss konar rannsóknum til að bæta fiskeldi og fyrirbyggja
neikvæð umhverfisáhrif þess. Fyrir-
tækið hefur verið brautryðjandi í
rannsóknum á nýtingu hrognkelsis
í fiskeldi og þjónustar fiskeldisfyrir-
tæki á fjölbreyttan hátt.
„Á skrifstofu Akvaplan-niva AS
í Kópavogi starfa þrír starfsmenn
sem allir hafa lokið doktorsprófi
í fiskeldistengdum greinum. Við
erum hluti af stærra teymi en höfuð-
stöðvar fyrirtækisins eru í Tromsö í
Noregi, þar sem rúmlega 130 manns
starfa,“ segir Snorri Gunnarsson, sér-
fræðingur hjá Akvaplan-niva. „Við
erum þekkingarfyrirtæki og höfum
aðallega byggt starfsemi okkar á
Íslandi upp sem rannsóknarþjón-
ustu við fiskeldisiðnaðinn. Þetta hafa
fyrst og fremst verið rannsóknir sem
miða að því að bæta eldisumhverfi
og þróa eldisaðferðir fyrir sjávarfiska
og laxfiska í eldi.“
Hrognkelsi reynist vel
„Hrognkelsi er ný tegund í eldi og
nýtist sem aflúsari í sjókvíaeldi á
laxi,“ segir Snorri. „Albert K.D. Ims-
land, rannsóknarstjóri Akvaplan-
niva og prófessor í fiskeldi við
háskólann í Bergen í Noregi, hefur
verið leiðandi í því að þróa notkun
hrognkelsa í þessu skyni og heldur
utan um rannsóknir á þessu sviði.
Það er stórt verkefni í gangi á
Íslandi sem er framhald af því sem
við höfum verið að vinna í Noregi
síðan árin 2010 og 2011,“ segir
Snorri. „Þar stjórnaði Albert fyrstu
rannsóknar- og þróunarverkefn-
unum á þessu sviði og við erum að
uppfæra þá þekkingu fyrir íslenskar
aðstæður. Þetta er í takt við þá líf-
rænu framleiðslu sem laxeldisfyrir-
tækin hér stefna að, enda ætla öll
stærstu laxeldisfyrirtækin hér á landi
að taka þátt í þessu verkefni.
Í dag er hrognkelsi þriðja verð-
mætasta eldistegund Noregs, á eftir
laxi og regnbogasilungi. Stefnt er að
því að framleiða rúmlega 40 millj-
ónir seiða á þessu ári,“ segir Snorri.
„Hrognkelsið er ræktað og svo er
því sleppt í kvíarnar hjá laxinum og
þar étur það lýsnar af honum. Svo
til að loka hringnum þá er verið að
markaðssetja hrognkelsið sem mat-
væli eftir að það lýkur hlutverki sínu
sem lúsaæta.
Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, sér-
fræðingur hjá Akvaplan-niva, hefur
líka komið að þessum rannsóknum
á hrognkelsi, auk þess að leiða erfða-
rannsóknir á hrognkelsum innan
fyrirtækisins,“ segir Snorri. „Í ljósi
vaxandi áhuga á hrognkelsi sem
hreinsifiski er nú lögð aukin áhersla
á rannsóknir sem beinast að stofn-
gerð þeirra í náttúrunni og leit að
erfðaþáttum sem tengjast atferli og
heilbrigði fisksins. Leit að erfðaþátt-
um er hluti af kynbótaverkefnum
Akvaplan-niva, sem eru þegar komin
á fullan skrið og farin að skila mikil-
vægum niðurstöðum, ekki aðeins
með framhaldsrannsóknir í huga,
heldur einnig fyrir eldi á hrognkelsi í
framtíðinni.“
Alls kyns þjónusta fyrir eldis-
fyrirtæki
„Í Noregi er stór hluti af starf-
semi Akvaplan-niva að þjónusta
sjókvíaeldisfyrirtæki og uppgangur
í sjókvíaeldi hefur skapað mögu-
leika á að útfæra þjónustu okkar á
því sviði hér á Íslandi,“ segir Snorri.
