Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 17
KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 3 . m a r s 2 0 1 8 heILsURæKt Óskar Jón leggur áherslu á að öllum sé mætt þar sem þeir eru staddir. Óskar er að vísa í námskeiðið Heilsulausnir sem verið hefur í stöðugri þróun síðastliðin sjö ár. Á námskeiðinu hafa yfir 3.000 manns náð frá- bærum árangri, og það sem mest er um vert, árangri sem endist. „Það fara að vísu engin kíló fyrir hádegi fyrsta daginn, en þegar þau eru farin koma þau ekki aftur,“ segir Óskar. „Þess vegna eru Heilsulausnir einstakur kostur fyrir þá sem orðnir eru leiðir á töfralausnum og skyndiátökum og vilja breytingar til lengri tíma. Margir hafa farið í megrun og prófað alls kyns skyndilausnir en upplifað æ ofan í æ að tapa fyrir sjálfum sér í átökum sem ganga út á að koma ójafnvægi á líkamann.“ Þeir sem skrá sig í Heilsulausnir sækjast eftir faglegri nálgun þar sem ýmis verkfæri eru veitt til sjálfshjálpar á vegferðinni um betri lífsstíl og heilsufar. „Við göngum út frá þeirri stað- reynd að engir tveir eru eins. Því þarf að aðlaga hlutina að hverjum og einum og finna lausnir sem þeim hentar,“ útskýrir Óskar. Hann segir suma koma til að léttast og aðra til að líða betur. „Við vinnum markvisst með hreyfingu og mataræði en hugum líka að svefni, streitu og andlegum þáttum. Heilsulausnir eru því heildrænt námskeið og mikilvægt að fólk átti sig á að það er ekki skyndiverkefni heldur skuldbind- ing til lengri tíma, eða í sex eða tólf mánuði,“ segir Óskar. Þeir sem taka þátt í Heilsu- lausnum hreyfa sig þrisvar í viku á föstum tíma og hálfsmánaðarlega eru fræðslufundir þar sem unnið er með næringu, matarvenjur og matarskammta. „Við leggjum áherslu á að iðk- endur Heilsulausna fái reglu í dag- legt líf sitt og stilli líkamsklukkuna, sem er mikilvægt til að ná árangri. Við hjálpum fólki líka að sinna sjálfsmyndinni vel því oft erum við sjálf okkar versti gagnrýnandi, en það er mikilvægt að vera sáttur við sjálfan sig og bera virðingu fyrir sjálfum sér. Það er líka mikils virði að njóta lífsins og gleðjast. Hjá okkur er því ekkert bannað og við erum meira í því að hjálpa fólki að eiga í jákvæðu sambandi við mat í stað þess að hrella sig með boðum og bönnum,“ segir Óskar. Hann bætir við að lykill að árangri til langs tíma sé jákvætt hugarfar og regla sem geri heilsu- rækt að eðlilegum hluta af daglegri rútínu. „Við röðum iðkendum Heilsu- lausna í tíma sem þeim hentar best að mæta; ekki eftir því hversu hratt þeir hlaupa eða þungu þeir lyfta. Þjálfarar Heilsuborgar eru vanir því að stýra mismunandi tegundum æfinga á sama tíma og því geta allir fundið æfingar við hæfi,“ útskýrir Óskar. „Við mætum öllum þar sem þeir eru staddir, hjálpum þeim að læra á sjálfa sig og kennum þeim leiðir til að ná árangri sem endist. Starf Heilsuborgar byggir á gagnrýndum læknisfræðilegum aðferðum og allt starfsfólk er með háskólamenntun í sínu fagi og sýnir faglegan metnað og einstaka natni í starfinu sínu hér í Heilsuborg.