Fréttablaðið - 29.03.2018, Síða 30
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433
Sigurveig Friðgeirsdóttir og Hannes Sigurðsson, lögfræðingur hjá PwC, með sameiginlegan fund. MYND/ERNIR
Sigurveig Friðgeirsdóttir er stofnandi Húsastoðar og hefur á undanförnum árum
byggt fyrirtækið upp af miklum
dugnaði. Hún er allt í senn, glað-
beitt í fasi, þjónustulipur og einörð
kona sem býr að víðtækri reynslu
af umsjón fjármála og hagsmuna-
gæslu fyrir húsfélög. Fyrirtækið
hefur það að markmiði að veita
húsfélögum fjöleignarhúsa og
fyrirtækjasambýla víðtæka þjón-
ustu varðandi rekstur, utanumhald
og umsjón.
Losna við innheimtu
Hvaða ávinningur er fyrir húsfélög
að vera í viðskiptum við Húsastoð?
„Það felst margvíslegur ávinningur
í því,“ segir Sigurveig. „Við sjáum
um að færa bókhaldið fyrir hús-
félagið, gera kostnaðar áætlun og
ársreikning. Þar með losnar stjórn
húsfélagsins við tímafrekt umstang
og það fæst aukið öryggi við að
fagfólk sjái um bókhaldið og upp-
setningu ársreiknings. Enn fremur
sjáum við um útsendingu greiðslu-
krafna vegna húsgjalda og greiðslu
reikninga. Það felst mikið öryggi
í slíkri sjóðsumsjón fyrir húsfélög
þar sem við sjáum sjálfvirkt um
greiðslu á öllum reglubundnum
reikningum en greiðsla sértækra
reikninga, til dæmis vegna fram-
kvæmda, er einungis gerð með
samþykki stjórnar húsfélagsins.
Með umsjón með innheimtu hús-
félagagjalda lenda einstaklingar
í stjórn húsfélagsins ekki í þeirri
erfiðu aðstöðu að vera persónu-
legir innheimtuaðilar húsgjalda í
sameigninni.
Þegar stærri framkvæmdir
standa fyrir dyrum aðstoðum við
hjá Húsastoð varðandi ráðgjöf við
val á eftirlits- og framkvæmda-
aðilum, kostnaðargreiningu
framkvæmda niður á hverja eign
í samræmi við eignaskiptasamn-
inga. Enn fremur aukast líkur á að
lögfræðileg úrlausnarefni komi
upp við stærri framkvæmdir og
við erum stolt að geta boðið upp
á aðgengi og þjónustu öflugs hóps
lögfræðinga með sérþekkingu á
þessu sviði.
Mjög hagkvæmt
Síðast en ekki síst höfum við lagt
upp með að þessi þjónusta sé hag-
kvæm fyrir húsfélög. Við nýtum
samlegðaráhrif þess að hafa þjón-
ustuna og yfirsýnina á einum stað
til að hagræða og lækka kostnað og
skilum því til viðskiptavina í formi
hóflegs þjónustugjalds. Ávinningur
íbúa getur því verið margþættur,
svo sem minna umstang og minni
áhyggjur, tímasparnaður, aukið
Njáll L. Árnason er í stjórn húsfélagsins í Vallarási 3 sem nýtir sér þjónustu Húsastoðar og PWC. MYND/ERNIR
öryggi með útvistun bókhalds og
sjóðsumsjónar auk aðstoðar við
lögfræðileg álitaefni, ef með þarf.“
Hannes Sigurðsson lögfræðingur
hjá PwC, sem unnið hefur náið
með Sigurveigu, segir að rekstur
húsfélaga geti verið flókinn. Kröfur
til stjórnar um að reglum sé fram-
fylgt samkvæmt lögum um fjöl-
eignarhús eru miklar. Þessar kröfur
varða meðal annars framsetningu
ársreikninga, greiðsluskiptingu
húsgjalda, boðun og framkvæmd
aðalfunda. Húsastoð sér til þess að
allar lagakröfur séu uppfylltar auk
þess sem útreikningur allra hús-
sjóðsgjalda miðist við eignaskipta-
samning.
Sérfræðingar mæta á fundi
Á hverjum húsfundi eru að
minnsta kosti tveir aðilar frá
Húsastoð, sérfræðingur sem stýrir
fundinum auk lögfræðings sem
gætir að öllum lagakröfum og er
þá einnig til skrafs og ráðagerða ef
einhver sérstök álitamál eru uppi
á fundinum. „Þetta hefur gefist
mjög vel og við höfum fengið góða
endurgjöf frá viðskiptavinum
okkar með þetta fyrirkomulag,“
segir Hannes.
Öryggi og
persónuleg þjónusta
Njáll L. Árnason er í stjórn hús-
félags að Vallarási 3. Hann segir að
gott utanumhald sé lykill að góðu
húsfélagi. Mikið öryggi felist í því
að hafa þjónustuna hjá Húsastoð
auk þess sem félagið veiti góða og
persónulega þjónustu.
Með umsjón með
innheimtu hús-
félagagjalda lenda ein-
staklingar í stjórn hús-
félagsins ekki í þeirri
erfiðu aðstöðu að vera
persónulegir innheimtu-
aðilar húsgjalda í sam-
eigninni.
2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . M A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RSAMEIGNIN
2
9
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
6
-7
5
6
C
1
F
5
6
-7
4
3
0
1
F
5
6
-7
2
F
4
1
F
5
6
-7
1
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K