Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2018, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.03.2018, Qupperneq 10
Rafrænt stjórnarkjör 9. til 13. apríl Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 9. – 13. apríl. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Í framboði eru Eva Hlín Dereksdóttir, Freyr Ólafsson, Gnýr Guðmundsson, Helga Viðarsdóttir, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Sverrir Bollason og Unnar Hermannsson. Kynning frambjóð- enda er á vefsvæði sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. sjóðfélaga- lýðræði, rafrænt stjórnarkjör, góð réttindaávinnsla og hagstæð sjóð- félagalán. Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2017 var samtals 80,9 milljarðar kr. og hækkaði um 7,9 milljarða kr. á árinu. Í árslok 2017 var heildartryggingafræðileg staða samtryggingardeildar jákvæð um 1,5%. Hrein raunávöxtun sl. 5 ár er 5,0% Nánari upplýsingar á www.lifsverk.is. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs Engjateigi 9 – Reykjavík - Þriðjudaginn 17. apríl kl. 17:00 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild Dagskrá fundar: Hefðbundin aðalfundarstörf Niðurstaða rafræns stjórnarkjörs Tillögur til breytinga á samþykktum Önnur mál, löglega upp borin Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 5,3% 3,6% Lífsverk 1 6,2% 4,4% Lífsverk 2 7,4% 5,6% Lífsverk 3 4,9% 3,1% Ávöxtun 2017: 9,0% 8,0% 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% 2013 2014 2015 2016 2017 Kína Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað því  að losa sig við kjarnorkuvopnin. „Það er eindreginn vilji okkar að stuðla að afvopnun á Kóreuskaga í sam- ræmi við óskir Kim Il-sung og Kim Jong-il,“ sagði einræðisherrann á fundi með Xi Jinping, forseta Kína. Norðurkóreska ríkissjónvarpið, KCNA, staðfesti í gær fréttir af því að Kim hafi verið í óopinberri heim- sókn í Kína. Þeirri fyrstu sem Kim fer í frá því hann tók við leiðtoga- sætinu. Heimsókninni lýkur í dag en samkvæmt KCNA hefur Xi þegið boð Norður-Kóreumannsins um að ferðast til Norður-Kóreu síðar á árinu. Fundur leiðtoganna er ekki sá eini sem Kim mun taka þátt í á árinu. Á dagskrá einræðisherrans er fundur með Moon Jae-in, forseta Suður- Kóreu, í apríl og Donald Trump, for- seta Bandaríkjanna, stuttu seinna, líklegast í maí. Á fundi leiðtoganna sagði Kim við Xi að ástandið á Kóreuskaga færi batnandi vegna frumkvæðis Norð- ur-Kóreumanna. Sagði Kim jafn- framt að Norður-Kórea væri opin fyrir fleiri fundum með leiðtogum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, að því er kínverski ríkismiðillinn Xin- hua greindi frá. „Hægt er að leysa afvopnunarmálin á Kóreuskaga ef Bandaríkin og Suður-Kórea svara viðleitni okkar með frekari velvild. Hægt er að koma á friði og stöðug- leika ef við erum samstiga,“ hafði Xinhua eftir Kim. Ljóst er að heimsóknin vakti áhuga Norður-Kóreumanna. Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, gaf út sérstaka við- hafnarútgáfu í gær og var fjallað um Kínaheimsóknina á sjö heilum síðum af átta. Sú síðasta fjallaði um innanríkismál. Birti blaðið myndir frá heimsókninni ásamt brotum úr ræðum leiðtoganna. Suður-Kóreumenn höfðu sömu- leiðis áhuga á fundinum. Að sögn talsmanns forseta létu Kínverjar þá vita af fundinum með nokkrum fyrirvara. Talsmaðurinn vildi þó ekki svara spurningu blaðamanna um hvenær sú tilkynning barst. „Heimsóknin er tilraun til að bæta stirð samskipti við Kína, eina bandamann og helsta viðskiptaríki Norður-Kóreu, sem hefur tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn norðr- inu,“ sagði í umfjöllun suðurkóreska miðilsins Yonhap um fundinn. Aðrir suðurkóreskir miðlar sögðu ástæðu heimsóknarinnar þá að Kim vildi reyna að létta á við- skiptaþvingununum. Íhaldsmið- illinn Chosun Ilbo sagði frá því að Kim vildi koma sér vel fyrir undir verndarvæng Kínverja ef svo færi að viðræðurnar við Trump mis- heppnuðust. Frjálslyndi miðillinn Hankyoreh sagði Xi staðráðinn í að leika lykilhlutverk í Kóreudeilunni. Kínverski ríkismiðillinn Global Times fagnaði nýjum kafla í sam- skiptum Kínverja og Norður-Kóreu- manna. „Alþjóðasamfélagið ætti að styðja heimsóknir sem þessa. Lík- legt er að þær verði drifkraftur í átt að friði og hagsæld á Kóreuskaga.