Fréttablaðið - 29.03.2018, Page 24

Fréttablaðið - 29.03.2018, Page 24
Gleðilega páska K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D OPIÐ Í DAG Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Ingunn Lára segist ekki eiga neina fasta tískufyrirmynd. „Ég hugsa hins vegar oft um persónur og klæði mig eins og þær. Einn daginn er það Norma Desmond í Sunset Boulevard og annan daginn er það Burlington Bertie frá Bow! Ég byrja stundum daginn á því að finna mér karakt- er og þá finnst mér mikilvægt að klæða mig eins og hann. Ég hef ekkert vit á tísku en ég elska allt leikrænt og persónulegt. Ég er líka mjög hrifin af tískunni í London á níunda áratugnum, svona gangandi listaverkum eins og Leigh Bowery. Já, og ég elska Cambridge Satchel töskuna mína frá London. Ég lét skera fangamark mitt í hana.“ Hversdags fylgir Ingunn for- dæmi fjölda Íslendinga og klæðist helst svörtu. „Og svo er ég alltaf til í föt sem ég get vafið utan um mig.“ Hún segist helst kaupa föt í Fatamarkaðinum, Corner Shop og Cos. „Mér finnst líka gaman að kaupa föt á mörkuðum. Og svo í Handprjónasambandinu, ekkert jafnast á við góða lopapeysu.“ Ingunn segist ekki vera með fata- dellu. „En ég viðurkenni alveg að þegar ég á pening þá finnst mér gaman að kaupa föt. Akkúrat núna er græna bandapeysan mín í miklu uppáhaldi því hún er geðveikt skemmtileg. Uppáhaldshönnuð- irnir mínir eru Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúarí á Íslandi, peysurnar hennar eru afskaplega skemmti- legar og koma á óvart. Á heimsvísu er það Irene Sharaff, búninga- hönnuðurinn sem hannaði fötin í næstum allar gömlu Hollywood- myndirnar!“ Sokkabuxur eru eitt af því sem Ingunn lætur eftir sér þótt hún eigi nóg af þeim. „En það er reyndar því ég fæ alltaf gat á sama stað. Ég er með fáránlega stóra stórutá.“ Stóra táin hindrar hana þó ekki í að ganga í uppáhaldsskónum sínum. „Það eru Irregular Choice skórnir sem ég keypti á Carnaby Street fyrir löngu og verð aldrei leið á.“ Aðspurð segist Ingunn Lára luma á einni skemmtilegri sögu af fatakaupum. „Ég var að leita mér að púkó jólapeysu í Texas árið 2012 og kíkti inn í fjölskyldurekna búð sem seldi alls kyns kjánalegar peysur. Ég var mjög glöð og sagði afgreiðslukonunni að ég væri ótrú- lega ánægð með að hafa loksins fundið „ugly Christmas sweater store“. Kom í ljós að þetta var eigandinn og henni sárnaði mjög þessi lýsing. Fyrir henni voru þetta mjög vandaðar og alls ekki kald- hæðnislegar peysur með miklum jólaanda. En ég meina … hún var með peysur með mynd af Jesú- barninu að skíra jólasveininn!“ Eins og áður sagði er margt á döfinni hjá Ingunni þessa dagana. „Ég verð plágulæknir og skáld hjá Rauða skáldahúsinu í kvöld í Iðnó! Þemað er dauðasyndirnar sjö og aðalskáld kvöldsins er Sjón! Fram undan eru svo æfingar og sýningar á óperu sem ég skrifa og leikstýri. Hún heitir #bergmálsklefinn og er Twitter-ópera sem verður frum- sýnd 25. maí í Tjarnarbíói.“ Græna uppáhaldspeysan er frá Corner Shop og að sögn Ingunnar mjög skemmtileg, einkum fyrir litlar frænkur sem eru alltaf að tosa í spottana. MYNDIR/ANDRI MARINO Síðkjólinn keypti Ingunn í „vintage“ búð í Edinborg til að vera í í brúð- kaupi en hann nýtist líka vel þegar skapa skal persónu. Kjólfötin voru keypt á Camden-markaðinum í London en hér leikur Ingunn Lára sér með gervi breskrar aðalsmanneskju og þar leika te og teketill að sjálfsögðu stórt hlutverk Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . M A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 6 -A 1 D C 1 F 5 6 -A 0 A 0 1 F 5 6 -9 F 6 4 1 F 5 6 -9 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.