Fréttablaðið - 16.03.2018, Page 36

Fréttablaðið - 16.03.2018, Page 36
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5407. S ýningin Undraveröld Kron by Kronkron verður opnuð á sunnudaginn í Hönnunar-safni Íslands. Á sýningunni verður rennt yfir feril hönnuðanna Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinsson- ar með merkið Kron by KronKron. Nú eru liðin 10 ár síðan Hugrún og Magni hófu að framleiða skó, fatnað og fylgihluti undir því merki og þau hafa á þessum áratug náð merki- legum árangri í sviði hönnunar. Það er óhætt að segja að þau hafi ekki setið auðum höndum síðan Kron by KronKron leit dagsins ljós því þau hafa hannað um 1.200 mis- munandi skópör á þeim tíma. Þegar blaðamaður náði tali af Hugrúnu var hún í miðjum klíðum að kíkja ofan í gamla skókassa og undirbúa sýninguna. „Núna er ég búin að vera lokuð inni á Hönnunar- safni í nokkra daga þar sem ég er að opna kassa eftir kassa eftir kassa. Ég veit aldrei hvað er í hverjum kassa og þetta er búið að vera magnað,“ segir Hugrún glöð í bragði. Spurð út í hvort hún muni eftir öllum skónum sem koma upp úr kössunum segir hún: „Maður er að sjá margt sem maður var auðvitað búinn að gleyma. En vegna þess að við teiknuðum hvert einasta par upp og komum þeim í gegnum fram- leiðsluferli, sem getur verið alveg meiriháttar hausverkur, þá er þetta fljótt að rifjast upp. Á bak við hvert par liggur mikil vinna og maður hefur þurft að berjast fyrir að ná þeim í gegnum ferlið.“ Þeir sem þekkja skóna frá Kron by KronKron vita að um einstaka skó er að ræða, oftar en ekki litríka þar sem ólíkar áferðir spila saman. „Þetta eru flóknir skór og það liggur gífur- leg vinna á bak við hvert og eitt par. Þannig að það er svolítið magnað að sjá þetta,“ útskýrir Hugrún sem var búin að taka um 40 prósent af þeim skóm sem verða á sýningunni upp úr kössum þegar blaðamaður náði tali af henni. Hugrún segir ástríðu fyrir sköpun hafa leitt þau áfram í þessi tíu ár. „Við höfum alltaf fylgt hjartanu. Við sköp- um út frá tilfinningum og hönnunin okkar er aldrei tengd neinum tíðar- anda né tísku. Þess vegna er ótrúlega ánægjulegt að skoða þetta aftur,“ segir Þykir enn vænt um hvert einasta skópar Sýningin Undraveröld Kron by Kronkron verður opnuð á sunnudaginn í Hönnunarsafni Íslands. Þar verða til sýnis þeir fjölmörgu skór sem Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa hannað á 10 árum. Hugrún segir magnað að líta til baka í aðdraganda sýningarinnar. Flest öll þessi pör eru fyrir löngu uppseld og því langt síðan við höfum séð þau. 1237 Gvendardagur, dánardagur Guð- mundar góða Arasonar Hólabiskups. Hann var biskup frá 1203 og varð snemma kunnur að meinlætalifnaði og velgjörðum við fátæka. 1657 Miklir jarðskjálftar eru á Suður- landi. Hús falla víða, einkum í Fljótshlíð. 1968 Fjöldamorðin í My Lai í Víetnam: Bandarískir hermenn drepa hvert mannsbarn í heilu þorpi þrátt fyrir að þar væru engir karlmenn á herskyldu- aldri. 1976 Harold Wilson segir af sér emb- ætti forsætisráðherra Bretlands. 1978 Olíuskipið Amoco Cadiz strandar á skerjum í Ermarsundi og brotnar í tvennt með þeim afleiðingum að úr verður eitt alvarlegasta umhverfisslys sögunnar. 1979 Stríði Kína og Víetnams lýkur með því að Kínverjar draga herlið sitt frá Víetnam. 1980 Fjórða hrina Kröfluelda hefst. Gosið stendur stutt, þykir fagurt og er kallað skrautgos. 1983 Samningar eru undirritaðir um kaup Reykjavíkurborgar á Viðey. Endur- bótum á mannvirkjum lýkur 18. ágúst 1988. 1984 Yfirmanni CIA í Beirút, William Francis Buckley, er rænt af samtök- unum Heilagt stríð. 1988 Gasárás er gerð á írakska bæinn Halabja, þar sem aðallega búa Kúrdar. Allir bæjarbúar farast, yfir 5.000 talsins. 1988 Íran-Kontrahneykslið: Herforingj- arnir Oliver North og John Poindexter eru ákærðir fyrir svik gegn Bandaríkj- unum. 1990 Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í fyrsta sinn. 1992 Boris Jeltsín tilkynnir að stofn- aður verði sérstakur Rússlandsher. 1996 Robert Mugabe er kjörinn forseti Simbabve. 1997 Sandline-málið: Papúski herfor- inginn Jerry Singirok lætur handtaka Tim Spicer og málaliða frá Sandline Inter- national. 2003 Stærstu samræmdu fjöldamótmæli á heimsvísu eru haldin gegn stríði í Írak. Merkisatburðir Hugrún. Hún tekur fram að þeir skór sem komu á markað fyrir 10 árum séu alveg jafn viðeigandi í dag eins og nýjustu skór þeirra. Hugrún kveðst vera ansi gáttuð þegar hún tekur upp úr öllum skó- kössunum. „Það er alveg merkilegt að hafa virkilega náð að skapa og koma til lífs öllum þessum skóm. Flest öll þessi pör eru fyrir löngu uppseld og því langt síðan við höfum séð þau. Manni þykir ansi vænt um hvert ein- asta par og kemur því smá söknuður þegar maður sér gömlu félagana sem maður hafði fyrir að koma í heiminn. Í þennan tíma höfum við bara haldið ótrauð áfram án þess að líta mikið til baka. Þannig að þegar maður horfir fyrst núna til baka þá er þetta ótrúlega yfirþyrmandi og skemmtilegt.“ Áhugasömum er bent á að Undra- veröld Kron by Kronkron verður opnuð á sunnudaginn klukkan 16.00 í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1. gudnyhronn@frettabladid.is Skórnir frá Kron by Kronkron eru oftar en ekki afar litríkir og skrautlegir. Magni og Hugrún hafa hannað um 1.200 skópör síðan Kron by Kronkron var stofnað fyrir 10 árum. MYND/KÁRI SVERRIR Okkar ástkæri Þorsteinn Þórðarson Brekku, Norðurárdal, sem lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð, Borgarnesi, 10. mars verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 17. mars kl. 14. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Árni Þór Sigurðsson Þórður Þorsteinsson Agnes Agnarsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Guðbjörg S. Sigurðardóttir Gunnar Þór Þorsteinsson Íris Inga Grönfeldt Þórhildur Þorsteinsdóttir Elvar Ólason barnabörn og barnabarnabörn. 1 6 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s T U D a G U r20 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð i ð tímamót 1 6 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 3 6 -B 0 2 0 1 F 3 6 -A E E 4 1 F 3 6 -A D A 8 1 F 3 6 -A C 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.