“ thorgnyr@frettabladid.is Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Af hverju vil Kim nú stilla til friðar? Eftir að hafa gert sextán eldflauga- tilraunir og eina kjarnorkutilraun, raunar þá stærstu í sögu ríkisins, á síðasta ári þykir einkennilegt að Kim vilji nú reyna að stilla til friðar. Hafa Norður-Kóreumenn ekki gert neina slíka tilraun það sem af er ári, höfðu gert tvær á sama tíma í fyrra. Togstreitan á Kóreuskaga, og á milli Norður-Kóreu og Banda- ríkjanna, var gríðarleg áður en boðað var til viðræðnanna á milli suðurs og norðurs og svo norðurs og vesturs. En hvað breyttist? Fréttaskýrendur víða um heim hafa bent á að mögulega séu við- skiptaþvinganir gegn einræðisríkinu nú að bera árangur. Norður-Kórea þurfi nauðsynlega á því að halda að á þeim verði slakað. Því sé Kim nú opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar verði tryggt. Blaðamaður Washington Post kom með þá skýringu að með því að funda með Trump öðlaðist Kim það sem hann þráði helst. Viðurkenningu á lögmæti stjórnar sinnar. Hann þyrfti að umgangast og fjalla um sem jafningja forseta stórveldisins og fundurinn gæti tryggt það. Aðrir hafa haldið því fram að með því að sýna núna vilja til við- ræðna, til þess að stilla til friðar, sé Kim að reyna að vinna tíma svo að hægt sé að klára smíði eldflauga sem geti flutt kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna með ásættanlegri nákvæmni. Dagbók Kim Jong-un 1. janúar Kveður við sáttatón í nýársávarpi Kim þar sem hann segist íhuga að senda keppnislið á Vetrar- ólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu. 3. janúar Opnað á neyðarlínu á milli ríkjanna eftir tveggja ára lokun. 8. janúar Norður-Kórea samþykkir að senda keppendur og klapplið á Vetrarólympíuleikana. 9.-25. febrúar Norður-Kórea tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum. Ganga inn undir sama fána og senda sameiginlegt lið í íshokkí kvenna. Sendinefnd undir forystu Kim Yo-jong, systur einræðisherrans, fundar með Suður-Kóreumönn- um. 4. mars Suðurkóresk sendinefnd mætir til fundar með Kim í norðurkór- esku höfuðborginni Pjongjang. Kim segist opinn fyrir afvopnun. 7. mars Samkomulag næst um að Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fundi með Kim í fyrsta skipti. 8. mars Kim býður Donald Trump Banda- ríkjaforseta til viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Trump samþykkir og stefnt að viðræðum innan tveggja mánaða. 20. mars Suður-Kórea tilkynnir að ríkið muni senda tónlistarmenn til að spila á tónlistarhátíð í Pjongjang. 27. mars Kim kemur til Kína. Heimsóknin er sú fyrsta sem hann fer í frá því hann tók við leiðtogasætinu. 29. mars (í dag) Sendinefndir Kóreuríkjanna skipuleggja leiðtogafund Kim og Moon. Búist er við því að þeir fundi í næstu viku í landamæra- bænum Panmunjom. 31. mars Tónlistarhátíð suður- kóreskra lista- manna hefst í Pjongjang. apríl Moon fundar með Kim. Maí Trump fundar með Kim. Fyrsta heimsókn einræð- isherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. Það er eindreginn vilji okkar að stuðla að afvopnun á Kóreuskaga í samræmi við óskir Kim Il-sung og Kim Jong-il. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu Kim Jong-un og Xi Jinping funduðu saman í Kína í vikunni. Nordicphotos/AFp 2 9 . M a r s 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 6 -9 3 0 C 1 F 5 6 -9 1 D 0 1 F 5 6 -9 0 9 4 1 F 5 6 -8 F 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.