Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 24
Gleðilega páska K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D OPIÐ Í DAG Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Ingunn Lára segist ekki eiga neina fasta tískufyrirmynd. „Ég hugsa hins vegar oft um persónur og klæði mig eins og þær. Einn daginn er það Norma Desmond í Sunset Boulevard og annan daginn er það Burlington Bertie frá Bow! Ég byrja stundum daginn á því að finna mér karakt- er og þá finnst mér mikilvægt að klæða mig eins og hann. Ég hef ekkert vit á tísku en ég elska allt leikrænt og persónulegt. Ég er líka mjög hrifin af tískunni í London á níunda áratugnum, svona gangandi listaverkum eins og Leigh Bowery. Já, og ég elska Cambridge Satchel töskuna mína frá London. Ég lét skera fangamark mitt í hana.“ Hversdags fylgir Ingunn for- dæmi fjölda Íslendinga og klæðist helst svörtu. „Og svo er ég alltaf til í föt sem ég get vafið utan um mig.“ Hún segist helst kaupa föt í Fatamarkaðinum, Corner Shop og Cos. „Mér finnst líka gaman að kaupa föt á mörkuðum. Og svo í Handprjónasambandinu, ekkert jafnast á við góða lopapeysu.“ Ingunn segist ekki vera með fata- dellu. „En ég viðurkenni alveg að þegar ég á pening þá finnst mér gaman að kaupa föt. Akkúrat núna er græna bandapeysan mín í miklu uppáhaldi því hún er geðveikt skemmtileg. Uppáhaldshönnuð- irnir mínir eru Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúarí á Íslandi, peysurnar hennar eru afskaplega skemmti- legar og koma á óvart. Á heimsvísu er það Irene Sharaff, búninga- hönnuðurinn sem hannaði fötin í næstum allar gömlu Hollywood- myndirnar!“ Sokkabuxur eru eitt af því sem Ingunn lætur eftir sér þótt hún eigi nóg af þeim. „En það er reyndar því ég fæ alltaf gat á sama stað. Ég er með fáránlega stóra stórutá.“ Stóra táin hindrar hana þó ekki í að ganga í uppáhaldsskónum sínum. „Það eru Irregular Choice skórnir sem ég keypti á Carnaby Street fyrir löngu og verð aldrei leið á.“ Aðspurð segist Ingunn Lára luma á einni skemmtilegri sögu af fatakaupum. „Ég var að leita mér að púkó jólapeysu í Texas árið 2012 og kíkti inn í fjölskyldurekna búð sem seldi alls kyns kjánalegar peysur. Ég var mjög glöð og sagði afgreiðslukonunni að ég væri ótrú- lega ánægð með að hafa loksins fundið „ugly Christmas sweater store“. Kom í ljós að þetta var eigandinn og henni sárnaði mjög þessi lýsing. Fyrir henni voru þetta mjög vandaðar og alls ekki kald- hæðnislegar peysur með miklum jólaanda. En ég meina … hún var með peysur með mynd af Jesú- barninu að skíra jólasveininn!“ Eins og áður sagði er margt á döfinni hjá Ingunni þessa dagana. „Ég verð plágulæknir og skáld hjá Rauða skáldahúsinu í kvöld í Iðnó! Þemað er dauðasyndirnar sjö og aðalskáld kvöldsins er Sjón! Fram undan eru svo æfingar og sýningar á óperu sem ég skrifa og leikstýri. Hún heitir #bergmálsklefinn og er Twitter-ópera sem verður frum- sýnd 25. maí í Tjarnarbíói.“ Græna uppáhaldspeysan er frá Corner Shop og að sögn Ingunnar mjög skemmtileg, einkum fyrir litlar frænkur sem eru alltaf að tosa í spottana. MYNDIR/ANDRI MARINO Síðkjólinn keypti Ingunn í „vintage“ búð í Edinborg til að vera í í brúð- kaupi en hann nýtist líka vel þegar skapa skal persónu. Kjólfötin voru keypt á Camden-markaðinum í London en hér leikur Ingunn Lára sér með gervi breskrar aðalsmanneskju og þar leika te og teketill að sjálfsögðu stórt hlutverk Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . M A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 6 -A 1 D C 1 F 5 6 -A 0 A 0 1 F 5 6 -9 F 6 4 1 F 5 6 -9 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.