„Akvaplan-niva hefur öll tilskilin
leyfi sem faggild skoðunarstofa og
getur boðið eldisfyrirtækjum upp á
bæði staðarúttektir, stöðvarskírteini
og botndýrarannsóknir. Við erum
vel búin tækjakosti og getum fram-
kvæmt straummælingar, tekið hita-
og seltuprófíla og höfum nauðsyn-
legan búnað til umhverfisrannsókna.
Við höfum líka haffræðinga á
okkar snærum sem geta búið til
öldufars- og straumalíkön fyrir
einstaka firði eða fjarðakerfi,“ segir
Snorri. „Straumalíkön eru mikilvæg
tæki sem hægt er að nota við að velja
hentug eldissvæði og skilja betur
áhrif eldis í sjókvíum á umhverfið og
áhrif umhverfisins á fiskinn í kvíum.
Okkur finnst mikilvægt að Akva-
plan-niva byggi upp staðbundna
þekkingu og bjóði þessa þjónustu frá
Íslandi, en um leið er hið öfluga bak-
land sem við höfum í Noregi okkur
mikill styrkur.“
Strangir staðlar hér á landi
Snorri segir að það sé afar ánægju-
legt að sjá hvað fyrirtækin sem eru
að hasla sér völl í sjókvíaeldi hafi
mikinn metnað til að vanda til verka
og hér á Íslandi hefur verið tekinn
upp strangur búnaðarstaðall sem er
notaður í Noregi. „Við erum langt
á eftir nágrannaþjóðum okkar í
að byggja upp sjókvíaeldi, svo við
getum leitað til þeirra með reynslu
og þekkingu,“ segir hann.
„Fiskeldi í Noregi hefur vaxið
mjög að umfangi á þessari öld. Fyrir
um tíu árum þegar framleiðsla á laxi
var um 700 þúsund tonn var tekin
upp reglugerð sem kallast NYTEKK
og búnaðarstaðall (NS9415:2009)
sem felur í sér ítarlegar kröfur til
fyrirtækjanna um að láta meta
umhverfisálag á kvíaeldissvæðum
og hvaða búnað fyrirtækin mega
nota á kvíastæðum,“ segir Snorri. „Sú
vegferð miðar öll að því að kvíar þoli
umhverfisálag á viðkomandi eldis-
svæði og fiskur sleppi ekki úr kvíum
og síðan reglugerðinni var komið á
hefur dregið stórlega úr slysaslepp-
ingum í laxeldi í Noregi.
Þrátt fyrir að framleiðsla í laxeldi í
sjó sé enn aðeins brot af því sem ger-
ist í Noregi hefur verið gefin út reglu-
gerð á Íslandi sem skyldar fyrirtæki
sem stunda slíkt eldi til þess að fara
í einu og öllu eftir þessum stranga
norska búnaðarstaðli,“ segir Snorri.
„Í samræmi við þessa reglugerð er
mögulegt álag á væntanlegan eldis-
búnað af völdum þátta s.s. strauma,
öldufars og ísingar metið. Að því
loknu gefur Akvaplan-niva út staðar-
úttektarskýrslu. Þessi skýrsla er svo
lögð til grundvallar þegar það á að
meta eiginleika og styrk búnaðar
sem settur er upp og hvernig honum
er komið fyrir á eldissvæðunum.
Þegar búnaður er kominn í sjó og allt
er sem skyldi gefur Akvaplan-niva,
sem faggild vottuð skoðunarstofa, út
stöðvarskírteini.“ Útgáfa á stöðvar-
skírteini er því strangt ferli og Snorri
segir að það sé ánægjulegt að stjórn-
völd og íslensk fyrirtæki í sjókvíaeldi
hafi metnað og vilja til að fara eftir
þessum stranga staðli.
Nýta norska reynslu
í íslenskt fiskeldi
Þekkingarfyrirtækið akvaplan-niva sinnir rannsóknum
fyrir fiskeldisiðnað sem miða að því að bæta framleiðsl-
una og takmarka umhverfisáhrif. Fyrirtækið býr að góðri
reynslu frá Noregi sem nýtist vel á Íslandi.
1
6
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
3
6
-C
3
E
0
1
F
3
6
-C
2
A
4
1
F
3
6
-C
1
6
8
1
F
3
6
-C
0
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K