“ Kynningarfundur um Heilsu- lausnir verður í Heilsuborg í dag, þriðjudaginn 13. mars klukkan 17.30. Fundurinn er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar eru á heilsu- borg.is/heilsulausnir. Hægt er að kaupa námskeiðið á vefnum. Heilsuborg er á Bíldshöfða 9. sími 560 1010. sjá heilsuborg.is Lausn að árangri sem endist „Heilsulausnir eru fyrir alla sem vilja gera markvissar breytingar á daglegu lífi sínu og laga lífsstílinn til langframa,“ segir Óskar Jón Helgason, framkvæmdastjóri heilbrigðisþjónustu hjá Heilsuborg. María og Gunnar eru æfingafélagar og dugleg að etja kappi hvort við annað með smá stríðni að vopni. MYNDIR/eYÞÓR Við María vorum sífellt í keppni og skoruðum á hvort annað að losa okkur við eitt kíló á mánuði í tíu mánuði. Það var létt og skemmtileg keppni með til- heyrandi stuðningi og hvatningu, en líka góðum skammti af stríðni því María reyndi að bregða fyrir mig fæti með því að gefa mér páskaegg!“ segir Gunnar og skellir upp úr. María hlær líka að minningunni. „Við Gunnar erum orðin bestu vinir og æfingafélagar og það er dýrmætt að eiga stuðning hans vísan.“ Missti 14 kíló fyrsta árið María skráði sig í Heilsulausnir árið 2012 og Gunnar ári seinna. Áður hafði Gunnar prófað karlapúl og María reynt að borða hollt og fara í göngutúra en allt gekk það brösuglega. „Ég var með krónískan haus- og hálsverk, þjáðist af alls kyns líkamlegum kvillum, var orðin alltof þung og ósátt við sjálfa mig,“ útskýrir María. Gunnar var í svipuðum sporum. „Ég var orðinn alltof þungur, átti erfitt um gang upp brekkur og leið alls ekki vel. Ég fann að ég þurfti að gera eitthvað í mínum málum, fann heilsuna versna ár frá ári og setti þetta upp þannig að ég þyrfti að mæta í Heilsuborg eins og vinnuna mína. Ég vissi líka að eftir hefðbundinn vinnudag hefði ég ekki annað að gera en að koma heim og setjast fyrir framan sjón- varpið,“ segir Gunnar. Bæði eru sammála um að Heilsu- lausnir hafi breytt lífi þeirra til hins betra og árangurinn kom fljótt í ljós. „Fljótlega minnkaði hausverkur- inn, sem og aðrir verkir, og kílóin fuku eitt af öðru. Ég fann hvernig ég varð heilbrigðari, hraustari og sterkari,“ segir María og Gunnar missti fjórtán kíló fyrsta árið. „Árangurinn kom svakalega fljótt,“ segir hann. „Og þolið varð allt annað. Það hefði aldrei hvarflað að mér að ég ætti nokkurn tímann eftir að spretta úr spori, hvað þá að hlaupa maraþon, eins og ég gerði á fyrsta árinu.“ Frábærir kennarar og þjálfarar Þau María og Gunnar segja fræðslu og fyrirlestra um næringu og heilsufar hafa skipt miklu í Heilsu- lausnum, en einnig frábærir kenn- arar og skemmtilegur félagsskapur. „Stór hluti af mínum árangri var fræðslan, félagsskapurinn og aðhaldið. Mér þótti dýrmætt að geta leitað til fagfólks um hjálp. Fyrsta árið fór ég samviskusam- lega eftir öllum fyrirmælum og gerði það sem mér var sagt. Smátt og smátt varð hollur kostur að einföldum valkosti og svo bættist við aukin hreyfing. Þannig er ég nú farin að hjóla og fara í fjallgöngur á sumrin, uppsker einskæra ánægju við að hreyfa mig og finn hvað ég er öll orðin glaðari, hraustari og heilbrigðari,“ segir María. Gunnar tekur undir orð Maríu. „Það kom ánægjulega á óvart hvað kennararnir voru frábærir, félagsþátturinn sterkur og and- rúmsloftið glaðlegt og þægilegt. Í Heilsuborg er tekið vel utan um fólk frá fyrsta degi og þar eru allir