Fréttablaðið - 13.03.2018, Síða 18

Fréttablaðið - 13.03.2018, Síða 18
Börnin þrjú á góðri stundi í Herðubreiðar- lindum síðasta sumar. F.v. Ólafur Ragnar, Urður og Guð- rún Katrín. Matthías með börnunum þremur við Brennisteins- öldu. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . M A R s 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R HeILsURæKt Hjónin Matthías Sigurðarson og Dalla Ólafsdóttir tóku nýlega við umsjón Ferða- félags barna sem Ferðafélag Íslands hefur rekið í tæp tíu ár. Höfuðmark- mið félagsins er að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins og fá þannig öll börn til að upplifa leyndardóma umhverfisins og sanna gleði í nátt- úrunni. Sjálf eiga þau þrjú börn og eru tvö þau eldri, Urður 13 ára og Ólafur Ragnar 10 ára, nú þegar orðin virk í göngum og reyndar ýmsum öðrum íþróttum. Yngsta barnið, Guðrún Katrín, er 6 ára og nýlega farin að taka þátt í göngum með eldri systkinum sínum. Börnin sækja útivistaráhuga sinn því augljóslega til foreldra sinna en Matthías segir þau hafa verið dug- leg að þvælast með börnin sín um allt land frá því þau voru smábörn. „Okkur hefur fundist þetta vera bestu gæðastundir fjölskyldunnar, að gista í tjaldi eða tjaldvagni á fjöllum, borða undir berum himni og eiga stundir saman fjölskyldan við göngur, leik eða bara með því að lesa saman bækur inn í tjaldi. Okkur hefur fundist þetta frábær leið til að spjalla saman um lífið og tilveruna, læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og koma að umhverfisvitund hjá þeim.“ stundum þarf göngunammi Matthías segir að krökkunum finnist fjallgöngur ekkert alltaf mjög skemmtilegar en þau læri að setja sér markmið og ná þeim. „Ísland býður líka upp á svo marga ævintýralega staði fyrir börn. Það er eins og góður vinur okkar sagði við okkur: ,,Þið lítið á Ísland sem Disneyland fyrir börn!“ Það eru orð að sönnu. Svo er ótrúlega skemmti- legt að skoða landið með augum krakkanna. Núna erum við hjónin svo heppin að stýra Ferðafélagi barnanna og getum þannig kynnt útivist og fjöll fyrir fleiri börnum og fjölskyldum og þar eru fjölmargar spennandi dagsferðir og lengri ferðir á dagskrá á árinu.“ Urður og Ólafur Ragnar segjast hafa gengið nokkuð oft á Esjuna og önnur fjöll með fjölskyldunni auk þess sem þau hafi gengið Laugaveg- inn. „Við höfum oft farið í Þórsmörk og förum t.d. árlega með mörgum svo skemmtileg fjölskylda Það er lærdómsríkt fyrir börn að upplifa náttúru landsins í gönguferðum og á ferðalögum með fjölskyldum sínum. Hjónin Matthías Sigurðarson og Dalla Ólafsdóttir tóku nýlega við umsjón með Ferðafélagi barnanna og börn þeirra þrjú eiga í vændum skemmtilegt og viðburðaríkt sumar. fjölskyldum í haustferð í Þórsmörk og göngum þar og gistum í skál- anum, spilum og leikum okkur.“ Eldri systkinin eru sammála um að skemmtilegasta fjallgangan þeirra hafi verið á Herðubreið en hún hafi þó verið svolítið erfið. „Það var einnig mjög gaman að ganga frá Tálknafirði yfir í Patreksfjörð með pabba okkar fyrir nokkrum árum, sérstaklega þar sem við gengum upp úr skýjunum og vorum í glampandi sól á meðan það var þoka í bæj- unum. Svo höfum við líka gengið Kjöl með Ferðafélagi barnanna. Það hefur yfirleitt gengið vel að ganga en sumar gönguferðirnar hafa þó verið nokkuð erfiðar. Þá verðum við að stoppa, hvíla okkur og fáum okkur göngunammi.“ Gott nesti mikilvægt Þau segja það skemmtilegasta við göngur vera að komast upp á fjallstoppana eða klára að ganga langar gönguleiðir. „Mér finnst líka útiveran skemmtileg og það að fá tækifæri til að njóta náttúrunnar,“ segir Urður. „En það er ekki alltaf skemmtilegt en maður verður samt glaður að vita að maður getur klárað erfið fjöll eða leiðir,“ bætir Ólafur við. „Mér finnst einnig mjög skemmtilegt að fara í heitar náttúrulaugar, t.d. í Strútslaug og í Landmannalaugar og svo er voða gaman á góðviðrisdögum að leika sér í ísköldum ám eða vötnum.“ Guðrún Katrín, yngsti fjölskyldu- meðlimurinn, bætir við að henni þyki gaman að taka þátt í göngu- ferðum því fjölskylda hennar sé svo skemmtileg. „Mér finnst líka mjög gaman að ganga í skógi og svo er líka mjög gaman að tína sveppi. Stundum hittum við ein- hvern sem við þekkjum og svo er gaman að hafa gott nesti, t.d. snúð og kleinuhring. Svo er gaman að fara í Hver er maðurinn og Frúin í Hamborg þegar við erum að labba. Uppáhaldsfjallið mitt er Brenni- steinsalda af því það er svo litríkt og fallegt.“ Gott sumar fram undan Þar sem foreldrar þeirra stýra nú Ferðafélagi barnanna gera þau ráð fyrir mörgum góðum ferðum í sumar. „Við ætlum m.a. að ganga Laugaveginn, Fimmvörðuháls og Kjöl og hlökkum mikið til þess. Svo erum við svo heppin að einhverjir vinir okkar hafa bókað sig einnig í þær ferðir. Svo ætlum við líka að taka þátt í Fjallagarpaverkefni Ferða- félags barnanna og ganga á nokkur fjöll í nágrenni Reykjavíkur, t.d. Móskarðshnúka og Helgafell.“ Síðan er alltaf gaman að labba með vinum segja þau bæði. „Síðasta sumar fórum við t.d. í skemmti- lega göngu í Jökulsárgljúfr um með góðum vinum okkar og foreldrum þeirra. Þar eru brött og há gil og mjög skemmtilegt að labba þar. Svo fór ég með bekkjarsystkinum mínum á Esjuna síðasta haust og það var mjög góð ferð,“ segir Ólafur að lokum. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 C -6 A E 8 1 F 2 C -6 9 A C 1 F 2 C -6 8 7 0 1 F 2 C -6 7 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.