jafnir. Fólk er kannski misjafnlega vel á sig komið en allir geta verið með í æfingum og lögð er áhersla á að við vinnum eins og líkami okkar segir til um. Heilsufar og líkamlegt ástand er skoðað með ýmsum mælingum og fræðslan náði strax vel til manns. Þetta varð strax gaman og ég hlakka alltaf til að fara í Heilsuborg. Því fylgir eintóm ánægja,“ segir Gunnar. María er sammála Gunnari, en bæði fengu þau Ingu Maríu Baldursdóttur, íþrótta- og heilsu- fræðing, sem þjálfara í Heilsu- lausnum. „Inga María og Marianna Csillaq hjúkrunarfræðingur eiga báðar hrós skilið fyrir minn árangur og ég er enn í sambandi við Ingu Maríu ef ég þarfnast hjálpar. Í Heilsuborg er sannarlega tekið vel á móti manni og hugarfarið þar er jákvætt. Það er engin pressa á að klára þetta á tveimur mán- uðum, heldur er viðhorfið að við gerum þetta saman og í rólegum skrefum,“ segir María. Báðum hefur gengið vel að við- halda góðum árangri. „Auðvitað getur maður sveiflast til en það var lögð áhersla á að það væru ekki hundrað í hættunni þótt maður dytti stundum út. Maður hefði alltaf tök á að byrja aftur,“ segir Gunnar sem farinn er að stand ast betur freistingu bingó- kúlupokans sem voru verðlaun hans um helgar. „Í honum leyndust 600 hita- einingar sem ég gerði mér engan veginn grein fyrir. Maður fær mikla fræðslu og stuðning við mataræði og matarskammta og þótt ég sé lærður í matvælaiðnaði hef ég nú lært að ýmislegt sem maður taldi alls ekki óhollt er samt ansi drjúgt.“ Gleði og jákvæðni mikilvæg María segist strax hafa ákveðið að taka gleðina með sér í Heilsuborg. „Fyrstu skrefin voru svolítið erfið en ég ákvað að hafa alltaf gaman. Án gleðinnar hefði þetta eflaust orðið erfiðara en með jákvæðu hugarfari þótti mér hreinlega gaman að skipta út einu hráefni fyrir annað og minnka matar- skammtana. Ég hef nefnilega lært að það er hægt að borða hollt en of mikið af því. Nú borða ég 80 prósent hollt en ég hef aldrei farið út í öfgar og á minn nammidag um helgar og fer í veislur til að njóta.“ Gunnar segir lykilinn að því að viðhalda árangrinum að stunda hreyfingu og hugsa um mataræðið. „Það dugar ekkert hálfkák og maður þarf að vera heilshugar í heilsuræktinni en taka það allt með skynsemi og gleði. Það er líka einstakt að hafa eignast æfinga- félaga eins og Maríu því í honum fær maður mikilvægan stuðning og hvatningu. Ég lít á tímann sem ég ver í Heilsuborg sem gott veganesti til fullorðinsáranna og að með heilsuræktinni sé ég að safna á sparireikning,“ segir Gunnar. María segir gott veganesti fyrir byrjendur að hafa jákvæðni og gleði að leiðarljósi og að hugurinn þurfi að fylgja með. „Maður þarf að vilja þetta alla leið. Og maður þarf á faglegri hjálp að halda til að ná raunverulegum árangri til frambúðar. Maður gerir þetta ekki einn. Ekki í mínu til- felli.“ Dýrmætt að leita til fagfólks Þau maría Hlín Eyjólfsdóttir og Gunnar Ásmundsson urðu bestu vinir og æfingafélagar eftir að hafa kynnst í Heilsulausnum. síðan hafa þau att stöðugu kappi hvort við annað í æfingasalnum. 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 C -6 F D 8 1 F 2 C -6 E 9 C 1 F 2 C -6 D 6 0 1 F 2 C -6 C 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.